Hæstiréttur hafnaði flýtimeðferð dómsmáls um búvörusamning Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júní 2016 20:12 vísir/stefán Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að dómsmál Félags atvinnurekenda gegn íslenska ríkinu og Bændasamtökunum fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi. Félag atvinnurekenda hyggst höfða mál á hendur áðurnefndum aðilum til viðurkenningar á því að samningur þeirra um starfsskilyrði nautgriparæktar, frá febrúar í ár, sé ólögmætur. Til vara er þess krafist að greinar samningsins um verðupplagsfærslu, verðlagningu og tollvernd verði dæmdar ólögmætar. Nýr búvörusamningur var undirritaður í febrúar en samningurinn hefur ekki enn verið samþykktur af Alþingi. Í bréfi lögmanns Félags atvinnurekenda virðist hafa verið byggt á því að búvörusamningurinn yrði samþykktur fyrir sumarleyfi þingsins en svo var ekki. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að enn sé óvíst hver afdrif frumvarps um breytingar á búvörulögum verða og samhliða því afdrif samningsins sem undirritaður var af ríkinu „fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis“. „Sóknaraðili er ekki aðili að þeim samningi sem fyrirhuguð málsókn hans lýtur að. Að teknu tilliti til þess og annarra málsatvika hefur sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dómstóla um þær kröfur sem hann hyggst tefla fram í fyrirhuguðu dómsmáli.“ Meðal annars af þeim sökum taldi dómurinn skilyrði flýtimeðferðar, samkvæmt lögum um meðferð einkamála, ekki uppfyllt. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31 Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45 Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að dómsmál Félags atvinnurekenda gegn íslenska ríkinu og Bændasamtökunum fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi. Félag atvinnurekenda hyggst höfða mál á hendur áðurnefndum aðilum til viðurkenningar á því að samningur þeirra um starfsskilyrði nautgriparæktar, frá febrúar í ár, sé ólögmætur. Til vara er þess krafist að greinar samningsins um verðupplagsfærslu, verðlagningu og tollvernd verði dæmdar ólögmætar. Nýr búvörusamningur var undirritaður í febrúar en samningurinn hefur ekki enn verið samþykktur af Alþingi. Í bréfi lögmanns Félags atvinnurekenda virðist hafa verið byggt á því að búvörusamningurinn yrði samþykktur fyrir sumarleyfi þingsins en svo var ekki. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að enn sé óvíst hver afdrif frumvarps um breytingar á búvörulögum verða og samhliða því afdrif samningsins sem undirritaður var af ríkinu „fyrirvara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis“. „Sóknaraðili er ekki aðili að þeim samningi sem fyrirhuguð málsókn hans lýtur að. Að teknu tilliti til þess og annarra málsatvika hefur sóknaraðili ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dómstóla um þær kröfur sem hann hyggst tefla fram í fyrirhuguðu dómsmáli.“ Meðal annars af þeim sökum taldi dómurinn skilyrði flýtimeðferðar, samkvæmt lögum um meðferð einkamála, ekki uppfyllt. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31 Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45 Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Búvörusamningur Sigurðar Inga sagður fara langt út fyrir lagaheimildir Félag atvinnurekenda telur fyrirliggjandi að frumvarp um búvörusamning standist enga skoðun. 27. maí 2016 16:31
Vill víðtækari sátt um búvörusamning Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. 6. júní 2016 09:45
Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. 7. júní 2016 18:45