Vill víðtækari sátt um búvörusamning Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 09:45 Frá undirritun búvörusamninga. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. Markmiðið sé að ná víðtækari sátt um málið en verið hefur og meðal annars þurfi að virkja endurskoðunarákvæði samningsins enn frekar. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamning til tíu ára við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en frumvarp til breytinga á lögum vegna samningsins er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér í næstu viku. Nú var skrifað undir búvörusamninginn í febrúar. Er eitthvað svigrúm fyrir nefndina til að gera breytingar á þessu máli? „Já já. Ekki beint á samningnum sjálfum, hann auðvitað stendur og það má segja að samningurinn sé stefnumarkandi plagg til tíu ára en á móti kemur að það er hægt að breyta ýmsu í kringum lögin og framkvæmdina. Og það eru í þessum samningi endurskoðunarákvæði strax 2019,” segir Jón. Vilji sé til þess í nefndinni að gera það endurskoðunarákvæði mjög virkt. „Í mínum huga er hér um að ræða fjögurra ára samning með tíu ára ramma sem er langtímamarkmiðið í þessu. En til þess að það sé hægt að halda áfram þessari vegferð eftir fjögur ár þá tel ég mikilvægt að um þau skref ríki víðtækari sátt en við höfum orðið vör við,” segir Jón. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn á Alþingi, meðal annars Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálftæðisflokksins. „Sú gagnrýni sem kom fram þá var óskilgreind í mínum huga, ég átta mig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna,” segir Jón. Samstaða sé þó í nefndinni um meginmarkmið búvörusamningsins. „Við vonumst til þess að geta sett þetta í þann farveg að sáttin geti orðið víðtækari og að við náum sameiginlega að móta stefnu sem í senn styrkir og eflir íslenskan landbúnað til lengri tíma,” segir Jón Gunnarsson. Búvörusamningar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. Markmiðið sé að ná víðtækari sátt um málið en verið hefur og meðal annars þurfi að virkja endurskoðunarákvæði samningsins enn frekar. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamning til tíu ára við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en frumvarp til breytinga á lögum vegna samningsins er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér í næstu viku. Nú var skrifað undir búvörusamninginn í febrúar. Er eitthvað svigrúm fyrir nefndina til að gera breytingar á þessu máli? „Já já. Ekki beint á samningnum sjálfum, hann auðvitað stendur og það má segja að samningurinn sé stefnumarkandi plagg til tíu ára en á móti kemur að það er hægt að breyta ýmsu í kringum lögin og framkvæmdina. Og það eru í þessum samningi endurskoðunarákvæði strax 2019,” segir Jón. Vilji sé til þess í nefndinni að gera það endurskoðunarákvæði mjög virkt. „Í mínum huga er hér um að ræða fjögurra ára samning með tíu ára ramma sem er langtímamarkmiðið í þessu. En til þess að það sé hægt að halda áfram þessari vegferð eftir fjögur ár þá tel ég mikilvægt að um þau skref ríki víðtækari sátt en við höfum orðið vör við,” segir Jón. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn á Alþingi, meðal annars Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálftæðisflokksins. „Sú gagnrýni sem kom fram þá var óskilgreind í mínum huga, ég átta mig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna,” segir Jón. Samstaða sé þó í nefndinni um meginmarkmið búvörusamningsins. „Við vonumst til þess að geta sett þetta í þann farveg að sáttin geti orðið víðtækari og að við náum sameiginlega að móta stefnu sem í senn styrkir og eflir íslenskan landbúnað til lengri tíma,” segir Jón Gunnarsson.
Búvörusamningar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira