Emil: Er í plús í pókernum og þannig verður það Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2016 08:00 Emil Hallfreðsson nýtur lífsins í villunni með strákunum okkar. vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var sallarólegur að vanda þegar Vísir spjallaði við hann í gær á hóteli íslenska landsliðsins í fyrsta og eina skiptið sem íslenskir fjölmiðlamenn fengu að skoða sig um á hóteli strákanna okkar. Íslenska liðið hefur hótelið út af fyrir sig en um glæsilegt hótel upp í fjallshlíð í Annecy er að ræða. Þar hafa okkar menn allt til alls. Emil er mjög vanur því að gista á hótelum. „Maður er nokkuð vanur þessu. Síðustu þrjá mánuðina í Udine var ég bara á hóteli. Þetta er topp aðstoða og við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Emil.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Þetta er bara svona við strákarnir í okkar villu. Það er fínt að fá frábært hótel bara fyrir okkur. Hér enginn að trufla okkur þannig við getum einbeitt okkur að því að ná endurheimt og slaka á.“ Strákarnir okkar hafa mikinn frítíma og þurfa þeir að finna sér eitthvað að gera til að drepa tímann. Á milli þess sem þeir fara í ræktina og ná endurheimt spila þeir tölvuleiki, púl, mínígolf, synda og grípa í spil. „Á kvöldin erum við strákarnir aðeins að grípa í pókerinn. Það verður að hafa gaman að þessu líka,“ segir Emil, en hvernig gengur honum? „Ég er í plús og þannig verður það,“ segir hann og brosir. „Þetta eru samt engar upphæðir sem við erum að spila upp á. Þetta er nú bara til að slaka á og drepa tímann.“Sjá einnig:Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Þegar Vísir spjallaði við Emil í gær var hann að horfa á leik Sviss og Albaníu. Hafnfirðingurinn hefur mjög gaman að því að horfa á fótbolta og gerir mikið af því. „Ég fylgist vel með og horfi mikið á fótbolta. Ég horfi mikið á ítalska boltann heima á Ítalíu og nú vil ég fylgjast með EM. Þegar maður var yngri var maður bara að horfa á leikina sér til gamans en nú er líka að taka þátt sem er skemmtilegt,“ segir Emil Hallfreðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Emil Hallfreðsson var sallarólegur að vanda þegar Vísir spjallaði við hann í gær á hóteli íslenska landsliðsins í fyrsta og eina skiptið sem íslenskir fjölmiðlamenn fengu að skoða sig um á hóteli strákanna okkar. Íslenska liðið hefur hótelið út af fyrir sig en um glæsilegt hótel upp í fjallshlíð í Annecy er að ræða. Þar hafa okkar menn allt til alls. Emil er mjög vanur því að gista á hótelum. „Maður er nokkuð vanur þessu. Síðustu þrjá mánuðina í Udine var ég bara á hóteli. Þetta er topp aðstoða og við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Emil.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Þetta er bara svona við strákarnir í okkar villu. Það er fínt að fá frábært hótel bara fyrir okkur. Hér enginn að trufla okkur þannig við getum einbeitt okkur að því að ná endurheimt og slaka á.“ Strákarnir okkar hafa mikinn frítíma og þurfa þeir að finna sér eitthvað að gera til að drepa tímann. Á milli þess sem þeir fara í ræktina og ná endurheimt spila þeir tölvuleiki, púl, mínígolf, synda og grípa í spil. „Á kvöldin erum við strákarnir aðeins að grípa í pókerinn. Það verður að hafa gaman að þessu líka,“ segir Emil, en hvernig gengur honum? „Ég er í plús og þannig verður það,“ segir hann og brosir. „Þetta eru samt engar upphæðir sem við erum að spila upp á. Þetta er nú bara til að slaka á og drepa tímann.“Sjá einnig:Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Þegar Vísir spjallaði við Emil í gær var hann að horfa á leik Sviss og Albaníu. Hafnfirðingurinn hefur mjög gaman að því að horfa á fótbolta og gerir mikið af því. „Ég fylgist vel með og horfi mikið á fótbolta. Ég horfi mikið á ítalska boltann heima á Ítalíu og nú vil ég fylgjast með EM. Þegar maður var yngri var maður bara að horfa á leikina sér til gamans en nú er líka að taka þátt sem er skemmtilegt,“ segir Emil Hallfreðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22