Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 15:00 Lars Lagerbäck er alltaf raunsær en bjartsýnn. vísir/vilhelm Fyrsti mótherji strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi er Portúgal. Ísland mætir Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard klukkan 19.00 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni. Lars ber mikla virðingu fyrir portúgalska liðinu og þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera flotta hluti með liðið. „Portúgal er virkilega gott lið. Ég hef aldrei séð portúgalska liðið jafngott og það er núna. Liðið er stútfullt af hæfileikum með mjög góða spilara,“ segir Lars í samtali við Vísi. Lars talar alltaf um að öll lið eigi möguleika í fótboltaleikjum en til þess að eiga möguleika á að vinna lið eins og Portúgal þarf nánast allt að ganga upp. „Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessum leik þurfum við að spila nánast fullkominn varnarleik. Ef við gerum það eigum við fínan möguleika,“ segir Lars. „Þeir eru ekki alveg jafngóðir ef við náum aðeins að sækja á þá. Ég segi alltaf að maður eigi möguleika. Hversu mikill möguleikinn er veit ég ekki en það er tækifæri fyrir okkur að ná úrslitum.“Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með Alfreð og Birki Bjarna.vísir/vilhelmÞurfum ekki að vera hræddir Það þarf ekkert að ræða lengi um hver er aðalstjarnan í portúgalska liðinu. Það er auðvitað Cristiano Ronaldo, þrefaldur sigurvegari í Meistaradeildinni og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann er í svakalegu formi og skoraði tvö mörk í vináttuleik rétt fyrir EM. „Við þurfum ekki að vera hræddir við Ronaldo en við þurfum að sýna honum virðingu. Hann er frábær leikmaður. Við verðum að gera eins og með Robben og loka á hann en samt passa upp á heildarvarnarleik liðsins. Portúgalarnir eru mjög góðir að sækja og hafa fleiri leikmenn en bara Ronaldo,“ segir Lars. Nokkrir sænskir blaðamenn fylgja íslenska liðinu eftir og hafa mikinn áhuga á sínum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Aðspurður út í þennan áhuga gerði Lars ekki mikið úr sjálfum sér frekar en vanalega. „Þeir hafa meiri áhuga á Íslandi og þessu afreki liðsins heldur en bara mér. Það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenska liðinu heldur en Svíarnir eins og áhuginn hefur sýnt að undanförnu. Við erum fámenn þjóð og þess vegna vekur það áhuga að við séum á EM,“ segir Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Fyrsti mótherji strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi er Portúgal. Ísland mætir Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard klukkan 19.00 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni. Lars ber mikla virðingu fyrir portúgalska liðinu og þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera flotta hluti með liðið. „Portúgal er virkilega gott lið. Ég hef aldrei séð portúgalska liðið jafngott og það er núna. Liðið er stútfullt af hæfileikum með mjög góða spilara,“ segir Lars í samtali við Vísi. Lars talar alltaf um að öll lið eigi möguleika í fótboltaleikjum en til þess að eiga möguleika á að vinna lið eins og Portúgal þarf nánast allt að ganga upp. „Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessum leik þurfum við að spila nánast fullkominn varnarleik. Ef við gerum það eigum við fínan möguleika,“ segir Lars. „Þeir eru ekki alveg jafngóðir ef við náum aðeins að sækja á þá. Ég segi alltaf að maður eigi möguleika. Hversu mikill möguleikinn er veit ég ekki en það er tækifæri fyrir okkur að ná úrslitum.“Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með Alfreð og Birki Bjarna.vísir/vilhelmÞurfum ekki að vera hræddir Það þarf ekkert að ræða lengi um hver er aðalstjarnan í portúgalska liðinu. Það er auðvitað Cristiano Ronaldo, þrefaldur sigurvegari í Meistaradeildinni og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann er í svakalegu formi og skoraði tvö mörk í vináttuleik rétt fyrir EM. „Við þurfum ekki að vera hræddir við Ronaldo en við þurfum að sýna honum virðingu. Hann er frábær leikmaður. Við verðum að gera eins og með Robben og loka á hann en samt passa upp á heildarvarnarleik liðsins. Portúgalarnir eru mjög góðir að sækja og hafa fleiri leikmenn en bara Ronaldo,“ segir Lars. Nokkrir sænskir blaðamenn fylgja íslenska liðinu eftir og hafa mikinn áhuga á sínum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Aðspurður út í þennan áhuga gerði Lars ekki mikið úr sjálfum sér frekar en vanalega. „Þeir hafa meiri áhuga á Íslandi og þessu afreki liðsins heldur en bara mér. Það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenska liðinu heldur en Svíarnir eins og áhuginn hefur sýnt að undanförnu. Við erum fámenn þjóð og þess vegna vekur það áhuga að við séum á EM,“ segir Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00