Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. júní 2016 18:47 Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Athugun fréttastofu leiðir hins vegar annað í ljós. Öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands var boðið að koma í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag á Vísi og var dregið um röð frambjóðenda. Næstur í röðinni er Davíð Oddsson. Davíð hefur í kosningabaráttunni rifjað upp afstöðu annarra frambjóðenda í tilteknum málum, meðal annars vegna Icesave samninganna og til stjórnarskrárbreytinga. Í viðtalinu var Davíð spurður um sína eigin fortíð.Það var til dæmis mat Rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna að bankastjórn Seðlabankans, þar sem þú varst formaður, hefði sýnt af sér vanrækslu. Hefur þetta engin áhrif á hæfi þitt til að gegna embætti forseta Íslands? „Þetta var reyndar rangt hjá þér. Ég hef leiðrétt þetta áður, þess vegna er ég svolítið hissa að þú skulir koma með þessa spurningu, sem hefur verið leiðrétt áður. Það var sko þannig að í skýrslu rannsóknanefndarinnar að þá eru sett upp ákveðnir þættir, sem að þeir sem voru nefndir, fengu tækifæri til þess að andmæla. Og eftir að slík andmæli komu fram að þá voru allir þessir þættir settir til hliðar. Það voru tvö lítil atriði, annað snéri að því að við hefðum átt að grípa fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, þó við hefðum ekki lagaheimild til þess, og annað lítið atriði sem hafði engin áhrif á það hvort bankar hrundu eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson.Icesave og erindi Glitnis Þessi tvö atriði sem Davíð vísar til varða annars vegar viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans í tilefni af erindi Landsbankans í ágúst 2008 um aðstoð við flutning Icesave reikninganna úr útibúi yfir í dótturfélag. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.“ Hins vegar varðandi afgreiðslu bankastjórnar Seðlabankans á erindi Glitnis banka í september 2008. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Að framansögðu athuguðu er það mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki farið að reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis banka hf.”Nefndarmenn staðfesta að Davíð sýndi af sér vanrækslu Fréttastofa hafði samband við nefndarmenn í Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna. Þeir staðfesta að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar að Davíð hefði sýnt af sér vanrækslu í þessum tveimur tilvikum.Sjónvarpsfrétt kvöldsins má sjá í spilaranum að ofan en að neðan er viðtalið við Davíð í heild sinni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Athugun fréttastofu leiðir hins vegar annað í ljós. Öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands var boðið að koma í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag á Vísi og var dregið um röð frambjóðenda. Næstur í röðinni er Davíð Oddsson. Davíð hefur í kosningabaráttunni rifjað upp afstöðu annarra frambjóðenda í tilteknum málum, meðal annars vegna Icesave samninganna og til stjórnarskrárbreytinga. Í viðtalinu var Davíð spurður um sína eigin fortíð.Það var til dæmis mat Rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna að bankastjórn Seðlabankans, þar sem þú varst formaður, hefði sýnt af sér vanrækslu. Hefur þetta engin áhrif á hæfi þitt til að gegna embætti forseta Íslands? „Þetta var reyndar rangt hjá þér. Ég hef leiðrétt þetta áður, þess vegna er ég svolítið hissa að þú skulir koma með þessa spurningu, sem hefur verið leiðrétt áður. Það var sko þannig að í skýrslu rannsóknanefndarinnar að þá eru sett upp ákveðnir þættir, sem að þeir sem voru nefndir, fengu tækifæri til þess að andmæla. Og eftir að slík andmæli komu fram að þá voru allir þessir þættir settir til hliðar. Það voru tvö lítil atriði, annað snéri að því að við hefðum átt að grípa fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, þó við hefðum ekki lagaheimild til þess, og annað lítið atriði sem hafði engin áhrif á það hvort bankar hrundu eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson.Icesave og erindi Glitnis Þessi tvö atriði sem Davíð vísar til varða annars vegar viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans í tilefni af erindi Landsbankans í ágúst 2008 um aðstoð við flutning Icesave reikninganna úr útibúi yfir í dótturfélag. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.“ Hins vegar varðandi afgreiðslu bankastjórnar Seðlabankans á erindi Glitnis banka í september 2008. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Að framansögðu athuguðu er það mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki farið að reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis banka hf.”Nefndarmenn staðfesta að Davíð sýndi af sér vanrækslu Fréttastofa hafði samband við nefndarmenn í Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna. Þeir staðfesta að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar að Davíð hefði sýnt af sér vanrækslu í þessum tveimur tilvikum.Sjónvarpsfrétt kvöldsins má sjá í spilaranum að ofan en að neðan er viðtalið við Davíð í heild sinni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira