Hinn 22 ára gamli Diego Jóhannesson tókst ekki að vinna sér sæti í íslenska EM-hópnum en hefur verið í stóru hlutverki hjá liði Real Oviedo í spænsku b-deildinni.
Fernando Hierro var í dag kynntur sem nýr þjálfari Real Oviedo en Hierro átti sjálfur frábæran feril með meðal annars Real Madrid og spænska landsliðinu.
Hierro kláraði feril sinn hjá enska félaginu Bolton Wanderers tímabilið 2004-2005. Fernando Hierro er 48 ára gamall í dag og þetta verður fyrsta starf hans sem aðalþjálfari.
Hierro var í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid en færi nú fyrsta alvöru tækifærið hjá Real Oviedo.
Fernando Hierro lék 439 leiki með Real Madrid frá 1989 til 2003 og vann sextán titla með félaginu. Hann lék einnig 89 landsleiki með Spáni á þessum árum.
Fernando Hierro vann meðal annars Meistaradeildina þrisvar sinnum með Real Marid og spænsku deildina fimm sinnum.
Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um Fernando Hierro á Twitter-síðu Real Oviedo.
Fernando Hierro, con Joaquín del Olmo y @jmenendezvallin #PresentaciónHierro ¡Bienvenido, Fernando! pic.twitter.com/A5647dRqk9
— Real Oviedo (@RealOviedo) June 15, 2016
GALERÍA de la presentación de Fernando Hierro, aquí https://t.co/rn76bRDPq0 #PresentaciónHierro pic.twitter.com/LNkFg3mFlX
— Real Oviedo (@RealOviedo) June 15, 2016
VIDEO Rueda de prensa de #PresentaciónHierro aquí https://t.co/eLzFi4Eecf
— Real Oviedo (@RealOviedo) June 15, 2016