„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 13:30 Væntingarnar voru ekki miklar. vísir/getty Ísland og Ungverjaland mætast í dag í öðrum leik liðanna í F-riðli EM 2016 í fótbolta en leikurinn fer fram á hinum magnaða Stade Vélodrome í Marseille. Ungverjaland er með þrjú stig eftir frækinn en óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið fræga gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ungverjaland er gamalt stórveldi í Evrópuboltanum en hefur ekki tekið þátt á stórmóti í 30 þar fyrr en núna. Liðið hefði ekki komist á hefðbundið 16 liða Evrópumót fyrir fjölgun liða og voru væntingarnar ekki miklar fyrir mótið. „Við vonuðumst bara til að liðið yrði þjóðinni ekki til skammar. Okkur dreymdi ekki um að ná úrslitum eins og gegn Austurríki og liðið myndi spila svona vel," segir Dániel Hegyi, ungverskur íþróttablaðamaður í samtali við Vísi. „Sigurinn gegn Ungverjalandi kom þjóðinni gríðarlega mikið á óvart. Ekki einum einasta Ungverja dreymdi um þessi úrslit. Fólk var í raun bara hrætt við að hugsa um sigur enda er svo langt síðan við vorum síðast á stórmóti." Íslensku strákarnir töluðu mikið um það á blaðamannafundinum í gær að Ungverjar væru orðnir mun betri en þeir voru þegar þeir lögðu Noreg í umspili um sæti á EM. Þeir leikir kveiktu ekki í mörgum fótboltaáhugamönnum. "Liðið er orðið miklu betra en það var í umspilsleikjunum gegn Noregi. Það er ekki orðið betra í fóbolta en hugarfar liðsins er miklu betra. Við vorum alltaf búnir að tapa öllu fyrirfram en nú er hugarfarið betra og lukkan aðeins snúist með liðinu," segir Hegyi. "Ég sé ekki fram á að liðinu verði breytt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi fyrir utan bakvarðarskiptin vegna meiðslanna. Taktíkin verður líka svipuð þannig ekki verður þetta fallegur leikur." Hegyi segir að bjartsýnin sé mun meiri hjá ungversku þjóðinni fyrir leikinn gegn Íslandi eftir sigurinn á Austurríki. Hann er þó ekki á því að Ungverjaland sé betra en Ísland. "Ungverska liðið er ekki betra en það íslenska en ég held að við getum unnið leikinn ef okkar menn spila vel. Við erum bjartsýnari eftir sigurinn á Austurríki. Það verður samt erfitt fyrir ungverska liðið að ná upp sama hugarfari aftur,“ segir Daniel Hegyi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Ísland og Ungverjaland mætast í dag í öðrum leik liðanna í F-riðli EM 2016 í fótbolta en leikurinn fer fram á hinum magnaða Stade Vélodrome í Marseille. Ungverjaland er með þrjú stig eftir frækinn en óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Ísland er með eitt stig eftir jafnteflið fræga gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ungverjaland er gamalt stórveldi í Evrópuboltanum en hefur ekki tekið þátt á stórmóti í 30 þar fyrr en núna. Liðið hefði ekki komist á hefðbundið 16 liða Evrópumót fyrir fjölgun liða og voru væntingarnar ekki miklar fyrir mótið. „Við vonuðumst bara til að liðið yrði þjóðinni ekki til skammar. Okkur dreymdi ekki um að ná úrslitum eins og gegn Austurríki og liðið myndi spila svona vel," segir Dániel Hegyi, ungverskur íþróttablaðamaður í samtali við Vísi. „Sigurinn gegn Ungverjalandi kom þjóðinni gríðarlega mikið á óvart. Ekki einum einasta Ungverja dreymdi um þessi úrslit. Fólk var í raun bara hrætt við að hugsa um sigur enda er svo langt síðan við vorum síðast á stórmóti." Íslensku strákarnir töluðu mikið um það á blaðamannafundinum í gær að Ungverjar væru orðnir mun betri en þeir voru þegar þeir lögðu Noreg í umspili um sæti á EM. Þeir leikir kveiktu ekki í mörgum fótboltaáhugamönnum. "Liðið er orðið miklu betra en það var í umspilsleikjunum gegn Noregi. Það er ekki orðið betra í fóbolta en hugarfar liðsins er miklu betra. Við vorum alltaf búnir að tapa öllu fyrirfram en nú er hugarfarið betra og lukkan aðeins snúist með liðinu," segir Hegyi. "Ég sé ekki fram á að liðinu verði breytt fyrir leikinn gegn Ungverjalandi fyrir utan bakvarðarskiptin vegna meiðslanna. Taktíkin verður líka svipuð þannig ekki verður þetta fallegur leikur." Hegyi segir að bjartsýnin sé mun meiri hjá ungversku þjóðinni fyrir leikinn gegn Íslandi eftir sigurinn á Austurríki. Hann er þó ekki á því að Ungverjaland sé betra en Ísland. "Ungverska liðið er ekki betra en það íslenska en ég held að við getum unnið leikinn ef okkar menn spila vel. Við erum bjartsýnari eftir sigurinn á Austurríki. Það verður samt erfitt fyrir ungverska liðið að ná upp sama hugarfari aftur,“ segir Daniel Hegyi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30
Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30