Jón Daði: Fannst þetta eðlilegast í heimi Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 22:29 Jón Daði í baráttu í leiknum í kvöld. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, var uppgefinn í samtali við fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu Íslands í 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi. „Þetta er bara frábært og miðað við andstæðinginn er þetta frábært. Við tökum 1-1 með glöðu geði," sagði Jón Daði í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Það var einfaldlega að vera aðeins agaðari og ekki hleypa þeim í þessar skyndisóknir sem við fengum á okkur oft á tíðum auðveldlega í fyrri hálfleik." „Þeir eru stórhættulegir í þeim og mér fannst við ná ágætis tökum á því. Portúgalar eru með svakalega sterkt lið og þeir voru skeinuhættir, en við náðum að halda þeim vel í skefjum." Jón Daði hljóp tæplega tólf kílómetra í fremstu víglínu Íslands, en hann var gífurlega duglegur í leiknum. „Ég er alveg búinn á því. Maður varð að hlaupa mikið og maður varð að hjálpa til því vörnin hefst á okkur Kolbeini. Það var ákveðið að gefa allt í þetta." Einhver umræða var um hvort Alfreð Finnbogason ætti að byrja frammi með Kolbeini en að endingu var það Jón Daði. Hann segist ánægður með að hafa fengið traustið. „Auðvitað er maður ánægður með það. Maður er í þessu til að byrja. Þetta er það gaman," en hann segist hafa verið með gott sjálfstraust þrátt fyrir að hafa verið að spila við leikmenn á borð við Pepe og Ricardo Carvalho. „Mér fannst þetta eðlilegast í heimi. Þetat eru auðvitað frægir kallar og allt það, en þetta eru bara leikmenn með hátt sjálfstraust og hafa náð langt á ferlinum." „Þeir eru ekkert meira en það. Þú mætir því eins og eðlilegasti maður. Þetta gefur okkur mikið og að byrja á góðum úrslitum í fysrta leik. Það gefur okkur gott sjálfstraust inn í leikinn gegn Ungverjum," sagði Jón Daði að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, var uppgefinn í samtali við fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu Íslands í 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi. „Þetta er bara frábært og miðað við andstæðinginn er þetta frábært. Við tökum 1-1 með glöðu geði," sagði Jón Daði í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Það var einfaldlega að vera aðeins agaðari og ekki hleypa þeim í þessar skyndisóknir sem við fengum á okkur oft á tíðum auðveldlega í fyrri hálfleik." „Þeir eru stórhættulegir í þeim og mér fannst við ná ágætis tökum á því. Portúgalar eru með svakalega sterkt lið og þeir voru skeinuhættir, en við náðum að halda þeim vel í skefjum." Jón Daði hljóp tæplega tólf kílómetra í fremstu víglínu Íslands, en hann var gífurlega duglegur í leiknum. „Ég er alveg búinn á því. Maður varð að hlaupa mikið og maður varð að hjálpa til því vörnin hefst á okkur Kolbeini. Það var ákveðið að gefa allt í þetta." Einhver umræða var um hvort Alfreð Finnbogason ætti að byrja frammi með Kolbeini en að endingu var það Jón Daði. Hann segist ánægður með að hafa fengið traustið. „Auðvitað er maður ánægður með það. Maður er í þessu til að byrja. Þetta er það gaman," en hann segist hafa verið með gott sjálfstraust þrátt fyrir að hafa verið að spila við leikmenn á borð við Pepe og Ricardo Carvalho. „Mér fannst þetta eðlilegast í heimi. Þetat eru auðvitað frægir kallar og allt það, en þetta eru bara leikmenn með hátt sjálfstraust og hafa náð langt á ferlinum." „Þeir eru ekkert meira en það. Þú mætir því eins og eðlilegasti maður. Þetta gefur okkur mikið og að byrja á góðum úrslitum í fysrta leik. Það gefur okkur gott sjálfstraust inn í leikinn gegn Ungverjum," sagði Jón Daði að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30