Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 3. júní 2016 13:00 Yfirkjörstjórnarmeðlimir þekktu ekki Guðrúnu þegar hún skilaði undirskriftarlistum vísir/Anton Brink Í föstudagsviðtalinu segir Guðrún Margrét Pálsdóttir að hún hafi tekið ákvörðun í janúar að bjóða sig fram til forseta og beið með að tilkynna um það þar til í mars. Hún var ekki lengi að taka ákvörðunina. „Ákvörðunarferlið tók þrjá daga. Frá því að hugsunin kom fyrst þar til ég var búin að taka ákvörðun,“ segir hún í föstudagsviðtalinu þar sem hún mætti Andra Snæ og Ástþóri. Hún segist vanalega vera nokkuð spontant. „En ég get líka bakkað og skipt um skoðun. Það hefur verið einu sinni freistandi að bakka út, þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð.“ Guðrún segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. „Ég lít stundum í kringum mig en fólk er ekkert að kveikja. Meira að segja þegar ég var að skila undirskriftarlistunum þekkti fólkið mig ekki og ég var spurð í þrígang: „Hvað er nafnið þitt? Og fyrir hvern ert þú að skila?“Andri Snær, Guðrún og Ástþór eru misvön sviðsljósinu. vísir/Anton BrinkAndri Snær og Ástþór voru með Guðrúnu í föstudagsviðtalinu. Andri Snær segist hafa haft framboð bakvið eyrað frá áramótum og hafa þurft að ræða málið fram og tilbaka við fjölskylduna. „Ég er vanur að vera úti á akrinum, í eldlínunni en nú er maður að draga með sér stærri einingu, alla fjölskylduna,“ segir hann en það kom honum á óvart hvað börnin hans fjögur eru róleg yfir framboðinu. „Þau tilheyra öðru fjölmiðlaumhverfi og kippa sér ekkert upp við það þótt frétt um forsetaframboð pabba þeirra birtist á tímalínunni.“ Ástþór segist ekki vera mikið fyrir sviðsljósið. „Ég er mjög prívat persóna en ég geri þetta fyrir málefnið. En ég er orðinn löngu vanur því að vera þekktur en konunni minni og dóttur finnst það frekar óþægilegt. En þetta er fylgifiskur þess að fara í svona baráttumál.“ Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Andri Snær segist mjög pólitískur og hafa verið bæði kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. 3. júní 2016 10:00 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Í föstudagsviðtalinu segir Guðrún Margrét Pálsdóttir að hún hafi tekið ákvörðun í janúar að bjóða sig fram til forseta og beið með að tilkynna um það þar til í mars. Hún var ekki lengi að taka ákvörðunina. „Ákvörðunarferlið tók þrjá daga. Frá því að hugsunin kom fyrst þar til ég var búin að taka ákvörðun,“ segir hún í föstudagsviðtalinu þar sem hún mætti Andra Snæ og Ástþóri. Hún segist vanalega vera nokkuð spontant. „En ég get líka bakkað og skipt um skoðun. Það hefur verið einu sinni freistandi að bakka út, þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð.“ Guðrún segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. „Ég lít stundum í kringum mig en fólk er ekkert að kveikja. Meira að segja þegar ég var að skila undirskriftarlistunum þekkti fólkið mig ekki og ég var spurð í þrígang: „Hvað er nafnið þitt? Og fyrir hvern ert þú að skila?“Andri Snær, Guðrún og Ástþór eru misvön sviðsljósinu. vísir/Anton BrinkAndri Snær og Ástþór voru með Guðrúnu í föstudagsviðtalinu. Andri Snær segist hafa haft framboð bakvið eyrað frá áramótum og hafa þurft að ræða málið fram og tilbaka við fjölskylduna. „Ég er vanur að vera úti á akrinum, í eldlínunni en nú er maður að draga með sér stærri einingu, alla fjölskylduna,“ segir hann en það kom honum á óvart hvað börnin hans fjögur eru róleg yfir framboðinu. „Þau tilheyra öðru fjölmiðlaumhverfi og kippa sér ekkert upp við það þótt frétt um forsetaframboð pabba þeirra birtist á tímalínunni.“ Ástþór segist ekki vera mikið fyrir sviðsljósið. „Ég er mjög prívat persóna en ég geri þetta fyrir málefnið. En ég er orðinn löngu vanur því að vera þekktur en konunni minni og dóttur finnst það frekar óþægilegt. En þetta er fylgifiskur þess að fara í svona baráttumál.“
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Andri Snær segist mjög pólitískur og hafa verið bæði kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. 3. júní 2016 10:00 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01
Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00
Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Andri Snær segist mjög pólitískur og hafa verið bæði kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. 3. júní 2016 10:00