„Hann á afmæli í dag,“ munu strákarnir okkar vafalítið syngja fyrir liðsfélaga sinn Rúnar Már S. Sigurjónsson í dag en miðjumaðurinn leikni frá Sauðárkróki fagnar 26 ára afmæli sínu í dag.
Rúnar Már Sigurlaugarson Sigurjjónsson hefur spilað ellefu landsleiki fyrir Ísland og skorað eitt mark. Það var í fyrsta leiknum, æfingaleik gegn Andorra sem vannst 2-0.
Venja hefur skapast í landsliðinu að sungið er fyrir afmælisbörnin og mun Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væntanlega halda þeirri hefð áfram í dag.
