Andstæða hamingjunnar María Elísabet Bragadóttir skrifar 8. júní 2016 07:00 Andstæða hamingjunnar eru hin hversdagslegu leiðindi. Ekki óhamingjan heldur gráa svæðið. Pirrandi, neyðarlegur sinadráttur í lágkúrulegum afkima sálarinnar. Áttu leiðinlega minningu? Ekki af dauðsföllum og sambandsslitum eða þegar kettlingurinn þinn fékk æxli í brisið og fleygði sér sjálfviljugur fyrir ljósgráan, reykspólandi BMW. Ég á ekki við þungavigtaratburð eða hátimbraða tilvistarangist. Ég á leiðinlega minningu. Gamlárskvöld og ég var sex ára. Glæstar vonir rifnar niður, rakt veggfóður afhjúpaði nakinn spónavið. Hafði ímyndað mér mögnuð veisluhöld undir himinhvolfi sundurtættu af ljósadýrð. Horfði í öngum mínum á föður minn hagræða einum vesælum flugeldi í gamalli vínflösku sem þaut á augalifandibragði út í geim. Sprakk út með fáfengilegu ýlfri. Yfir mig rigndi örfáum rauðum ljósdropum eins og þegar litli bróðir minn hnerraði matarlit. Himinninn bleksvartur og eyðilegur og ég var send í rúmið klukkan ellefu. Ekkert sex ára barn í víðri veröld var jafnyfirgengilega pirrað, vanþakklátt og vonsvikið og ég. Að standa við frystikistuna í Bónus. Marin undir augunum af svefnleysi. Hungurverkur springur út í kviðarholinu eins og eldrautt blóm. Í silfraðri kerru eymdarleg dolla af tilbúnum hummus. Að vera einsömul og meðaljóna og kreista poka af frosnum soyanöggum. Muna að það eru rykbólstrar undir rúminu mínu og ósonlagið þynnist hratt á minni vakt. Þarna er hún! Andstæða hamingjunnar í allri sinni töfrandi dýrð. Að segja frá leiðinlegum hversdagsleika er svo persónulegt. Neyðir fólk jafnvel til að setja lífið í skáldlegt og upphafið samhengi. Að segja frá andstæðu hamingjunnar er að skoða hamingjuna á röngunni. Spjall um leiðindi er að nálgast hamingjuna bakdyramegin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Andstæða hamingjunnar eru hin hversdagslegu leiðindi. Ekki óhamingjan heldur gráa svæðið. Pirrandi, neyðarlegur sinadráttur í lágkúrulegum afkima sálarinnar. Áttu leiðinlega minningu? Ekki af dauðsföllum og sambandsslitum eða þegar kettlingurinn þinn fékk æxli í brisið og fleygði sér sjálfviljugur fyrir ljósgráan, reykspólandi BMW. Ég á ekki við þungavigtaratburð eða hátimbraða tilvistarangist. Ég á leiðinlega minningu. Gamlárskvöld og ég var sex ára. Glæstar vonir rifnar niður, rakt veggfóður afhjúpaði nakinn spónavið. Hafði ímyndað mér mögnuð veisluhöld undir himinhvolfi sundurtættu af ljósadýrð. Horfði í öngum mínum á föður minn hagræða einum vesælum flugeldi í gamalli vínflösku sem þaut á augalifandibragði út í geim. Sprakk út með fáfengilegu ýlfri. Yfir mig rigndi örfáum rauðum ljósdropum eins og þegar litli bróðir minn hnerraði matarlit. Himinninn bleksvartur og eyðilegur og ég var send í rúmið klukkan ellefu. Ekkert sex ára barn í víðri veröld var jafnyfirgengilega pirrað, vanþakklátt og vonsvikið og ég. Að standa við frystikistuna í Bónus. Marin undir augunum af svefnleysi. Hungurverkur springur út í kviðarholinu eins og eldrautt blóm. Í silfraðri kerru eymdarleg dolla af tilbúnum hummus. Að vera einsömul og meðaljóna og kreista poka af frosnum soyanöggum. Muna að það eru rykbólstrar undir rúminu mínu og ósonlagið þynnist hratt á minni vakt. Þarna er hún! Andstæða hamingjunnar í allri sinni töfrandi dýrð. Að segja frá leiðinlegum hversdagsleika er svo persónulegt. Neyðir fólk jafnvel til að setja lífið í skáldlegt og upphafið samhengi. Að segja frá andstæðu hamingjunnar er að skoða hamingjuna á röngunni. Spjall um leiðindi er að nálgast hamingjuna bakdyramegin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun