Ófarir Englendinga í opnunarleikjum | Aðeins fimm sigrar í 23 tilraunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2016 23:15 Rússar fagna jöfnunarmarki Vasilis Berezutski. Joe Hart, markvörður Englands, er ekki sáttur. vísir/getty Englendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var mun sterkara í leiknum sem fór fram í Marseille og komst yfir á 73. mínútu þegar Eric Dier skoraði. En þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Vasili Berezutski, fyrirliði Rússlands, boltann yfir Joe Hart í marki Englands og jafnaði metin. Lokatölur 1-1.Sjá einnig: Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Það verður seint sagt að Englendingum gangi vel í opnunarleikjum sínum á EM en þeir ekki enn unnið fyrsta leik sinn á Evrópumóti í níu tilraunum. England hefur fimm sinnum gert jafntefli og tapað fjórum opnunarleikjum.Mark Erics Dier dugði ekki til.vísir/gettyÞessi slaka byrjun Englendinga einskorðast ekki bara við EM því vanalega byrja þeir einnig illa á HM. England hefur 14 sinnum leikið á HM en aðeins fimm sinnum unnið fyrsta leikinn sinn á mótinu. Samanlagt hefur enska landsliðið því einungis unnið fimm af 23 opnunarleikjum sínum á HM og EM í sögunni. Það er þó ekki alltaf slæmur fyrirboði því á þeim þremur stórmótum sem Englandi hefur gengið best á vann liðið ekki fyrsta leikinn sinn á því tiltekna móti. Á HM á heimavelli 1966 gerði England markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum en vann alla leiki eftir það og stóð uppi sem heimsmeistari.Alan Shearer kom Englandi yfir gegn Sviss í opnunarleiknum á EM 1996. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.vísir/gettyÁ HM á Ítalíu 1990 gerðu Englendingar 1-1 jafntefli við Íra í fyrsta leik sínum en fóru svo alla leið í undanúrslit og enduðu að lokum í 4. sæti. Og á EM á heimavelli 1996 byrjaði enska liðið á því að gera 1-1 jafntefli við Sviss en fór svo í undanúrslit líkt og á HM sex árum fyrr.Árangur Englands í opnunarleikjum á EM: 9 leikir: 0 sigrar, 5 jafntefli, 4 töp Árangur Englands í opnunarleikjum á HM: 14 leikir: 5 sigrar, 6 jafntefli, 3 töp Samtals:23 leikir: 5 sigrar, 11 jafntefli, 7 töp EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira
Englendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var mun sterkara í leiknum sem fór fram í Marseille og komst yfir á 73. mínútu þegar Eric Dier skoraði. En þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Vasili Berezutski, fyrirliði Rússlands, boltann yfir Joe Hart í marki Englands og jafnaði metin. Lokatölur 1-1.Sjá einnig: Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Það verður seint sagt að Englendingum gangi vel í opnunarleikjum sínum á EM en þeir ekki enn unnið fyrsta leik sinn á Evrópumóti í níu tilraunum. England hefur fimm sinnum gert jafntefli og tapað fjórum opnunarleikjum.Mark Erics Dier dugði ekki til.vísir/gettyÞessi slaka byrjun Englendinga einskorðast ekki bara við EM því vanalega byrja þeir einnig illa á HM. England hefur 14 sinnum leikið á HM en aðeins fimm sinnum unnið fyrsta leikinn sinn á mótinu. Samanlagt hefur enska landsliðið því einungis unnið fimm af 23 opnunarleikjum sínum á HM og EM í sögunni. Það er þó ekki alltaf slæmur fyrirboði því á þeim þremur stórmótum sem Englandi hefur gengið best á vann liðið ekki fyrsta leikinn sinn á því tiltekna móti. Á HM á heimavelli 1966 gerði England markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum en vann alla leiki eftir það og stóð uppi sem heimsmeistari.Alan Shearer kom Englandi yfir gegn Sviss í opnunarleiknum á EM 1996. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.vísir/gettyÁ HM á Ítalíu 1990 gerðu Englendingar 1-1 jafntefli við Íra í fyrsta leik sínum en fóru svo alla leið í undanúrslit og enduðu að lokum í 4. sæti. Og á EM á heimavelli 1996 byrjaði enska liðið á því að gera 1-1 jafntefli við Sviss en fór svo í undanúrslit líkt og á HM sex árum fyrr.Árangur Englands í opnunarleikjum á EM: 9 leikir: 0 sigrar, 5 jafntefli, 4 töp Árangur Englands í opnunarleikjum á HM: 14 leikir: 5 sigrar, 6 jafntefli, 3 töp Samtals:23 leikir: 5 sigrar, 11 jafntefli, 7 töp
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira