Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. júní 2016 06:00 Hillary Clinton verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Fréttablaðið/EPA Hillary Clinton hvetur stuðningsmenn Bernies Sanders til að fylkja sér að baki henni í kosningabaráttunni fram undan. Hún tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. „Hvort sem þið studduð mig eða Sanders eða einhvern repúblikananna, þá þurfum við að standa saman við að gera Bandaríkin betri, sanngjarnari og sterkari,“ sagði hún og hrósaði jafnframt Sanders fyrir baráttugleðina: „Kosningabarátta hans og þær áköfu kappræður sem við höfum átt í um það hvernig eigi að hækka tekjur, draga úr ójöfnuði og styrkja félagslegan hreyfanleika upp á við hafa haft mjög góð áhrif á Demókrataflokkinn og Bandaríkin.“ Sanders segist hins vegar enn staðráðinn í að halda áfram baráttunni þangað til á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. „Ég er frekar góður í reikningi og geri mér fulla grein fyrir því að baráttan fram undan verður afar kröpp fyrir okkur,“ sagði hann að kvöldi þriðjudags. „En við ætlum að halda áfram að berjast um hvern einasta fulltrúa.“ Clinton lýsti yfir sigri á fundi með stuðningsmönnum sínum í fyrrakvöld, þar sem hún þakkaði meðal annars móður sinni fyrir að hafa gefið sér gott ráð. „Hún kenndi mér að hopa aldrei undan ofstopamönnum,“ sagði hún og uppskar mikil fagnaðarlæti í salnum. Hún beindi síðan spjótum sínum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem væntanlega mun keppa við hana í forsetakosningunum í nóvember. Hún sagði Trump óhæfan til þess að gegna forsetaembættinu, einfaldlega vegna þess hvers konar skapferli hann væri gæddur: „Hann vill sigra með því að ýta undir ótta okkar og nudda salti í sárin, og minna okkur daglega á það hversu frábær hann er. Við teljum að við eigum að hjálpa hvert öðru upp, ekki rífa hvert annað niður.“ Enn eiga demókratar þó eftir að kjósa sér forsetaefni í höfuðborginni Washington. Þær forkosningar fara fram á þriðjudaginn, 14. júní. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Hillary Clinton hvetur stuðningsmenn Bernies Sanders til að fylkja sér að baki henni í kosningabaráttunni fram undan. Hún tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. „Hvort sem þið studduð mig eða Sanders eða einhvern repúblikananna, þá þurfum við að standa saman við að gera Bandaríkin betri, sanngjarnari og sterkari,“ sagði hún og hrósaði jafnframt Sanders fyrir baráttugleðina: „Kosningabarátta hans og þær áköfu kappræður sem við höfum átt í um það hvernig eigi að hækka tekjur, draga úr ójöfnuði og styrkja félagslegan hreyfanleika upp á við hafa haft mjög góð áhrif á Demókrataflokkinn og Bandaríkin.“ Sanders segist hins vegar enn staðráðinn í að halda áfram baráttunni þangað til á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. „Ég er frekar góður í reikningi og geri mér fulla grein fyrir því að baráttan fram undan verður afar kröpp fyrir okkur,“ sagði hann að kvöldi þriðjudags. „En við ætlum að halda áfram að berjast um hvern einasta fulltrúa.“ Clinton lýsti yfir sigri á fundi með stuðningsmönnum sínum í fyrrakvöld, þar sem hún þakkaði meðal annars móður sinni fyrir að hafa gefið sér gott ráð. „Hún kenndi mér að hopa aldrei undan ofstopamönnum,“ sagði hún og uppskar mikil fagnaðarlæti í salnum. Hún beindi síðan spjótum sínum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem væntanlega mun keppa við hana í forsetakosningunum í nóvember. Hún sagði Trump óhæfan til þess að gegna forsetaembættinu, einfaldlega vegna þess hvers konar skapferli hann væri gæddur: „Hann vill sigra með því að ýta undir ótta okkar og nudda salti í sárin, og minna okkur daglega á það hversu frábær hann er. Við teljum að við eigum að hjálpa hvert öðru upp, ekki rífa hvert annað niður.“ Enn eiga demókratar þó eftir að kjósa sér forsetaefni í höfuðborginni Washington. Þær forkosningar fara fram á þriðjudaginn, 14. júní.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira