„Alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 10:31 Halla Tómasdóttir vísir/hanna „Það er alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi. Það er auðvitað gleðiefni,“ segir Halla Tómasdóttir sem bætir töluverðu fylgi við sig í könnun sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þar mælist Halla með 12 prósenta fylgi og fer í fyrsta skiptið upp fyrir Andra Snæ Magnason sem mælist með 11 prósenta fylgi. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. „Ég hef haldið áfram að hitta fólk og tala fyrir því sem ég hef trú á og þá er auðvitað bara jákvætt að finna að það er að komast í gegn og fleiri sem vita hver ég er og hafa fengið tækifæri til að heyra fyrir hvað ég vil standa og hvaða framtíðarsýn ég hef,“ segir Halla í samtali við Vísi um fylgisaukninguna. Hún er nú á leið til Frakklands til að fylgjast með landsliði karla keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu en hún vildi ekki ganga svo langt að sjá fylgisaukningu sína sem einhvern fyrirboða um árangur okkar manna á mótinu. „Allavega veit ég að landsliðin okkar, bæði kvenna og karla, hafa náð árangri því þau lögðu góðan grunn og settu sér framtíðarsýn og unnu ötullega á grunni góðra gilda. Ég held að það hafi verið leiðtogar eða þjálfarar sem komu inn á réttum tíma sem létu þennan árangur þeirra gerast með sígandi lukku. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að sú sýn sem ég hef fyrir Ísland er sú sama og þeir þjálfarar höfðu fyrir landsliðin. Ef maður byggir á góðum gildum kemur árangurinn með tíma en það útheimtir vinnu.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
„Það er alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi. Það er auðvitað gleðiefni,“ segir Halla Tómasdóttir sem bætir töluverðu fylgi við sig í könnun sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þar mælist Halla með 12 prósenta fylgi og fer í fyrsta skiptið upp fyrir Andra Snæ Magnason sem mælist með 11 prósenta fylgi. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. „Ég hef haldið áfram að hitta fólk og tala fyrir því sem ég hef trú á og þá er auðvitað bara jákvætt að finna að það er að komast í gegn og fleiri sem vita hver ég er og hafa fengið tækifæri til að heyra fyrir hvað ég vil standa og hvaða framtíðarsýn ég hef,“ segir Halla í samtali við Vísi um fylgisaukninguna. Hún er nú á leið til Frakklands til að fylgjast með landsliði karla keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu en hún vildi ekki ganga svo langt að sjá fylgisaukningu sína sem einhvern fyrirboða um árangur okkar manna á mótinu. „Allavega veit ég að landsliðin okkar, bæði kvenna og karla, hafa náð árangri því þau lögðu góðan grunn og settu sér framtíðarsýn og unnu ötullega á grunni góðra gilda. Ég held að það hafi verið leiðtogar eða þjálfarar sem komu inn á réttum tíma sem létu þennan árangur þeirra gerast með sígandi lukku. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að sú sýn sem ég hef fyrir Ísland er sú sama og þeir þjálfarar höfðu fyrir landsliðin. Ef maður byggir á góðum gildum kemur árangurinn með tíma en það útheimtir vinnu.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira