Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 10:42 Mennirnir þrír eru sagðir hafa farið um friðlandið eins og verstu sóðar. Vísir/Facebook „Maður spyr sig hvaða svona mönnum gengur til,“ skrifar Rúnar Karlsson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures, sem kom að þremur mönnum í neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar í Höfn í Hornvík sem er í friðlandi Hornstranda í gær. Höfðu mennirnir komið sér fyrir í leyfisleysi í neyðarskýli Björgunarfélagsins með byssur, háfa, net og veiðistangir og stundað ólöglegar veiðar. „Dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli, grillað á grónu landi svo eitthvað sé tínt til. Nánast allt sem fyrir augu bar var ólöglegt,“ skrifar Rúnar á Facebook. Við selshræið höfðu mennirnir þrír komið fyrir hreyfiskynjara og er talið að það hafi verið gert til að geta skotið refi. Nanný Arna Guðmundsdóttir, einn af eigendum Borea Adventures, segir fjóra einstaklinga hafa gist á tjaldsvæðinu í Höfn sem urðu varir við lætin í mönnunum þremur. Heyrðu þeir meðal annars skothvelli og sprengingu þegar gaskútur sprakk sem mennirnir þrír höfðu skotið á. „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur,“ skrifar Nanný Arna á Facebook. Rúnar segir að búið sé að hafa samband við lögreglu, landeiganda og Umhverfisstofnun og að málið verði kært. Lögreglan á Ísafirði segir málið komið til skoðunar hjá embætti lögreglunnar á Ísafirði. Mennirnir þrír voru fluttir á bátunum Salómon Sig og Gunnu Betu í Hornvík. Salómon Sig er skráður á Gjá útgerð og er notaður í farþegaflutninga af fyrirtækinu Strandferðum. Einn af eigendum Salómons Sig er Ásgeir Jónas Salómonsson en hann segir einu aðkomu fyrirtækisins Strandferða að þessu máli vera þá að það flutti mennina þrjá í Hornvík. Hann segir Strandferðir hafa gert mönnunum þremur grein fyrir þeim reglum sem gilda í friðlandinu, eins og að bannað væri að gista í neyðarskýlinu og meðferð skotvopna bönnuð. „Þetta er alfarið þessir farþegar sem við fluttum í land og finnst sárt að vera að blanda fyrirtækinu í þetta,“ segir Ásgeir Jónas. Hann segir lögregluna ekki hafa haft samband við fyrirtækið en vonast til að svo verði svo sannleikurinn muni koma ljós í málinu. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Maður spyr sig hvaða svona mönnum gengur til,“ skrifar Rúnar Karlsson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures, sem kom að þremur mönnum í neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar í Höfn í Hornvík sem er í friðlandi Hornstranda í gær. Höfðu mennirnir komið sér fyrir í leyfisleysi í neyðarskýli Björgunarfélagsins með byssur, háfa, net og veiðistangir og stundað ólöglegar veiðar. „Dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli, grillað á grónu landi svo eitthvað sé tínt til. Nánast allt sem fyrir augu bar var ólöglegt,“ skrifar Rúnar á Facebook. Við selshræið höfðu mennirnir þrír komið fyrir hreyfiskynjara og er talið að það hafi verið gert til að geta skotið refi. Nanný Arna Guðmundsdóttir, einn af eigendum Borea Adventures, segir fjóra einstaklinga hafa gist á tjaldsvæðinu í Höfn sem urðu varir við lætin í mönnunum þremur. Heyrðu þeir meðal annars skothvelli og sprengingu þegar gaskútur sprakk sem mennirnir þrír höfðu skotið á. „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur,“ skrifar Nanný Arna á Facebook. Rúnar segir að búið sé að hafa samband við lögreglu, landeiganda og Umhverfisstofnun og að málið verði kært. Lögreglan á Ísafirði segir málið komið til skoðunar hjá embætti lögreglunnar á Ísafirði. Mennirnir þrír voru fluttir á bátunum Salómon Sig og Gunnu Betu í Hornvík. Salómon Sig er skráður á Gjá útgerð og er notaður í farþegaflutninga af fyrirtækinu Strandferðum. Einn af eigendum Salómons Sig er Ásgeir Jónas Salómonsson en hann segir einu aðkomu fyrirtækisins Strandferða að þessu máli vera þá að það flutti mennina þrjá í Hornvík. Hann segir Strandferðir hafa gert mönnunum þremur grein fyrir þeim reglum sem gilda í friðlandinu, eins og að bannað væri að gista í neyðarskýlinu og meðferð skotvopna bönnuð. „Þetta er alfarið þessir farþegar sem við fluttum í land og finnst sárt að vera að blanda fyrirtækinu í þetta,“ segir Ásgeir Jónas. Hann segir lögregluna ekki hafa haft samband við fyrirtækið en vonast til að svo verði svo sannleikurinn muni koma ljós í málinu.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira