Það stefndi allt í steindautt jafntefli er Eder tók sænsku vörnina á og nelgdi boltanum síðan í netið.
Fram að þessu marki hafði lítið sem ekkert verið að gerast í leiknum.
Ítalía er með fullt hús í E-riðli eftir sigur á Belgum og Svíum.
Svíar aftur á móti með aðeins eitt stig eftir tvo leiki og þeir munu þurfa sigur gegn Belgum í lokaumferðinni til þess að eygja von um að komast áfram í 16-liða úrslitin.
Éder skorar glæsilegt mark á 88. mínútu og tryggir Ítalíu sigur gegn Svíþjóð! #ITA #SWE #EMÍsland https://t.co/lmvQ5hQ74s
— Síminn (@siminn) June 17, 2016