Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum Tómas Þór Þórðarson á Kópavogsvelli skrifar 5. júní 2016 22:45 Steve Lennon á ferðinni. vísir/eyþór FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. Emil Pálsson gerði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu og eftir það einkenndist leikurinn af mikilli baráttu beggja liða. Sjá einnig:Davíð Þór gæti spilað fyrir Færeyjar: Amma yrði mjög sátt með mig FH er því komið á toppinn í deildinni ásamt Víkingi Ó. en liðin eru bæði með 14 stig. Blikar í því fimmta með tólf stig.Af hverju vann FH? Íslandsmeistaranir spiluðu heilsteyptan varnarleik frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir voru staðráðnir í að fá ekki á sig mark á lokamínútunum þrátt fyrir að Blikarnir voru meira með boltann og héldu einbeitingu allan tímann. Það gerði mikið fyrir FH-inga að skora í byrjun leiks. Þeir gátu þá lagst til baka og varist sem þeir gerðu mjög vel en þeir héldu Blikunum nánast alfarið frá marki sínu. Eins gott sóknarlið og FH getur verið er það jafnvel betra varnarlið þegar meistararnir taka sig til. Hvort FH hafi ætlað að spila svona svakalega varnarsinnað er erfitt að segja til um en þeir bökkuðu allavega ansi mikið eftir að skora markið. Þannig líður meisturunum líka vel og ef þeir halda einbeitingu og helstu varnarpóstarnir eru með á nótunum er svakalega erfitt að skora gegn FH.Þessir stóðu upp úr Í svona leikjum skín stjarna Davíðs Þórs Viðarssonar skærast. Það er enginn í deildinni betri að staðsetja sig á miðjunni og brjóta niður sóknir andstæðinganna. Davíð Þór var mjög góður í leiknum og stöðvaði ófáar sóknirnir heimamanna og hafði í raun lítið fyrir því. FH-ingar náðu að þrýsta Breiðabliki mikið inn á völlinn sem hentaði Davíð og félögum á miðjunni vel. Þórarinn Ingi Valdimarsson átti líka fínan leik og var duglegur en mestu gæðin voru í Atla Guðnasyni og Steven Lennon sem voru stundum bara tveggja manna sóknarher og færin eftir því.Hvað gekk illa? Breiðablik skapaði sér eitt færi í leiknum en Jonathan Glenn skallaði framhjá. Trínidadinn virðist bara ekkert ætla að fara í gang en fyrir utan að nýta ekki færið var hann slakur í leiknum. Blikar söknuðu Oliver Sigurjónssonar sárt. Með hann inn á geta leikmenn eins og Arnþór Ari Atlason og Andri Rafn Yeoman leyft sér að taka fleiri hlaup fram á við vitandi af ryksugunni fyrir aftan sig en í dag þurftu þeir að verjast meira og koma aftar til að fá boltann. Þannig spilaðist leikurinn upp í hendurnar á FH.Hvað gerist næst? Deildin er komin í vænt EM-frí en þessi lið fá reyndar ekki jafnlanga pásu. Þau eru í Evrópukeppni og þurfa að vera klár í slaginn eftir 10-11 daga. FH er komið á toppinn í deildinni og lítur vel úr varnarlega en þarf kannski aðeins að skerpa á sóknarleiknum. Takist það verður liðið illviðráðanlegt eins og búist var við. Blikarnir hafa í marga mánuði átt í basli með að skapa færi en það teygir sig alveg inn á undirbúningstímabilið. Sóknarleikmenn liðsins litu ekki vel út í dag.Jonathan Hendrickx og Davíð Kristján Ólafsson takast á.vísir/eyþórHeimir: 1-0 sigrar oft sætir "Mér fannst þetta mjög góð frammistaða," sagði glaðbeittur Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, við Vísi eftir að liðið lagði Breiðablik, 1-0, í lokaleik 7. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. FH komst með sigrinum á topp deildarinnar en eina markið skoraði Emil Pálsson í byrjun leiks. Eftir það varðist FH mjög vel og hélt Breiðabliki frá því að skapa sér færi. "Blikarnir eru með mjög gott lið og þetta er erfiður útivöllur sem við töpuðum á í fyrra. Við vorum skipulagðir og Blikarnir sköpuðu sér ekkert færi. Við lokuðum á þá og fengum sjálfir ágætis möguleika. Við skoruðum eitt mark og kláruðum þetta vel," sagði Heimir. "Uppleggið var í sjálfu sér að pressa Blikana í byrjun og koma þeim á óvart. Mér fannst það ganga vel. Við skoruðum mark snemma og fengum möguleika til að bæta við öðru." FH-liðið missti niður 1-0 forskot í síðustu tveimur leikjum gegn Stjörnunni og Ólsurum en í dag héldu menn einbeitingu og kláruðu verkefnið. "Það var í kortunum að spila sterkan varnarleik og loka á það sem þeir voru að gera. Það fannst mér ganga vel í kvöld," sagði Heimir. "Við fengum á okkur mörk gegn Stjörnunni og Ólafsvík undir lokin á síðustu mínútunum. Við náðum að laga það í þessum leik og mér fannst við geta bætt við marki. En við tökum þessum 1-0 sigri. Þeir eru oft sætir," sagði Heimir Guðjónsson.Viðarssynir í baráttunni gegn Atla Sigurjónssyni.vísir/eyþórDavíð: Bestur í þessum leikjum Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var besti maður vallarins þegar FH lagði Breiðablik, 1-0, í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Eina markið skoraði FH á fjórðu mínútu. "Við byrjuðum hrikalega vel og skoruðum gott mark. Emil fékk annað gott færi líka en svo jafnaðist þetta út fannst mér. Hvorugt liðið var að spila einhvern samba fótbolta. Við héldum þeim frá markinu okkar. Þeir fengu lítið af færum sem við erum ánægðir með," sagði Davíð Þór. FH-liðið missti niður 1-0 forystu í síðustu tveimur leikjum sem er ekki líkt meisturunum en þeir hafa gert þessa iðnaðarsigra að listgrein undanfarin ár. "Loksins náðum við að klára leik þar sem við erum 1-0 yfir. Í síðustu tveimur leikjum fengum við á okkur mörk á síðustu fimm mínútunum því var hrikalega sætt að klára þetta. Menn eru greinilega búnir að læra eitthvað," sagði fyrirliðinn. "Þetta er búið að vera ólíkt okkur í síðustu tveimur leikjum. Í báðum þeim leikjum vorum við sterkara liðið og sköpuðum færi til að klára leikina. Þar voru menn kannski aðeins of værukærir og því var kannski betra að vera í smá ströggli eins og við vorum þannig séð í dag. Þá var einbeitingin meiri á vörninni sem er gott." Davíð elskar þegar leikirnir eru í svona tætingi inn á miðjunni: "Ég hef gaman að því þegar það er mikil barátta og eitthvað af tæklingum. Ætli ég sé ekki bestur í þessum leikjum þegar maður er bara að brjóta niður," sagði Davíð Þór Viðarsson hress að lokum.Daniel Bamberg fer framhjá Bödda löpp í kvöld.vísir/eyþórArnar: Tókum völdin eftir markið Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur í leikslok í kvöld og virtist hafa ýmislegt við störf dómarans að athuga. Hann strunsaði strax inn í klefa en kom svo léttari út aftur nokkrum mínútum síðar. "Ég er ósáttur við að tapa. Þannig er það bara. Þegar maður er með mikið skap er betra að labba aðeins inn og anda áður en maður kemur í viðtal og segir einhverja vitleysu," sagði Arnar sem var mátulega sáttur með sína drengi. "Í heildina fannst mér við spila fínan leik fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar þar sem FH var betra. Við vissum hvernig FH myndi spila með þessar langar skásendingar og þeir fá mark upp úr einni slíkri." "Eftir markið fannst mér við taka öll völdin. Við pressuðum þá allan tímann í seinni hálfleik en sköpuðum ekki nógu mikið til að opna þá nógu vel," sagði Arnar. Blikum vantaði mun meiri gæði og meira hugmyndaflug á síðasta þriðjungi vallarins þar sem FH-liðið stöðvaði sóknir heimamanna trekk í trekk. "Við erum að spila við gott lið sem er skipulagt og kann að verjast. Ég tek ekkert af FH-ingunum. Þeir komust yfir, héldu og vörðust. Þeir gáfu allt í þetta en ég hefði viljað sjá aðeins meira hugmyndaflug á síðasta þriðjung. Við fengum tækifæri til að gera betur en stundum er það þannig að maður þarf að vera svolítið heppinn að fá eitthvað. Í dag féll þetta með FH," sagði Arnar. "Við þurftum að borga fyrir að mæta ekki til leiks í byrjun en ég er ánægður með liðið stóran hluta leiksins. Við réðum ferðinni í leiknum en það er ekki nóg ef þú skorar ekki. Það gerðu FH-ingar í dag og taka með sér öll stigin," sagði Arnar Grétarsson.vísir/eyþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. Emil Pálsson gerði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu og eftir það einkenndist leikurinn af mikilli baráttu beggja liða. Sjá einnig:Davíð Þór gæti spilað fyrir Færeyjar: Amma yrði mjög sátt með mig FH er því komið á toppinn í deildinni ásamt Víkingi Ó. en liðin eru bæði með 14 stig. Blikar í því fimmta með tólf stig.Af hverju vann FH? Íslandsmeistaranir spiluðu heilsteyptan varnarleik frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir voru staðráðnir í að fá ekki á sig mark á lokamínútunum þrátt fyrir að Blikarnir voru meira með boltann og héldu einbeitingu allan tímann. Það gerði mikið fyrir FH-inga að skora í byrjun leiks. Þeir gátu þá lagst til baka og varist sem þeir gerðu mjög vel en þeir héldu Blikunum nánast alfarið frá marki sínu. Eins gott sóknarlið og FH getur verið er það jafnvel betra varnarlið þegar meistararnir taka sig til. Hvort FH hafi ætlað að spila svona svakalega varnarsinnað er erfitt að segja til um en þeir bökkuðu allavega ansi mikið eftir að skora markið. Þannig líður meisturunum líka vel og ef þeir halda einbeitingu og helstu varnarpóstarnir eru með á nótunum er svakalega erfitt að skora gegn FH.Þessir stóðu upp úr Í svona leikjum skín stjarna Davíðs Þórs Viðarssonar skærast. Það er enginn í deildinni betri að staðsetja sig á miðjunni og brjóta niður sóknir andstæðinganna. Davíð Þór var mjög góður í leiknum og stöðvaði ófáar sóknirnir heimamanna og hafði í raun lítið fyrir því. FH-ingar náðu að þrýsta Breiðabliki mikið inn á völlinn sem hentaði Davíð og félögum á miðjunni vel. Þórarinn Ingi Valdimarsson átti líka fínan leik og var duglegur en mestu gæðin voru í Atla Guðnasyni og Steven Lennon sem voru stundum bara tveggja manna sóknarher og færin eftir því.Hvað gekk illa? Breiðablik skapaði sér eitt færi í leiknum en Jonathan Glenn skallaði framhjá. Trínidadinn virðist bara ekkert ætla að fara í gang en fyrir utan að nýta ekki færið var hann slakur í leiknum. Blikar söknuðu Oliver Sigurjónssonar sárt. Með hann inn á geta leikmenn eins og Arnþór Ari Atlason og Andri Rafn Yeoman leyft sér að taka fleiri hlaup fram á við vitandi af ryksugunni fyrir aftan sig en í dag þurftu þeir að verjast meira og koma aftar til að fá boltann. Þannig spilaðist leikurinn upp í hendurnar á FH.Hvað gerist næst? Deildin er komin í vænt EM-frí en þessi lið fá reyndar ekki jafnlanga pásu. Þau eru í Evrópukeppni og þurfa að vera klár í slaginn eftir 10-11 daga. FH er komið á toppinn í deildinni og lítur vel úr varnarlega en þarf kannski aðeins að skerpa á sóknarleiknum. Takist það verður liðið illviðráðanlegt eins og búist var við. Blikarnir hafa í marga mánuði átt í basli með að skapa færi en það teygir sig alveg inn á undirbúningstímabilið. Sóknarleikmenn liðsins litu ekki vel út í dag.Jonathan Hendrickx og Davíð Kristján Ólafsson takast á.vísir/eyþórHeimir: 1-0 sigrar oft sætir "Mér fannst þetta mjög góð frammistaða," sagði glaðbeittur Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, við Vísi eftir að liðið lagði Breiðablik, 1-0, í lokaleik 7. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. FH komst með sigrinum á topp deildarinnar en eina markið skoraði Emil Pálsson í byrjun leiks. Eftir það varðist FH mjög vel og hélt Breiðabliki frá því að skapa sér færi. "Blikarnir eru með mjög gott lið og þetta er erfiður útivöllur sem við töpuðum á í fyrra. Við vorum skipulagðir og Blikarnir sköpuðu sér ekkert færi. Við lokuðum á þá og fengum sjálfir ágætis möguleika. Við skoruðum eitt mark og kláruðum þetta vel," sagði Heimir. "Uppleggið var í sjálfu sér að pressa Blikana í byrjun og koma þeim á óvart. Mér fannst það ganga vel. Við skoruðum mark snemma og fengum möguleika til að bæta við öðru." FH-liðið missti niður 1-0 forskot í síðustu tveimur leikjum gegn Stjörnunni og Ólsurum en í dag héldu menn einbeitingu og kláruðu verkefnið. "Það var í kortunum að spila sterkan varnarleik og loka á það sem þeir voru að gera. Það fannst mér ganga vel í kvöld," sagði Heimir. "Við fengum á okkur mörk gegn Stjörnunni og Ólafsvík undir lokin á síðustu mínútunum. Við náðum að laga það í þessum leik og mér fannst við geta bætt við marki. En við tökum þessum 1-0 sigri. Þeir eru oft sætir," sagði Heimir Guðjónsson.Viðarssynir í baráttunni gegn Atla Sigurjónssyni.vísir/eyþórDavíð: Bestur í þessum leikjum Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var besti maður vallarins þegar FH lagði Breiðablik, 1-0, í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Eina markið skoraði FH á fjórðu mínútu. "Við byrjuðum hrikalega vel og skoruðum gott mark. Emil fékk annað gott færi líka en svo jafnaðist þetta út fannst mér. Hvorugt liðið var að spila einhvern samba fótbolta. Við héldum þeim frá markinu okkar. Þeir fengu lítið af færum sem við erum ánægðir með," sagði Davíð Þór. FH-liðið missti niður 1-0 forystu í síðustu tveimur leikjum sem er ekki líkt meisturunum en þeir hafa gert þessa iðnaðarsigra að listgrein undanfarin ár. "Loksins náðum við að klára leik þar sem við erum 1-0 yfir. Í síðustu tveimur leikjum fengum við á okkur mörk á síðustu fimm mínútunum því var hrikalega sætt að klára þetta. Menn eru greinilega búnir að læra eitthvað," sagði fyrirliðinn. "Þetta er búið að vera ólíkt okkur í síðustu tveimur leikjum. Í báðum þeim leikjum vorum við sterkara liðið og sköpuðum færi til að klára leikina. Þar voru menn kannski aðeins of værukærir og því var kannski betra að vera í smá ströggli eins og við vorum þannig séð í dag. Þá var einbeitingin meiri á vörninni sem er gott." Davíð elskar þegar leikirnir eru í svona tætingi inn á miðjunni: "Ég hef gaman að því þegar það er mikil barátta og eitthvað af tæklingum. Ætli ég sé ekki bestur í þessum leikjum þegar maður er bara að brjóta niður," sagði Davíð Þór Viðarsson hress að lokum.Daniel Bamberg fer framhjá Bödda löpp í kvöld.vísir/eyþórArnar: Tókum völdin eftir markið Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur í leikslok í kvöld og virtist hafa ýmislegt við störf dómarans að athuga. Hann strunsaði strax inn í klefa en kom svo léttari út aftur nokkrum mínútum síðar. "Ég er ósáttur við að tapa. Þannig er það bara. Þegar maður er með mikið skap er betra að labba aðeins inn og anda áður en maður kemur í viðtal og segir einhverja vitleysu," sagði Arnar sem var mátulega sáttur með sína drengi. "Í heildina fannst mér við spila fínan leik fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar þar sem FH var betra. Við vissum hvernig FH myndi spila með þessar langar skásendingar og þeir fá mark upp úr einni slíkri." "Eftir markið fannst mér við taka öll völdin. Við pressuðum þá allan tímann í seinni hálfleik en sköpuðum ekki nógu mikið til að opna þá nógu vel," sagði Arnar. Blikum vantaði mun meiri gæði og meira hugmyndaflug á síðasta þriðjungi vallarins þar sem FH-liðið stöðvaði sóknir heimamanna trekk í trekk. "Við erum að spila við gott lið sem er skipulagt og kann að verjast. Ég tek ekkert af FH-ingunum. Þeir komust yfir, héldu og vörðust. Þeir gáfu allt í þetta en ég hefði viljað sjá aðeins meira hugmyndaflug á síðasta þriðjung. Við fengum tækifæri til að gera betur en stundum er það þannig að maður þarf að vera svolítið heppinn að fá eitthvað. Í dag féll þetta með FH," sagði Arnar. "Við þurftum að borga fyrir að mæta ekki til leiks í byrjun en ég er ánægður með liðið stóran hluta leiksins. Við réðum ferðinni í leiknum en það er ekki nóg ef þú skorar ekki. Það gerðu FH-ingar í dag og taka með sér öll stigin," sagði Arnar Grétarsson.vísir/eyþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira