Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. júní 2016 06:00 Hillary Clinton verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Fréttablaðið/EPA Hillary Clinton hvetur stuðningsmenn Bernies Sanders til að fylkja sér að baki henni í kosningabaráttunni fram undan. Hún tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. „Hvort sem þið studduð mig eða Sanders eða einhvern repúblikananna, þá þurfum við að standa saman við að gera Bandaríkin betri, sanngjarnari og sterkari,“ sagði hún og hrósaði jafnframt Sanders fyrir baráttugleðina: „Kosningabarátta hans og þær áköfu kappræður sem við höfum átt í um það hvernig eigi að hækka tekjur, draga úr ójöfnuði og styrkja félagslegan hreyfanleika upp á við hafa haft mjög góð áhrif á Demókrataflokkinn og Bandaríkin.“ Sanders segist hins vegar enn staðráðinn í að halda áfram baráttunni þangað til á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. „Ég er frekar góður í reikningi og geri mér fulla grein fyrir því að baráttan fram undan verður afar kröpp fyrir okkur,“ sagði hann að kvöldi þriðjudags. „En við ætlum að halda áfram að berjast um hvern einasta fulltrúa.“ Clinton lýsti yfir sigri á fundi með stuðningsmönnum sínum í fyrrakvöld, þar sem hún þakkaði meðal annars móður sinni fyrir að hafa gefið sér gott ráð. „Hún kenndi mér að hopa aldrei undan ofstopamönnum,“ sagði hún og uppskar mikil fagnaðarlæti í salnum. Hún beindi síðan spjótum sínum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem væntanlega mun keppa við hana í forsetakosningunum í nóvember. Hún sagði Trump óhæfan til þess að gegna forsetaembættinu, einfaldlega vegna þess hvers konar skapferli hann væri gæddur: „Hann vill sigra með því að ýta undir ótta okkar og nudda salti í sárin, og minna okkur daglega á það hversu frábær hann er. Við teljum að við eigum að hjálpa hvert öðru upp, ekki rífa hvert annað niður.“ Enn eiga demókratar þó eftir að kjósa sér forsetaefni í höfuðborginni Washington. Þær forkosningar fara fram á þriðjudaginn, 14. júní. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Hillary Clinton hvetur stuðningsmenn Bernies Sanders til að fylkja sér að baki henni í kosningabaráttunni fram undan. Hún tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. „Hvort sem þið studduð mig eða Sanders eða einhvern repúblikananna, þá þurfum við að standa saman við að gera Bandaríkin betri, sanngjarnari og sterkari,“ sagði hún og hrósaði jafnframt Sanders fyrir baráttugleðina: „Kosningabarátta hans og þær áköfu kappræður sem við höfum átt í um það hvernig eigi að hækka tekjur, draga úr ójöfnuði og styrkja félagslegan hreyfanleika upp á við hafa haft mjög góð áhrif á Demókrataflokkinn og Bandaríkin.“ Sanders segist hins vegar enn staðráðinn í að halda áfram baráttunni þangað til á landsþingi Demókrataflokksins í lok júlí. „Ég er frekar góður í reikningi og geri mér fulla grein fyrir því að baráttan fram undan verður afar kröpp fyrir okkur,“ sagði hann að kvöldi þriðjudags. „En við ætlum að halda áfram að berjast um hvern einasta fulltrúa.“ Clinton lýsti yfir sigri á fundi með stuðningsmönnum sínum í fyrrakvöld, þar sem hún þakkaði meðal annars móður sinni fyrir að hafa gefið sér gott ráð. „Hún kenndi mér að hopa aldrei undan ofstopamönnum,“ sagði hún og uppskar mikil fagnaðarlæti í salnum. Hún beindi síðan spjótum sínum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem væntanlega mun keppa við hana í forsetakosningunum í nóvember. Hún sagði Trump óhæfan til þess að gegna forsetaembættinu, einfaldlega vegna þess hvers konar skapferli hann væri gæddur: „Hann vill sigra með því að ýta undir ótta okkar og nudda salti í sárin, og minna okkur daglega á það hversu frábær hann er. Við teljum að við eigum að hjálpa hvert öðru upp, ekki rífa hvert annað niður.“ Enn eiga demókratar þó eftir að kjósa sér forsetaefni í höfuðborginni Washington. Þær forkosningar fara fram á þriðjudaginn, 14. júní.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira