„Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2016 14:15 Elmar, Heimir og Lars töluðu fallega um Eið Smára fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. Hér er Eiður með Emil Hallfreðssyni á æfingunni. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær en hann fékk engu að síður mikið lof frá Theodóri Elmari Bjarnasyni þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Það var pínu stress í upphafi leiksins en menn hristu það fljótt af sér,“ sagði Elmar en Ísland og Portúgal gerðu sem kunnugt er 1-1 jafntefli í leiknum sem var í F-riðli keppninnar. „Ég tel að hugsanlega hafi Eiður Smári verið MVP [mikilvægasti maður] leiksins. Við vorum á æfingu um daginn og hann fann að menn voru pínu strekktir. Hann safnaði því öllum saman og sagði nokkur vel valin orð sem mér fannst létta á öllum í hópnum,“ sagði Elmar enn fremur. „Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hann sagði en það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa mann með reynslu og mann sem aðrir líta upp til.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku í svipaðan streng um mikilvægi Eiðs Smára í hópnum. „Hann er hér fyrst og fremst af því að hann er góður fótboltamaður. En reynsla hans færir okkur mikið auk þess sem að hann er virkilega góður í hópnum. Hann velur orð sín afar vel og þó svo að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði þá er ég mjög ánægður með að fá svona framlag,“ sagði Svíinn. Heimir ítrekar það sem áður hefur komið fram, hversu mikilvægt er að hafa reynslubolta eins og Eið Smára í hópnum. „Það er stundum þannig með Eið Smára að það er ekki bara hvað hann segir heldur líka hvernig hann segir það. Ég trúi öllu sem kemur frá honum,“ sagði Heimir og brosti. Elmar sagði ljóst að menn hefðu mikla trú á sjálfum sér, ekki síst eftir úrslit gærkvöldsins. „Ef við gefum okkur 100 prósent í verkefnið þá getum við fengið stig gegn hverjum sem er og komið á óvart. Við höfum mikla trú á okkar hæfileikum og við vitum að við getum gert hvað sem er.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom ekkert við sögu í leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær en hann fékk engu að síður mikið lof frá Theodóri Elmari Bjarnasyni þegar hann ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. „Það var pínu stress í upphafi leiksins en menn hristu það fljótt af sér,“ sagði Elmar en Ísland og Portúgal gerðu sem kunnugt er 1-1 jafntefli í leiknum sem var í F-riðli keppninnar. „Ég tel að hugsanlega hafi Eiður Smári verið MVP [mikilvægasti maður] leiksins. Við vorum á æfingu um daginn og hann fann að menn voru pínu strekktir. Hann safnaði því öllum saman og sagði nokkur vel valin orð sem mér fannst létta á öllum í hópnum,“ sagði Elmar enn fremur. „Ég ætla ekki að hafa eftir það sem hann sagði en það sýnir hversu mikilvægt það er að hafa mann með reynslu og mann sem aðrir líta upp til.“ Sjá einnig: Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku í svipaðan streng um mikilvægi Eiðs Smára í hópnum. „Hann er hér fyrst og fremst af því að hann er góður fótboltamaður. En reynsla hans færir okkur mikið auk þess sem að hann er virkilega góður í hópnum. Hann velur orð sín afar vel og þó svo að ég hafi ekki heyrt allt sem hann sagði þá er ég mjög ánægður með að fá svona framlag,“ sagði Svíinn. Heimir ítrekar það sem áður hefur komið fram, hversu mikilvægt er að hafa reynslubolta eins og Eið Smára í hópnum. „Það er stundum þannig með Eið Smára að það er ekki bara hvað hann segir heldur líka hvernig hann segir það. Ég trúi öllu sem kemur frá honum,“ sagði Heimir og brosti. Elmar sagði ljóst að menn hefðu mikla trú á sjálfum sér, ekki síst eftir úrslit gærkvöldsins. „Ef við gefum okkur 100 prósent í verkefnið þá getum við fengið stig gegn hverjum sem er og komið á óvart. Við höfum mikla trú á okkar hæfileikum og við vitum að við getum gert hvað sem er.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30 Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45
Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30
Bara einn sen meðal allra sonanna Eiður Smári Guðjohnsen sker sig úr meðal 23 leikmanna íslenska landsliðsins í fótbolta sem spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir aðeins fimm daga. 9. júní 2016 08:30
Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM. 9. júní 2016 15:00