Bretar á bjargbrúninni Stjórnarmaðurinn skrifar 8. júní 2016 10:00 Nokkur titringur er nú á alþjóðamörkuðum vegna fregna af nýjustu skoðanakönnunum um afstöðu breskra kjósenda til útgöngu úr Evrópusambandinu. Kannanir benda nú flestar til þess að meirihluti vilji ganga úr Evrópusambandinu. Helstu forvígismenn ríkisstjórnar Davids Cameron hafi barist hart fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, og hafa meðal annars bent á rannsóknir þess efnis að ríflega tekjuskattshækkun þurfi á hvert mannsbarn til að mæta því tekjutapi sem breski ríkissjóðurinn verði af við útgöngu. Sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins áætla jafnframt að eftir 15 ár verði breska hagkerfið ríflega 6% minna gangi Bretar úr ESB en láti þeir það ógert. Varla þarf svo að fjölyrða hvaða áhrif þetta hefði á húsnæðisverð og lánskjör í landinu gangi þessar spár eftir. Alþjóðafjármálamarkaðir eru greinilega trúaðir á greiningu Camerons og félaga á ástandinu, en nú, þegar kannanir benda til þess að Bretar taki jafnvel stökkið, hefur pundið hríðfallið og hefur það ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan í lausafjárkrísunni 2008. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að Bretar virðist ætla að kjósa með hjartanu fremur en höfðinu. Málflutningur útgöngusinna hefur enda helst byggst á því sem kalla mætti hjartarök. Gamla breska heimsveldið eigi ekki að ganga skrifræðisbákninu í Brussel á hönd, Bretar eigi að ráða því einir hverjum þeir hleypi inn í land sitt. Og þar fram eftir götum. Baráttan hefur sömuleiðis að nokkru snúist upp í einvígi þeirra Camerons forsætisráðherra og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, en sá síðarnefndi hefur leynt og ljóst haft augastað á stól Camerons um lengri tíma. Johnson er hreinlega mun vinsælli en Cameron og líklegt að skoðanakannanir taki mið af því. Stjórnarmaðurinn þykist þó þekkja ágætlega til í Bretlandi, og spáir því að aðildarsinnar hafi nokkuð öruggan sigur þegar upp er staðið. Fólk láti hausinn fremur en hjartað ráða.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Nokkur titringur er nú á alþjóðamörkuðum vegna fregna af nýjustu skoðanakönnunum um afstöðu breskra kjósenda til útgöngu úr Evrópusambandinu. Kannanir benda nú flestar til þess að meirihluti vilji ganga úr Evrópusambandinu. Helstu forvígismenn ríkisstjórnar Davids Cameron hafi barist hart fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, og hafa meðal annars bent á rannsóknir þess efnis að ríflega tekjuskattshækkun þurfi á hvert mannsbarn til að mæta því tekjutapi sem breski ríkissjóðurinn verði af við útgöngu. Sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins áætla jafnframt að eftir 15 ár verði breska hagkerfið ríflega 6% minna gangi Bretar úr ESB en láti þeir það ógert. Varla þarf svo að fjölyrða hvaða áhrif þetta hefði á húsnæðisverð og lánskjör í landinu gangi þessar spár eftir. Alþjóðafjármálamarkaðir eru greinilega trúaðir á greiningu Camerons og félaga á ástandinu, en nú, þegar kannanir benda til þess að Bretar taki jafnvel stökkið, hefur pundið hríðfallið og hefur það ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan í lausafjárkrísunni 2008. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að Bretar virðist ætla að kjósa með hjartanu fremur en höfðinu. Málflutningur útgöngusinna hefur enda helst byggst á því sem kalla mætti hjartarök. Gamla breska heimsveldið eigi ekki að ganga skrifræðisbákninu í Brussel á hönd, Bretar eigi að ráða því einir hverjum þeir hleypi inn í land sitt. Og þar fram eftir götum. Baráttan hefur sömuleiðis að nokkru snúist upp í einvígi þeirra Camerons forsætisráðherra og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, en sá síðarnefndi hefur leynt og ljóst haft augastað á stól Camerons um lengri tíma. Johnson er hreinlega mun vinsælli en Cameron og líklegt að skoðanakannanir taki mið af því. Stjórnarmaðurinn þykist þó þekkja ágætlega til í Bretlandi, og spáir því að aðildarsinnar hafi nokkuð öruggan sigur þegar upp er staðið. Fólk láti hausinn fremur en hjartað ráða.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira