Viðbrögð Cristiano Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgals í gær hafa vakið sterk viðbrögð um allan heims, eins og ítrekað hefur verið fjallað um.
Ronaldo tók ekki í hendur leikmanna íslenska liðsins eftir leik og lét svo hafa eftir sér að fögnuður íslensku leikmannanna lýstu lélegu hugarfari og að Ísland myndi ekkert gera á mótinu.
Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland
„Það kemur okkur í raun okkur ekki við. Það var enginn af okkur að koma hingað til að fá að heilsa Ronaldo. Okkur er alveg sama þó svo að hann hafi ekki viljað taka í höndina á neinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í dag rétt áður en Ísland hóf æfingu í Annecy.
„Hvað hann segir eftir leik verður hann bara að svara fyrir en maður skilur hann svo sem alveg. Það er miklu meiri pressa á besta leikmanni heims að standa sig og gera eitthvað. Það var búið að gera mikið úr því fyrir leik að hann gæti slegið met í þessum leik en sem betur fer gerði hann það ekki.“
Sjá einnig: Portúgalskur sjónvarpsmaður: Framar öllu að við sýnum andstæðingum virðingu
„Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær. Ég skil hann því vel að hann hafi ekki verið glaður í gær.“
Knattspyrnusamband Evrópu er umhugað um gildi líkt og virðingu en Heimir vill ekki segja hvort að þetta hafi verið taktlaust í því samhengi.
„Eins og ég segi, ég var bara ekkert að spá í því. Ég ætla heldur ekkert að vera að spá í því. Hann má haga sér eins og hann vill. Það er bara hans mál.“
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo
Tengdar fréttir

Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti
Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim.

EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði
Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu.