Frosti gefur ekki kost á sér til endurkjörs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2016 18:40 Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, sækist ekki eftir endurkjöri þegar þingkosningar fara fram í haust. Þetta kom fram í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það kom mér mest á óvart hvað þetta er margbrotið og krefjandi starf og margt skemmtilegt fólk hérna. Það er gott samstarf í nefndunum um rosalega stór og flókin viðfangsefni,“ sagði Frosti. Hann segir að fólk fái yfirleitt aðeins að sjá það sem fram fer í þingsalnum og það gefi skakka mynd af þinginu. „Í nefndunum er fólk yfirleitt sammála þvert á flokka. Fólk sem fylgist aðeins með útsendingum úr þingsal sér bara rifrildið og hver var ósammála hverjum um það.“ Aðspurður um hvort hann sæktist eftir endurkjöri sagði hann að hver maður þyrfti að gera upp við sig hvort hann vildi vera á þinginu að eilífu. „Það var niðurstaða mín að gefa ekki kost á mér á ný. Ég er mjög þakklátur og ánægður með öll þau kynni sem ég hef haft af öllum þingmönnum og ég kveð Alþingi með ekkert nema gleði í hjarta.“ Frosti vildi ekki gefa upp hvað tæki við eftir að setu hans á þingi lýkur. „Það er svolítið þar til störfum þingsins lýkur. Við munum halda áfram út í haustið og svo eru boðaðar kosningar í haust. Það er svo margt sem kemur til greina sem hægt er að gera.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, sækist ekki eftir endurkjöri þegar þingkosningar fara fram í haust. Þetta kom fram í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það kom mér mest á óvart hvað þetta er margbrotið og krefjandi starf og margt skemmtilegt fólk hérna. Það er gott samstarf í nefndunum um rosalega stór og flókin viðfangsefni,“ sagði Frosti. Hann segir að fólk fái yfirleitt aðeins að sjá það sem fram fer í þingsalnum og það gefi skakka mynd af þinginu. „Í nefndunum er fólk yfirleitt sammála þvert á flokka. Fólk sem fylgist aðeins með útsendingum úr þingsal sér bara rifrildið og hver var ósammála hverjum um það.“ Aðspurður um hvort hann sæktist eftir endurkjöri sagði hann að hver maður þyrfti að gera upp við sig hvort hann vildi vera á þinginu að eilífu. „Það var niðurstaða mín að gefa ekki kost á mér á ný. Ég er mjög þakklátur og ánægður með öll þau kynni sem ég hef haft af öllum þingmönnum og ég kveð Alþingi með ekkert nema gleði í hjarta.“ Frosti vildi ekki gefa upp hvað tæki við eftir að setu hans á þingi lýkur. „Það er svolítið þar til störfum þingsins lýkur. Við munum halda áfram út í haustið og svo eru boðaðar kosningar í haust. Það er svo margt sem kemur til greina sem hægt er að gera.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira