Clinton búin að tryggja sér útnefningu Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2016 07:53 Hillary Clinton sem barist hefur fyrir útnefningu flokks síns, Demókrata, til að verða forsetaefni í næstu kosningum, hefur nú náð nægilegum fjölda kjörmanna til að tryggja sér útnefningu flokksins. Þetta fullyrðir AP fréttastofan.Samkvæmt nýjustu talningu þeirra á þeim kjörmönnum sem þegar eru komnir fram nýtur Clinton stuðnings 2,383 þeirra kjörmanna sem að lokum munu sækja flokksþing þar sem frambjóðandinn verður formlega útnefndur. Clinton er því fyrsta konan til að hljóta útnefningu stórs stjórnmálaflokks í Bandaríkjunum. Samkvæmt talningunni hefur Clinton fengið 1.812 kjörmenn í kosningum og 571 svokallaða ofurkjörmenn sem geta ákveðið sjálfir hvern þeir styðja. Enn hafa 95 af 714 ofurkjörmönnum ekki gefið upp hvern þeir muni styðja. CNN hefur komist að sömu niðurstöðu. 2,383 er nákvæmlega sú tala sem hún þarf til að tryggja sig þannig að Bernie Sanders, mótframbjóðandi hennar, á ekki tæknilega möguleika á því að ná henni. Sanders vill þó ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. hann bendir á að í þessari tölu séu fjöldi svokallaðra ofurkjörmanna, sem þurfa ekki að gefa upp skoðun sína, fyrr en á sjálfu þinginu.Sanders ætlar sér að telja ofurkjörmönnum trú um að hann sé betur til þess fallinn að etja kappi við Donald Trump í forsetakosningunum. AP, sem hefur reglulega hringt í umrædda kjörmenn á síðustu sjö mánuðum, bendir hins vegar á að á þeim tíma hafi enginn þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við Clinton skipt um skoðun og stutt Sanders. Yfir heildina hefur Clinton fengið rúmlega þremur milljónum fleiri atkvæði en Sanders og unnið í 29 forvölum gegn 21 hjá Sanders. Í dag stendur þó til að kjósa í þeim sex ríkjum sem eru eftir í forvalinu. Kaliforníu, New Jersey, Montana, New Mexico og Norður- og Suður Dakóta. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Hillary Clinton sem barist hefur fyrir útnefningu flokks síns, Demókrata, til að verða forsetaefni í næstu kosningum, hefur nú náð nægilegum fjölda kjörmanna til að tryggja sér útnefningu flokksins. Þetta fullyrðir AP fréttastofan.Samkvæmt nýjustu talningu þeirra á þeim kjörmönnum sem þegar eru komnir fram nýtur Clinton stuðnings 2,383 þeirra kjörmanna sem að lokum munu sækja flokksþing þar sem frambjóðandinn verður formlega útnefndur. Clinton er því fyrsta konan til að hljóta útnefningu stórs stjórnmálaflokks í Bandaríkjunum. Samkvæmt talningunni hefur Clinton fengið 1.812 kjörmenn í kosningum og 571 svokallaða ofurkjörmenn sem geta ákveðið sjálfir hvern þeir styðja. Enn hafa 95 af 714 ofurkjörmönnum ekki gefið upp hvern þeir muni styðja. CNN hefur komist að sömu niðurstöðu. 2,383 er nákvæmlega sú tala sem hún þarf til að tryggja sig þannig að Bernie Sanders, mótframbjóðandi hennar, á ekki tæknilega möguleika á því að ná henni. Sanders vill þó ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. hann bendir á að í þessari tölu séu fjöldi svokallaðra ofurkjörmanna, sem þurfa ekki að gefa upp skoðun sína, fyrr en á sjálfu þinginu.Sanders ætlar sér að telja ofurkjörmönnum trú um að hann sé betur til þess fallinn að etja kappi við Donald Trump í forsetakosningunum. AP, sem hefur reglulega hringt í umrædda kjörmenn á síðustu sjö mánuðum, bendir hins vegar á að á þeim tíma hafi enginn þeirra sem lýst hafa yfir stuðningi við Clinton skipt um skoðun og stutt Sanders. Yfir heildina hefur Clinton fengið rúmlega þremur milljónum fleiri atkvæði en Sanders og unnið í 29 forvölum gegn 21 hjá Sanders. Í dag stendur þó til að kjósa í þeim sex ríkjum sem eru eftir í forvalinu. Kaliforníu, New Jersey, Montana, New Mexico og Norður- og Suður Dakóta.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent