Þegar ég fór að gráta Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Ég náði í fjögurra ára son minn í leikskólann um daginn. Sú iðja er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar ég kom inn á deildina hans sat hann með tveimur vinkonum sínum við borð og lék sér í mesta bróðerni við þessar æðislegu stúlkur. Ég virti fyrir mér þennan leik í nokkra stund úr fjarska; þessa fallegu stund þar sem þau, á jafnréttisgrundvelli, léku sér saman. Og þá fór ég að gráta. Þegar ég horfði á þessi þrjú börn í sínum heimi þar sem ekkert gat skilið á milli þeirra og hugsaði til þess að sonur minn myndi líklega fá hærri laun en stúlkurnar þegar þau yxu úr grasi, aðeins vegna kynferðis hans, féllust mér hendur. Hvað þá að sonur minn myndi að öllum líkindum eiga meiri möguleika á uppgangi innan stórfyrirtækis eða fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Við nefnilega höfum búið til samfélag þar sem fullkomið jafnrétti er ekki fyrir hendi. Við höfum smíðað samfélag þar sem karlar eiga að vera svona en konur hinsegin. Að sama skapi eru sumar athafnir taldar kvenlægar en aðrar karllægar. Til að mynda er ábyggilega fullt af fólk sem fussaði yfir því að ég hafi farið að gráta á leikskóla. Við höfum sem samfélag aðeins tvo áratugi þangað til þessi börn klára háskólanám. Það hlýtur að vera skylda okkar að vernda þessi þrjú börn og bjóða þeim jöfn tækifæri. Þó ekki væri nema fyrir börnin okkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Ég náði í fjögurra ára son minn í leikskólann um daginn. Sú iðja er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar ég kom inn á deildina hans sat hann með tveimur vinkonum sínum við borð og lék sér í mesta bróðerni við þessar æðislegu stúlkur. Ég virti fyrir mér þennan leik í nokkra stund úr fjarska; þessa fallegu stund þar sem þau, á jafnréttisgrundvelli, léku sér saman. Og þá fór ég að gráta. Þegar ég horfði á þessi þrjú börn í sínum heimi þar sem ekkert gat skilið á milli þeirra og hugsaði til þess að sonur minn myndi líklega fá hærri laun en stúlkurnar þegar þau yxu úr grasi, aðeins vegna kynferðis hans, féllust mér hendur. Hvað þá að sonur minn myndi að öllum líkindum eiga meiri möguleika á uppgangi innan stórfyrirtækis eða fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Við nefnilega höfum búið til samfélag þar sem fullkomið jafnrétti er ekki fyrir hendi. Við höfum smíðað samfélag þar sem karlar eiga að vera svona en konur hinsegin. Að sama skapi eru sumar athafnir taldar kvenlægar en aðrar karllægar. Til að mynda er ábyggilega fullt af fólk sem fussaði yfir því að ég hafi farið að gráta á leikskóla. Við höfum sem samfélag aðeins tvo áratugi þangað til þessi börn klára háskólanám. Það hlýtur að vera skylda okkar að vernda þessi þrjú börn og bjóða þeim jöfn tækifæri. Þó ekki væri nema fyrir börnin okkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun