Víðines verði nýtt fyrir hælisleitendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Húsnæðið í Víðinesi hefur staðið autt undanfarið. Óttast er að það liggi undir skemmdum. vísir/hanna Ákveðið hefur verið að verja 120 milljónum króna í endurbætur á húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Engin starfsemi er í húsnæðinu í Víðinesi núna en þar var áður rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Sú hugmynd hefur verið rædd að reka þar aðstöðu fyrir hælisleitendur. „Það er hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Björn Blöndal, spurður út í málið. Björn segir hugmyndina þó ekki mjög langt komna. Þó sé ljóst að það þurfi að fara í þessar viðgerðir á húsinu ef eigi að reka það áfram. Björn segir nokkrar hugmyndir hafa verið ræddar um nýtingu. Ein þeirra sé neyðarskýli fyrir hælisleitendur, sem yrði þá fyrsta stopp eða annað stopp þeirra hér á landi.Björn Blöndal„Svo eru hugmyndir um að þetta verði hjúkrunarheimili aftur fyrir fólk sem er í neyslu og er komið á hjúkrunarheimilisaldur,“ segir Björn. Þessu til viðbótar segir Björn að menn hafi falast eftir því að fá húsnæðið leigt. Til dæmis til að nýta það í ferðaþjónustutengdri starfsemi. „En allt er það háð því að húsið sé ekki ónýtt.“ Björn segir að Reykjavík sé í ágætu samstarfi við Útlendingastofnun varðandi hælisleitendur. „Þetta er gott hús og það er góður grunnur þannig að það er hægt að búa til ágætis aðstöðu. En þetta er afskekkt og það þarf bara að vega og meta hvort þetta er raunhæfur möguleiki,“ segir hann. Að sögn Björns hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að þjónusta 100 hælisleitendur hverju sinni og viðræður hafi staðið yfir um að bæta við það. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær minntu þeir á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í húsnæði borgarinnar í Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár,“ segir í bókuninni. Hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að afgreiðslu tillögu þeirra verði ekki frestað frekar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Ákveðið hefur verið að verja 120 milljónum króna í endurbætur á húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Engin starfsemi er í húsnæðinu í Víðinesi núna en þar var áður rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Sú hugmynd hefur verið rædd að reka þar aðstöðu fyrir hælisleitendur. „Það er hugmynd sem hefur komið upp,“ segir Björn Blöndal, spurður út í málið. Björn segir hugmyndina þó ekki mjög langt komna. Þó sé ljóst að það þurfi að fara í þessar viðgerðir á húsinu ef eigi að reka það áfram. Björn segir nokkrar hugmyndir hafa verið ræddar um nýtingu. Ein þeirra sé neyðarskýli fyrir hælisleitendur, sem yrði þá fyrsta stopp eða annað stopp þeirra hér á landi.Björn Blöndal„Svo eru hugmyndir um að þetta verði hjúkrunarheimili aftur fyrir fólk sem er í neyslu og er komið á hjúkrunarheimilisaldur,“ segir Björn. Þessu til viðbótar segir Björn að menn hafi falast eftir því að fá húsnæðið leigt. Til dæmis til að nýta það í ferðaþjónustutengdri starfsemi. „En allt er það háð því að húsið sé ekki ónýtt.“ Björn segir að Reykjavík sé í ágætu samstarfi við Útlendingastofnun varðandi hælisleitendur. „Þetta er gott hús og það er góður grunnur þannig að það er hægt að búa til ágætis aðstöðu. En þetta er afskekkt og það þarf bara að vega og meta hvort þetta er raunhæfur möguleiki,“ segir hann. Að sögn Björns hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að þjónusta 100 hælisleitendur hverju sinni og viðræður hafi staðið yfir um að bæta við það. Í bókun sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á borgarráðsfundi í gær minntu þeir á tillögu sína um að útbúin verði aðstaða í húsnæði borgarinnar í Víðinesi til að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Tillagan var flutt um miðjan júlí í fyrra og hefur hún því legið án afgreiðslu í næstum því ár,“ segir í bókuninni. Hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að afgreiðslu tillögu þeirra verði ekki frestað frekar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent