Króatíski framherjinn Ivan Bubalo hefur farið mikinn að undanförnu og í dag skoraði hann tvö mörk í 3-1 sigri Fram á Leikni F. í 5. umferð Inkasso-deildarinnar.
Bubalo hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum í deild og bikar. Fram hefur unnið þrjá þessara leikja og er komið upp í 6. sæti deildarinnar.
Leiknismenn eru hins vegar í vondum málum, án stiga á botni deildarinnar.
Ingólfur Sigurðsson kom Fram yfir á 14. mínútu en Kristófer Páll Viðarsson jafnaði metin átta mínútum fyrir hálfleik. Kristófer hefur skorað tvö af þremur mörkum Leiknis í deildinni í sumar.
Staðan var 1-1 í hálfleik og allt fram á 72. mínútu þegar Bubalo kom boltanum í netið. Hann gulltryggði svo sigur Fram með sínu öðru marki fimm mínútum síðar.
Bubalo sjóheitur og Fram upp í 6. sætið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið


Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn





Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

Salah bestur og Gravenberch besti ungi
Enski boltinn

Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli
Fótbolti