Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 14:30 Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. Þá vill hún að forseti sé gæslumaður lýðræðis í landinu og að hennar er lýðræðinu best komið með nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Hildur er sjötti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurð segist Hildur vera mjög hrifin af nýju stjórnarskránni sem stjórnlagaráð setti saman á sínum tíma. „Ég treysti stjórnlagaráði fullkomlega til að gera nýja stjórnarskrá og mér finnst þessi nýja stjórnarskrá mjög flott og þó hún sé ekki alveg 100 prósent fullkomin þá er það allt í lagi. Eftir 10 ár þá munum við endurskoða hana því það er hollt að endurskoða stjórnarskrá á tíu ára fresti eða þegar þörf gerist. Þá slípum við bara af henni þá vankanta ef einhverjir eru,“ segir Hildur. Hún segir nýju stjórnarskrána „100 þúsund sinnum betri“ en gömlu stjórnarskrána og það sé ekki slæmt að setja nýja stjórnarskrá og ætla að leyfa því að reddast. „Nei, þetta þarf ekkert að reddast. Nýja stjórnarskráin er 100 þúsund sinnum betri en gamla stjórnarskráin því gamla stjórnarskráin er konungsstjórnarskrá. Þar er konungurinn efstur, svo kemur þingið og svo kemur fólkið. Þetta er svona lóðréttur valdastrúktúr en nýja stjórnarskráin er láréttur valdastrúktúr þannig að fólkið er fremst í mannréttindakaflanum, þá kemur Alþingi og svo kemur framkvæmdavaldið.“ Hildur segir mikilvægt að greina á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds til að geta komið á friði á Alþingi. Þá vill hún sjá meiri samvinnu á þingi. En hvernig gæti hún sem forseti beitt sér fyrir því að nýja stjórnarskráin yrði tekin í gagnið ef í landinu væri ríkisstjórn sem ekki vildi nýju stjórnarskrána? „Ég sem forseti gæti það ekki. Ég vona bara að þjóðin beri gæfu til þess að kjósa fólk sem vill nýja stjórnarskrá. Ég óska þess svo heitt og innilega af því að mér finnst nýja stjórnarskráin vera næsta skref.“ Viðtalið við Hildi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. Þá vill hún að forseti sé gæslumaður lýðræðis í landinu og að hennar er lýðræðinu best komið með nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Hildur er sjötti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurð segist Hildur vera mjög hrifin af nýju stjórnarskránni sem stjórnlagaráð setti saman á sínum tíma. „Ég treysti stjórnlagaráði fullkomlega til að gera nýja stjórnarskrá og mér finnst þessi nýja stjórnarskrá mjög flott og þó hún sé ekki alveg 100 prósent fullkomin þá er það allt í lagi. Eftir 10 ár þá munum við endurskoða hana því það er hollt að endurskoða stjórnarskrá á tíu ára fresti eða þegar þörf gerist. Þá slípum við bara af henni þá vankanta ef einhverjir eru,“ segir Hildur. Hún segir nýju stjórnarskrána „100 þúsund sinnum betri“ en gömlu stjórnarskrána og það sé ekki slæmt að setja nýja stjórnarskrá og ætla að leyfa því að reddast. „Nei, þetta þarf ekkert að reddast. Nýja stjórnarskráin er 100 þúsund sinnum betri en gamla stjórnarskráin því gamla stjórnarskráin er konungsstjórnarskrá. Þar er konungurinn efstur, svo kemur þingið og svo kemur fólkið. Þetta er svona lóðréttur valdastrúktúr en nýja stjórnarskráin er láréttur valdastrúktúr þannig að fólkið er fremst í mannréttindakaflanum, þá kemur Alþingi og svo kemur framkvæmdavaldið.“ Hildur segir mikilvægt að greina á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds til að geta komið á friði á Alþingi. Þá vill hún sjá meiri samvinnu á þingi. En hvernig gæti hún sem forseti beitt sér fyrir því að nýja stjórnarskráin yrði tekin í gagnið ef í landinu væri ríkisstjórn sem ekki vildi nýju stjórnarskrána? „Ég sem forseti gæti það ekki. Ég vona bara að þjóðin beri gæfu til þess að kjósa fólk sem vill nýja stjórnarskrá. Ég óska þess svo heitt og innilega af því að mér finnst nýja stjórnarskráin vera næsta skref.“ Viðtalið við Hildi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00
Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47
Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30