Þjálfari Portúgal: Ronaldo er mikilvægari fyrir Portúgal en fyrir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 19:15 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Fernando Santos, þjálfari Portúgal, er óhræddur við að leggja áherslu á mikilvægi Cristiano Ronaldo fyrir lið sitt á komandi Evrópumóti í Frakklandi. Cristiano Ronaldo kom til móts við portúgalska landsliðið í gær en hann fékk tíma til að jafna sig eftir sigur Real Madrid á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo verður væntanlega með í vináttulandsleiknum á móti Eistlandi á miðvikudaginn en það er síðasti undirbúningsleikur portúgalska liðsins fyrir fyrsta leik EM 2016 sem verður einmitt á móti íslenska liðinu. Pepe, sem spilar líka með Real Madrid, fékk líka hvíld eins og Cristiano Ronaldo.“Þeir þurftu að fá hvíld," sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal, við spænska blaðið Marca. Reuters segir frá. „Það er betra fyrir alla að þeir mæti ánægðir og með aukakraft eftir að hafa náð markmiðum sínum," sagði Santos. Cristiano Ronaldo skoraði 51 mark í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á þessu tímabili. „Ef hann er svona mikilvægur fyrir Real Madrid þá getið þið bara ímyndað ykkur hversu mikilvægur hann er fyrir portúgalska landsliðið. Alls ekki minna og jafnvel enn mikilvægari," sagði Santos.Sjá einnig:Ætli Ronaldo þori nokkuð að skora á móti Íslandi eftir þessi skilaboð? „Þegar þú hefur leikmann sem skorar 50 til 60 mörk á tímabili, leikmann sem getur alltaf skorað, þá er mikilvægi hans mikið. Það er ekki hægt að mæla það," sagði Santos. Cristiano Ronaldo er orðinn 31 árs gamall en hann komst næst því að vinna titil með landsliðið Portúgal þegar liðið tapaði á móti Grikklandi í úrslitaleik EM 2004. Síðan hefur hann farið með liðinu á fimm stórmót til viðbótar og komst alla leið í undanúrslit á bæði HM 2006 og EM 2012. Portúgal tapaði fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik EM fyrir fjórum árum. Spánverjarnir unnu síðan 4-0 stórsigur á Ítölum í úrslitaleiknum. „Ef við hugsum um þær kynslóðir sem hafa spilað frá Portúgal þá er löngu kominn tími á titil. Portúgal ætti að vera búið að vinna Evrópumeistaratitil en Spánverjarnir tóku sinn tíma en hafa síðan unnið nokkra titla eftir að sá fyrsti kom í hús," sagði hinn kokhrausti Fernando Santos. Hvort hann sé að boða gullöld portúgalska liðsins er aftur á móti önnur saga. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sjá meira
Fernando Santos, þjálfari Portúgal, er óhræddur við að leggja áherslu á mikilvægi Cristiano Ronaldo fyrir lið sitt á komandi Evrópumóti í Frakklandi. Cristiano Ronaldo kom til móts við portúgalska landsliðið í gær en hann fékk tíma til að jafna sig eftir sigur Real Madrid á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo verður væntanlega með í vináttulandsleiknum á móti Eistlandi á miðvikudaginn en það er síðasti undirbúningsleikur portúgalska liðsins fyrir fyrsta leik EM 2016 sem verður einmitt á móti íslenska liðinu. Pepe, sem spilar líka með Real Madrid, fékk líka hvíld eins og Cristiano Ronaldo.“Þeir þurftu að fá hvíld," sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal, við spænska blaðið Marca. Reuters segir frá. „Það er betra fyrir alla að þeir mæti ánægðir og með aukakraft eftir að hafa náð markmiðum sínum," sagði Santos. Cristiano Ronaldo skoraði 51 mark í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á þessu tímabili. „Ef hann er svona mikilvægur fyrir Real Madrid þá getið þið bara ímyndað ykkur hversu mikilvægur hann er fyrir portúgalska landsliðið. Alls ekki minna og jafnvel enn mikilvægari," sagði Santos.Sjá einnig:Ætli Ronaldo þori nokkuð að skora á móti Íslandi eftir þessi skilaboð? „Þegar þú hefur leikmann sem skorar 50 til 60 mörk á tímabili, leikmann sem getur alltaf skorað, þá er mikilvægi hans mikið. Það er ekki hægt að mæla það," sagði Santos. Cristiano Ronaldo er orðinn 31 árs gamall en hann komst næst því að vinna titil með landsliðið Portúgal þegar liðið tapaði á móti Grikklandi í úrslitaleik EM 2004. Síðan hefur hann farið með liðinu á fimm stórmót til viðbótar og komst alla leið í undanúrslit á bæði HM 2006 og EM 2012. Portúgal tapaði fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik EM fyrir fjórum árum. Spánverjarnir unnu síðan 4-0 stórsigur á Ítölum í úrslitaleiknum. „Ef við hugsum um þær kynslóðir sem hafa spilað frá Portúgal þá er löngu kominn tími á titil. Portúgal ætti að vera búið að vinna Evrópumeistaratitil en Spánverjarnir tóku sinn tíma en hafa síðan unnið nokkra titla eftir að sá fyrsti kom í hús," sagði hinn kokhrausti Fernando Santos. Hvort hann sé að boða gullöld portúgalska liðsins er aftur á móti önnur saga.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti