Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júní 2016 15:06 Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Birgitta Jónsdóttir en samflokksmenn hennar á þingi standa einnig að tillögunni. vísir/vilhelm Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir, launagreiðslur presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdóttir. Samkomulagið sem nú er í gildi er frá árinu 1997 en stærstan hluta 20. aldarinnar ríkti talsverð óvissa um eignarrétt á kirkjujörðum. Nefnd var skipuð árið 1982 til að kanna hverjar kirkjueignir væru og gefa álit um réttarstöðu þeirra eigna. Þegar samkomulag milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var undirritað árið 1997 var horft til álitsgerðar nefndarinnar, „[þ]rátt fyrir að ríkið hafi, á þeim 90 árum sem liðu, hvorki kannað til fullnustu lögmæti fyrri samninga, né heldur hvaða jarðir tilheyrðu honum, matsverð þeirra og rekstraruppgjör var engu síður gerður samningur um áframhaldandi skuldbindingar ríkisins við þjóðkirkjuna.“ Svo segir í greinargerð með ályktuninni. Flutningsmenn tillögunnar telja ljóst að ríkið sé löngu búið að greiða fyrir þær kirkjujarðir sem það fékk afhentar með samkomulaginu um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Síðan þá hefur ríkið greitt yfir 30 milljarða til kirkjunnar vegna samningsins eða um 1,5 milljarða á ári. „Á undanförnum áratugum hefur íslenskt samfélag tekið miklum breytingum, t.d. hvað varðar trúarbrögð og trúarvitund fólks. Samkvæmt skoðanakönnunum fer þeim fjölgandi sem eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Krafan um fullan aðskilnað ríkis og kirkju verður því sífellt háværari sem og krafan um að stuðla skuli að jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það verður því að teljast eðlileg krafa að samningar sem ríkið gerir við þjóðkirkjuna eða önnur trú- og lífsskoðunarfélög byggist á nákvæmari útreikningum og á rökrænum forsendum en ekki á táknrænum grunni,“ segir í greinargerðinni. Greinargerðina má lesa í heild sinni hér. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18 Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að hefja undirbúning að uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir, launagreiðslur presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Fyrsti flutningsmaður er Birgitta Jónsdóttir. Samkomulagið sem nú er í gildi er frá árinu 1997 en stærstan hluta 20. aldarinnar ríkti talsverð óvissa um eignarrétt á kirkjujörðum. Nefnd var skipuð árið 1982 til að kanna hverjar kirkjueignir væru og gefa álit um réttarstöðu þeirra eigna. Þegar samkomulag milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar var undirritað árið 1997 var horft til álitsgerðar nefndarinnar, „[þ]rátt fyrir að ríkið hafi, á þeim 90 árum sem liðu, hvorki kannað til fullnustu lögmæti fyrri samninga, né heldur hvaða jarðir tilheyrðu honum, matsverð þeirra og rekstraruppgjör var engu síður gerður samningur um áframhaldandi skuldbindingar ríkisins við þjóðkirkjuna.“ Svo segir í greinargerð með ályktuninni. Flutningsmenn tillögunnar telja ljóst að ríkið sé löngu búið að greiða fyrir þær kirkjujarðir sem það fékk afhentar með samkomulaginu um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Síðan þá hefur ríkið greitt yfir 30 milljarða til kirkjunnar vegna samningsins eða um 1,5 milljarða á ári. „Á undanförnum áratugum hefur íslenskt samfélag tekið miklum breytingum, t.d. hvað varðar trúarbrögð og trúarvitund fólks. Samkvæmt skoðanakönnunum fer þeim fjölgandi sem eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Krafan um fullan aðskilnað ríkis og kirkju verður því sífellt háværari sem og krafan um að stuðla skuli að jafnri stöðu allra trúar- og lífsskoðunarfélaga. Það verður því að teljast eðlileg krafa að samningar sem ríkið gerir við þjóðkirkjuna eða önnur trú- og lífsskoðunarfélög byggist á nákvæmari útreikningum og á rökrænum forsendum en ekki á táknrænum grunni,“ segir í greinargerðinni. Greinargerðina má lesa í heild sinni hér.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18 Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13
Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. 10. mars 2016 10:18
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærri en Píratar Bæði Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn bæta örlitlu fylgi við sig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 1. júní 2016 22:40