Fylkir mátti þola grátlegt tap fyrir nýliðum Víkings Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni í gær, 1-0.
Björn Pálsson skoraði sigurmark Víkings í uppbótartíma og er Fylkir enn án sigurs eftir sjö umferðir í deildinni í sumar.
Tapið er enn meira svekkjandi fyrir Árbæinga í ljósi þess að tvívegis komust þeir afar nálægt því að skora í leiknum en í bæði skiptin björguðu heimamenn á línu.
Málið var tekið fyrir í Pepsi-mörkunum í gær en í bæði skiptin er ekki víst hvort að boltinn hafi farið yfir línuna eða ekki.
Það virðist hafa staðið sérstaklega tæpt í síðara skiptið, er Tonci Radovinkovic skallaði boltann í slána.
Sjáðu atvikin í spilaranum hér fyrir ofan.
