KR-ingar töpuðu enn einum leiknum í Pepsi-deildinni í gær er liðið fór í heimsókn til Fjölnis í Grafarvoginn.
Michael Præst kom KR yfir í leiknum en það dugði ekki til því Fjölnir svaraði með þremur mörkum.
Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - KR 3-1 | Fjölnismenn á toppinn
Martin Lund Pedersen jafnaði leikinn fyrir hlé og Fjölnir komst svo yfir með sjálfsmarki KR snemma í síðari hálfleik.
Það var síðan Marcus Solberg Mathiasen sem innsiglaði sigur Fjölnismanna 18 mínútum fyrir leikslok.
Þessi sigur fleytti Fjölnismönnum á topp Pepsi-deildarinnar en KR er í áttunda sæti.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Sjáðu mörkin úr leik Fjölnis og KR
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



