EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2016 10:00 Það virðist mjög algengt að eiga hund og reykja í Annecy. Þessi maður á hund og fékk sér sígó fyrir framan hótelið sem íslensku fjölmiðlamennirnir gista á. vísir/tom Að eiga fjölskyldu í Frakklandi og kunna varla staf í frönsku er hálf vandræðalegt. Sérstaklega í ljósi þess þegar börn frænku þinnar tala reiprennandi íslensku þrátt fyrir að vera Frakkar. Og Frakkar hata að tala önnur tungumál en frönsku, og hvað þá íslensku! Þrátt fyrir að kunna bara í raun ensku og vera slarkfær í dönsku (aðallega eftir tvo til þrjá) er ég mikill framburðarmaður og ber fram þau fáu frönsku orð sem ég kann af mikilli snilld. Eða svo hélt ég allavega. Ég kom til Annecy í gær eftir flug í gegnum Genf en til Frakklands kom ég síðast árið 1998 og gisti þá í mánuð hjá frænku minni. Ekki einu sinni þann mánuðinn tókst mér að pikka upp orð og orð af einhverju viti. En framburðurinn er alltaf sterkur.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánÁ Bastilludegi þeirra Frakka 14. júlí 1998 fór ég með frænkum mínum á þann merka veitingarstað McDonalds sem Íslendingar virðast bara ekki ætla að opna aftur. Af hverju er enginn búinn að nýta tækifærið fyrst Davíð Oddsson er í framboði til forseta og til í flest að opna McDonalds aftur heima og fá Davíð til að taka fyrsta bitann eins og hann gerði á sínum tíma? Það er önnur spurning. Á McDonalds þennan daginn ætlaði ég heldur betur að slá um mig og kaupa mér eina stóra Sprite til að taka með eftir matinn og rölta með um götur Parísar á sjóðheitum sumardegi. Ég hlóð í minn besta franska framburð, þrettán ára gamall, og bað hátt og snjallt um eina stóra "sprít". Það hélt ég að væri franski framburðurinn. Eftir mikið jappl, jaml og fuður fattaði greyið afgreiðslustelpan loksins hvað ég var að reyna að segja og spurði mig einfaldlega hvort mig langaði í spræt. Bara alveg eins og það er sagt heima á klakanum. Ég var þó fljótur að snúa þessu upp á hana og pantaði mér fanta.Björn Sigurðsson, Böddi the great, og Eiríkur Stefán horfa á leik Englands og Rússlands í miðbæ Annecy í gærkvöldi.vísir/tomEftir strembinn vinnudag í gær, sem hófst nánast á sömu sekúndu og seinni hópur fjölmiðlamanna kom til Annecy, fórum við allir saman á veitingastað niður í miðbæ borgarinnar þar sem við fengum okkur að borða, nokkra drykki og horfðum á England vera England á stórmóti. Þegar við tókum svo leigubíl heim fór ég í fyrsta bíl enda orðinn ansi lúinn eftir að hafa sofið aðeins tvo tíma í flugvélinni frá tíu morgninum áður. Við stóðum þarna allur hópurinn en aðeins fjórir komust í fyrsta bíl. Leigubílstjórinn var áhugasamur um hvort hann fengi að fara aðra ferð og vinna sér inn nokkrar evrur til viðbótar þannig hann spurði hvað við værum margir. Að þessu sinni klikkaði framburðurinn ekkert heldur getan að telja á frönsku sem ég taldi mig einnig vera með á hreinu. Ég svaraði hátt og snjallt: "quarante."Íslenskir fjölmiðlamenn fengu lögreglufylgd að hitta landsliðið á liðshótelinu í gær.vísir/tomLeigubílstjóranum brá í brún og spurði aftur og aftur svaraði ég: "quarante." Leigubílstjórinn var enn þá furðu lostinn og hélt að Annecy-borg, sem virðist vera með ömurlegasta leigubílakerfi í Evrópu, þyrfti að kalla út allt tiltækt lið til að koma okkur heim. Þegar ég hélt að framburðurinn minn væri að klikka sagði ég bara á ensku: "Fourteen." Þá róaðist minn maður töluvert. Þegar við renndum svo í hlað fattaði ég hvað málið var. Quarante er fjörutíu en ekki fjórtán. Quatorze er fjórtán. Þið vitið það allvega núna ef þið lendið í því að vera fjórtán að taka leigubíl í miðbæ Annecy. Ég held mig bara við enskuna hér eftir og geri eins og allir góðir túrisar gera þegar Frakkar skilja ekki, eða kjósa ekki að skilja, ensku: Endurtek mig og tala bara hærra!Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Að eiga fjölskyldu í Frakklandi og kunna varla staf í frönsku er hálf vandræðalegt. Sérstaklega í ljósi þess þegar börn frænku þinnar tala reiprennandi íslensku þrátt fyrir að vera Frakkar. Og Frakkar hata að tala önnur tungumál en frönsku, og hvað þá íslensku! Þrátt fyrir að kunna bara í raun ensku og vera slarkfær í dönsku (aðallega eftir tvo til þrjá) er ég mikill framburðarmaður og ber fram þau fáu frönsku orð sem ég kann af mikilli snilld. Eða svo hélt ég allavega. Ég kom til Annecy í gær eftir flug í gegnum Genf en til Frakklands kom ég síðast árið 1998 og gisti þá í mánuð hjá frænku minni. Ekki einu sinni þann mánuðinn tókst mér að pikka upp orð og orð af einhverju viti. En framburðurinn er alltaf sterkur.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánÁ Bastilludegi þeirra Frakka 14. júlí 1998 fór ég með frænkum mínum á þann merka veitingarstað McDonalds sem Íslendingar virðast bara ekki ætla að opna aftur. Af hverju er enginn búinn að nýta tækifærið fyrst Davíð Oddsson er í framboði til forseta og til í flest að opna McDonalds aftur heima og fá Davíð til að taka fyrsta bitann eins og hann gerði á sínum tíma? Það er önnur spurning. Á McDonalds þennan daginn ætlaði ég heldur betur að slá um mig og kaupa mér eina stóra Sprite til að taka með eftir matinn og rölta með um götur Parísar á sjóðheitum sumardegi. Ég hlóð í minn besta franska framburð, þrettán ára gamall, og bað hátt og snjallt um eina stóra "sprít". Það hélt ég að væri franski framburðurinn. Eftir mikið jappl, jaml og fuður fattaði greyið afgreiðslustelpan loksins hvað ég var að reyna að segja og spurði mig einfaldlega hvort mig langaði í spræt. Bara alveg eins og það er sagt heima á klakanum. Ég var þó fljótur að snúa þessu upp á hana og pantaði mér fanta.Björn Sigurðsson, Böddi the great, og Eiríkur Stefán horfa á leik Englands og Rússlands í miðbæ Annecy í gærkvöldi.vísir/tomEftir strembinn vinnudag í gær, sem hófst nánast á sömu sekúndu og seinni hópur fjölmiðlamanna kom til Annecy, fórum við allir saman á veitingastað niður í miðbæ borgarinnar þar sem við fengum okkur að borða, nokkra drykki og horfðum á England vera England á stórmóti. Þegar við tókum svo leigubíl heim fór ég í fyrsta bíl enda orðinn ansi lúinn eftir að hafa sofið aðeins tvo tíma í flugvélinni frá tíu morgninum áður. Við stóðum þarna allur hópurinn en aðeins fjórir komust í fyrsta bíl. Leigubílstjórinn var áhugasamur um hvort hann fengi að fara aðra ferð og vinna sér inn nokkrar evrur til viðbótar þannig hann spurði hvað við værum margir. Að þessu sinni klikkaði framburðurinn ekkert heldur getan að telja á frönsku sem ég taldi mig einnig vera með á hreinu. Ég svaraði hátt og snjallt: "quarante."Íslenskir fjölmiðlamenn fengu lögreglufylgd að hitta landsliðið á liðshótelinu í gær.vísir/tomLeigubílstjóranum brá í brún og spurði aftur og aftur svaraði ég: "quarante." Leigubílstjórinn var enn þá furðu lostinn og hélt að Annecy-borg, sem virðist vera með ömurlegasta leigubílakerfi í Evrópu, þyrfti að kalla út allt tiltækt lið til að koma okkur heim. Þegar ég hélt að framburðurinn minn væri að klikka sagði ég bara á ensku: "Fourteen." Þá róaðist minn maður töluvert. Þegar við renndum svo í hlað fattaði ég hvað málið var. Quarante er fjörutíu en ekki fjórtán. Quatorze er fjórtán. Þið vitið það allvega núna ef þið lendið í því að vera fjórtán að taka leigubíl í miðbæ Annecy. Ég held mig bara við enskuna hér eftir og geri eins og allir góðir túrisar gera þegar Frakkar skilja ekki, eða kjósa ekki að skilja, ensku: Endurtek mig og tala bara hærra!Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55
Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn