Nokkrir íbúar Eyjafjarðar urðu í gær varir við Boeing 767 þotu frá Icelandair sem flaug hring eftir hring um fjörðinn. Allt átti þetta sér þó eðlilegar skýringar.
„Þarna var verið að æfa flugmenn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, í samtali við Vísi. „Það var flogið með nokkra flugmenn félagsins þangað og þeir skiptust á að taka snertingar á vellinum á Akureyri áður en haldið var til Keflavíkur á ný.“
Þota Icelandair hringsólaði um Eyjafjörð
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
