Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 19:42 Kári Árnason átti flottan leik en það dugði því miður ekki til sigurs. vísir/vilhelm „Á skalanum 1-10 er þetta tíu. Þetta var grátlegt," sagði sársvekktur Kári Árnason, miðvörður íslenska liðsins, við Vísi eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjalandi á EM í fótbolta í kvöld. Ísland komst yfir með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 40. mínútu en Ungverjar jöfnuðu með sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar tveimur mínútum fyrir leiks. „Mér fannst við stýra þessum leik þó við hefðum ekki spilað okkar besta leik. Við vorum traustir í vörninni og þeir skapa engin dauðafæri eins og Portúgal gerði. Þetta er bara grátlegt,“ sagði Kári. „Við erum enn þá ósigraðir og erum vissulega stoltir af því en við áttum að vinna þennan leik. Kannski áttuðum við okkur ekki alveg á því hversu stórt þetta var í dag. Við gátum tekið fyrsta sætið í þessum riðli, en svona er þetta. Við förum bara upp á hestinn aftur og undirbúum okkur fyrir Austurríki. Þann leik þurfum við að vinna.“ Kári er alls ekki á því að íslenska liðið sé úr leik þrátt fyrir að erfitt verkefni er eftir gegn Austurríki þar sem strákarnir þurfa helst sigur. Þrjú stig í Saint-Denis eftir fjóra daga tryggja okkar mönnum sæti í 16 liða úrslitunum. „Við gátum stolið sigrinum á móti Portúgal á lokamínútunum og við hefðum getað stolið sigrinum aftur hérna á lokasekúndunum. Við erum ekki grafnir enn þá. Við erum vel inn í þessu móti. Planið hefur alltaf verið að komast upp úr riðlinum og það breytist ekkert,“ sagði Kári, en hvað gerðist í jöfnunarmarkinu? „Það er eins og við höngum ekki alveg með þeim. Þeir fara í veggspil við teiginn og við erum ágætlega staðsettir. Hefði maðurinn gefið á einhvern annan hefðum við neglt þessum bolta upp í stúku en hann nær að troða boltanum á milli mín og Hannesar. Birkir Már er meira að segja mjög vel staðsettur en boltinn skoppar bara illa fyrir hann.“ Miðvörðurinn öflugi sem átti góðan leik er stoltur af frammistöðu liðsins en það er samt enn ýmislegt sem okkar menn geta lagað og þurfa að gera það fyrir síðasta leikinn. „Við getum allir verið stoltir af varnarleiknum en við þurfum að bæta ýmislegt í sóknarleik og uppspili. En við verjumst eins og lið og sækjum eins og lið. Þetta snýst ekkert um varnarmenn eða sóknarmenn heldur er það allt liðið sem þarf að spila boltanum betur þannig við getum skapað okkur tækifæri með einhverju öðru en löngum sendingum,“ sagði Kári Árnason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands hafi verið eins og eftir tapleik. 18. júní 2016 19:34 Ungverjar hentu logandi blysum í átt að íslensku strákunum | Myndir Ungversku stuðningsmennirnir voru til vandræða á leik Íslands og Ungverjalands á EM í fótbolta í Frakklandi í dag en það gekk mikið á á pöllunum á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. 18. júní 2016 18:39 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Captain Jean-Luc Picard styður íslenska liðið Það gladdi leikarann Sir Patrick Stewart að sjá Ungverjaland fagna jafntefli gegn Íslandi. 18. júní 2016 19:33 Birkir: Veit ekki hvort allir hafi verið 100 prósent einbeittir Birkir Bjarnason var frábær gegn Ungverjalandi í kvöld en hann var sársvekktur með að fá bara eitt stig. 18. júní 2016 19:26 Gylfi hljóp meira en ellefu kílómetra annan leikinn í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara mark íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Ungverjum í EM í dag heldur var hann einnig sá leikmaður liðsins sem hljóp mest í leiknum. 18. júní 2016 22:00 Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
„Á skalanum 1-10 er þetta tíu. Þetta var grátlegt," sagði sársvekktur Kári Árnason, miðvörður íslenska liðsins, við Vísi eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjalandi á EM í fótbolta í kvöld. Ísland komst yfir með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 40. mínútu en Ungverjar jöfnuðu með sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar tveimur mínútum fyrir leiks. „Mér fannst við stýra þessum leik þó við hefðum ekki spilað okkar besta leik. Við vorum traustir í vörninni og þeir skapa engin dauðafæri eins og Portúgal gerði. Þetta er bara grátlegt,“ sagði Kári. „Við erum enn þá ósigraðir og erum vissulega stoltir af því en við áttum að vinna þennan leik. Kannski áttuðum við okkur ekki alveg á því hversu stórt þetta var í dag. Við gátum tekið fyrsta sætið í þessum riðli, en svona er þetta. Við förum bara upp á hestinn aftur og undirbúum okkur fyrir Austurríki. Þann leik þurfum við að vinna.“ Kári er alls ekki á því að íslenska liðið sé úr leik þrátt fyrir að erfitt verkefni er eftir gegn Austurríki þar sem strákarnir þurfa helst sigur. Þrjú stig í Saint-Denis eftir fjóra daga tryggja okkar mönnum sæti í 16 liða úrslitunum. „Við gátum stolið sigrinum á móti Portúgal á lokamínútunum og við hefðum getað stolið sigrinum aftur hérna á lokasekúndunum. Við erum ekki grafnir enn þá. Við erum vel inn í þessu móti. Planið hefur alltaf verið að komast upp úr riðlinum og það breytist ekkert,“ sagði Kári, en hvað gerðist í jöfnunarmarkinu? „Það er eins og við höngum ekki alveg með þeim. Þeir fara í veggspil við teiginn og við erum ágætlega staðsettir. Hefði maðurinn gefið á einhvern annan hefðum við neglt þessum bolta upp í stúku en hann nær að troða boltanum á milli mín og Hannesar. Birkir Már er meira að segja mjög vel staðsettur en boltinn skoppar bara illa fyrir hann.“ Miðvörðurinn öflugi sem átti góðan leik er stoltur af frammistöðu liðsins en það er samt enn ýmislegt sem okkar menn geta lagað og þurfa að gera það fyrir síðasta leikinn. „Við getum allir verið stoltir af varnarleiknum en við þurfum að bæta ýmislegt í sóknarleik og uppspili. En við verjumst eins og lið og sækjum eins og lið. Þetta snýst ekkert um varnarmenn eða sóknarmenn heldur er það allt liðið sem þarf að spila boltanum betur þannig við getum skapað okkur tækifæri með einhverju öðru en löngum sendingum,“ sagði Kári Árnason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands hafi verið eins og eftir tapleik. 18. júní 2016 19:34 Ungverjar hentu logandi blysum í átt að íslensku strákunum | Myndir Ungversku stuðningsmennirnir voru til vandræða á leik Íslands og Ungverjalands á EM í fótbolta í Frakklandi í dag en það gekk mikið á á pöllunum á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. 18. júní 2016 18:39 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Captain Jean-Luc Picard styður íslenska liðið Það gladdi leikarann Sir Patrick Stewart að sjá Ungverjaland fagna jafntefli gegn Íslandi. 18. júní 2016 19:33 Birkir: Veit ekki hvort allir hafi verið 100 prósent einbeittir Birkir Bjarnason var frábær gegn Ungverjalandi í kvöld en hann var sársvekktur með að fá bara eitt stig. 18. júní 2016 19:26 Gylfi hljóp meira en ellefu kílómetra annan leikinn í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara mark íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Ungverjum í EM í dag heldur var hann einnig sá leikmaður liðsins sem hljóp mest í leiknum. 18. júní 2016 22:00 Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18
Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands hafi verið eins og eftir tapleik. 18. júní 2016 19:34
Ungverjar hentu logandi blysum í átt að íslensku strákunum | Myndir Ungversku stuðningsmennirnir voru til vandræða á leik Íslands og Ungverjalands á EM í fótbolta í Frakklandi í dag en það gekk mikið á á pöllunum á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. 18. júní 2016 18:39
Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35
Captain Jean-Luc Picard styður íslenska liðið Það gladdi leikarann Sir Patrick Stewart að sjá Ungverjaland fagna jafntefli gegn Íslandi. 18. júní 2016 19:33
Birkir: Veit ekki hvort allir hafi verið 100 prósent einbeittir Birkir Bjarnason var frábær gegn Ungverjalandi í kvöld en hann var sársvekktur með að fá bara eitt stig. 18. júní 2016 19:26
Gylfi hljóp meira en ellefu kílómetra annan leikinn í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki bara mark íslenska liðsins í jafnteflinu á móti Ungverjum í EM í dag heldur var hann einnig sá leikmaður liðsins sem hljóp mest í leiknum. 18. júní 2016 22:00
Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15
Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07