Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 17:02 Aron Einar Gunnarsson í rólegheitum á hótelinu í dag. vísir/vilhelm „Þetta er voða fínt hótel og er útsýnið gott. Hér höfum við allt til alls og við erum búnir að koma okkur vel fyrir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í fótbolta, við Vísi á hittingi leikmanna og fjölmiðlamanna á liðshóteli strákanna okkar í dag. Fjölmiðlamenn sem fylgja liðinu eftir fengu að vera á hótelinu í klukkustund þar sem þeir skoðuðu sig um og tóku viðtöl við strákana. Á hótelinu er allt til alls fyrir strákana og fyrirliðinn hefur það gott.Sjá einnig:Ljósmyndari Visis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Menn geta spilað púl og fúsball. Svo er sundlaug og allt til sem maður getur óskað sér. Það verður leikið þétt þegar við förum af stað þannig það er gott að menn geti hvílt sig vel og náð góðri endurheimt sem við ættum að ná hér,“ sagði Aron Einar. Á annað hundrað öryggisvarða; bæði lögregla og sérsveitarmenn, koma að því að passa upp á strákana okkar. „Gæslan í kringum þetta er svakaleg. Þó að það sé hellidemba úti eru alltaf tveir verðir að rölta í kringum hótelið. Maður hefur aldrei verið í svona umhverfi áður. Það er gaman að vera hluti af þessu og manni líður eins og það sér eitthvað í gangi,“ sagði fyrirliðinn.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur En er þessi gæsla ekki bara áminning um að menn séu virklega hræddir við að eitthvað geti gerst? „Bæði og. Þetta er aðallega fyrirbyggjandi. Menn hafa bara varann á sem er auðvitað gott. Núna fyrst er maður hættur að taka eftir þessum sérsveitargaurum sem fylgja okkur út um allt. Þetta er samt spes. Við fórum í golf um daginn og þar mætti einn sérsveitarmaðurinn með sniper-riffill í golfbíl. Það er ekkert eðlilegt,“ sagði Aron Einar og hló. En gat hann púttað með rifflinum? „Það var eitthvað eitthvað minna um það,“ sagði fyrirliðinn brosandi að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
„Þetta er voða fínt hótel og er útsýnið gott. Hér höfum við allt til alls og við erum búnir að koma okkur vel fyrir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í fótbolta, við Vísi á hittingi leikmanna og fjölmiðlamanna á liðshóteli strákanna okkar í dag. Fjölmiðlamenn sem fylgja liðinu eftir fengu að vera á hótelinu í klukkustund þar sem þeir skoðuðu sig um og tóku viðtöl við strákana. Á hótelinu er allt til alls fyrir strákana og fyrirliðinn hefur það gott.Sjá einnig:Ljósmyndari Visis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Menn geta spilað púl og fúsball. Svo er sundlaug og allt til sem maður getur óskað sér. Það verður leikið þétt þegar við förum af stað þannig það er gott að menn geti hvílt sig vel og náð góðri endurheimt sem við ættum að ná hér,“ sagði Aron Einar. Á annað hundrað öryggisvarða; bæði lögregla og sérsveitarmenn, koma að því að passa upp á strákana okkar. „Gæslan í kringum þetta er svakaleg. Þó að það sé hellidemba úti eru alltaf tveir verðir að rölta í kringum hótelið. Maður hefur aldrei verið í svona umhverfi áður. Það er gaman að vera hluti af þessu og manni líður eins og það sér eitthvað í gangi,“ sagði fyrirliðinn.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur En er þessi gæsla ekki bara áminning um að menn séu virklega hræddir við að eitthvað geti gerst? „Bæði og. Þetta er aðallega fyrirbyggjandi. Menn hafa bara varann á sem er auðvitað gott. Núna fyrst er maður hættur að taka eftir þessum sérsveitargaurum sem fylgja okkur út um allt. Þetta er samt spes. Við fórum í golf um daginn og þar mætti einn sérsveitarmaðurinn með sniper-riffill í golfbíl. Það er ekkert eðlilegt,“ sagði Aron Einar og hló. En gat hann púttað með rifflinum? „Það var eitthvað eitthvað minna um það,“ sagði fyrirliðinn brosandi að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22