Davíð Þór gæti spilað fyrir Færeyjar: Amma yrði mjög sátt með mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2016 22:17 Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir gætu spilað landsleik fyrir Færeyjar. vísir/eyþór "Þetta byrjaði sem grín hjá mér og Gunna markverði þegar hann kom í FH," segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi um möguleikann að spila fyrir færeyska landsliðið en hann er að hluta til Færeyingur. Færeyski fréttavefurinn if.fo fjallaði um málið í gær en þar kom fram að þjálfari færeyska landsliðsins er búinn að koma hingað til lands og horfa Davíð Þór og bróðir hans, Bjarna Þór, spila með FH. "Langafi minn er færeyskur og það hafa alltaf verið frekar mikil tengsl til Færeyja. Mamma pabba er hálf færeysk og því hafa verið mikil tengsl til Færeyja hjá föðurfjölskyldunni til Færeyja," sagði Davíð Þór Þessi kraftmikli miðjumaður á að baki átta landsleiki fyrir Ísland en hann átta sig á að þeir verða ekki fleiri. Hann gæti glatt ömmu sína mikið með að spila fyrir Færeyjar. "Ég átta mig á því að þessir fáu vináttulandsleikir sem ég spilaði fyrir Ísland verði ekki fleiri. Ég er það raunsær. Það er ósköp einfalt," segir Davíð og hlær. "Ef þetta verður alvöru möguleiki og maður ákveður að slá til þá veit ég að amma mín yrði mjög sátt með mig. Það getur vel verið að þetta verði að veruleika." Davíð er búinn að ræða við færeyska landsliðsþjálfarann en hann og bróðir hans eiga enn eftir að taka ákvörðun um hvort þeir slái til. "Ég hitti þjálfarann aðeins þegar hann kom að horfa á leik um daginn. Þetta er í einhverju ferli en það á algjörelga eftir að koma í ljós hvort þetta sé hægt, í öðru lagi hvort þetta hentar mér og í þriðja lagi hvort ég sé nógu góður fyrir færeyska liðið," segir Davíð Þór. "Ég átta mig á því að íslenska landsliðið er það sterkt að ég spila ekki fleiri leiki fyrir það. Þetta er ekki vegna þess að ég er svo fúll yfir að vera ekki valinn í EM-hópinn," bætir miðjumaðurinn við skælbrosandi. "Það væri gaman að fá aðeins að tætast inn á miðjunni hjá Færeyjum og eyðileggja fyrir mannskapnum ef það er mögulegt," segir Davíð Þór Viðarsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
"Þetta byrjaði sem grín hjá mér og Gunna markverði þegar hann kom í FH," segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, við Vísi um möguleikann að spila fyrir færeyska landsliðið en hann er að hluta til Færeyingur. Færeyski fréttavefurinn if.fo fjallaði um málið í gær en þar kom fram að þjálfari færeyska landsliðsins er búinn að koma hingað til lands og horfa Davíð Þór og bróðir hans, Bjarna Þór, spila með FH. "Langafi minn er færeyskur og það hafa alltaf verið frekar mikil tengsl til Færeyja. Mamma pabba er hálf færeysk og því hafa verið mikil tengsl til Færeyja hjá föðurfjölskyldunni til Færeyja," sagði Davíð Þór Þessi kraftmikli miðjumaður á að baki átta landsleiki fyrir Ísland en hann átta sig á að þeir verða ekki fleiri. Hann gæti glatt ömmu sína mikið með að spila fyrir Færeyjar. "Ég átta mig á því að þessir fáu vináttulandsleikir sem ég spilaði fyrir Ísland verði ekki fleiri. Ég er það raunsær. Það er ósköp einfalt," segir Davíð og hlær. "Ef þetta verður alvöru möguleiki og maður ákveður að slá til þá veit ég að amma mín yrði mjög sátt með mig. Það getur vel verið að þetta verði að veruleika." Davíð er búinn að ræða við færeyska landsliðsþjálfarann en hann og bróðir hans eiga enn eftir að taka ákvörðun um hvort þeir slái til. "Ég hitti þjálfarann aðeins þegar hann kom að horfa á leik um daginn. Þetta er í einhverju ferli en það á algjörelga eftir að koma í ljós hvort þetta sé hægt, í öðru lagi hvort þetta hentar mér og í þriðja lagi hvort ég sé nógu góður fyrir færeyska liðið," segir Davíð Þór. "Ég átta mig á því að íslenska landsliðið er það sterkt að ég spila ekki fleiri leiki fyrir það. Þetta er ekki vegna þess að ég er svo fúll yfir að vera ekki valinn í EM-hópinn," bætir miðjumaðurinn við skælbrosandi. "Það væri gaman að fá aðeins að tætast inn á miðjunni hjá Færeyjum og eyðileggja fyrir mannskapnum ef það er mögulegt," segir Davíð Þór Viðarsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - FH 0-1 | FH hafði betur í toppslagnum FH og Breiðablik mættust á Kópavogsvelli í Pepsi-deild karla í kvöld og fóru Íslandsmeistararnir með sigur af hólmi, 1-0. 5. júní 2016 22:45