Obama lýsir yfir stuðningi við Clinton og þakkar Sanders - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 20:14 Barack Obama hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton, en allt stefnir í að hún verði forsetaefni Demókrata. Hún hefur þegar tryggt sér nægilegan fjölda fulltrúa til þess að hljóta útnefningu Demókrata. „Í dag vil ég bæta rödd minni við,“ sagði Obama í sérstöku stuðningsmyndbandi og benti á að síðastliðið ár hafi margar milljónir Bandaríkjamanna fengið að láta rödd sína heyrast í kosningum um tilnefningar stóru flokkanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég vil óska Hillary Clinton til hamingju með sögulegan áfanga.“ Hann sagðist vita vel hversu erfitt starf forseta Bandaríkjanna er og því viti hann hversu hæf Hillary er í embættið. „Ég hef séð vilja hennar til að gefa öllum íbúum landsins tækifæri, sama hversu erfið baráttan er,“ sagði Obama. „Ég er spenntur og ég get ekki beðið eftir að komast þarna út og berjast með Hillary.“ Hrósaði Sanders fyrir öfluga baráttuObama nefndi Sanders í myndbandinu sínu og hrósaði honum fyrir öfluga baráttu. Forsetinn sagði það honum að þakka að margir sem hefðu ekki sýnt kosningum áhuga áður hefðu gert það nú. Hann sló á áhyggjur þeirra sem telja Demókrata ganga tvístraða til kosninga gegn Repúblikunum og vísaði í að eftir niðurstöður forkosninga árið 2008 hefðu efasemdaraddir sagt hið sama. Obama fundaði með Sanders í dag en Sanders sagðist í kjölfarið ætla að starfa með Clinton að því að sigra Repúblikana. Obama og Clinton háðu baráttu um forsetatilnefningu Demókrata árið 2008 og fór það svo að Obama bar sigur úr býtum með nokkrum meirihluta atkvæða. Kosningabaráttan var söguleg það árið enda hafði aldrei svartur maður gegnt embætti forseta. Verði Clinton forsetaefni Demókrata er baráttan ekki síður söguleg enda hefur kona aldrei verið forsetaefni annars stóru flokkanna og hvað þá gegnt embætti forseta. Obama fékk Clinton í lið með sér þegar hann myndaði ríkisstjórn sína í kjölfar sigurs í kosningunum 2008. Sögur herma að hann hafi þurft að ganga ansi lengi á eftir Clinton sem þótti ákjósanlegur kostur í embætti utanríkisráðherra vegna víðtækrar reynslu sinnar erlendis, bæði sem diplómati og sem forsetafrú í tíð eiginmanns hennar Bills Clinton. Clinton hefur þegar hafið baráttu sína gegn forsetaefni Repúblikana, Donald Trump. Sá síðarnefndi tísti um stuðning Obama. „Obama var að enda við að lýsa yfir stuðningi við hina kræklóttu Hillary. Hann vill fjögur ár enn af Obama – en enginn annar vill það!“ tísti Trump. Obama just endorsed Crooked Hillary. He wants four more years of Obama—but nobody else does!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2016 Clinton, eða öllu heldur starfsmenn hennar, svöruðu með beinskeyttum og grjóthörðum hætti: „Eyddu aðganginum þínum." Svar Clinton hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs og þykir þar flestum hún hafa skotið Trump ref fyrir rass.Delete your account. https://t.co/Oa92sncRQY— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 9, 2016 Hér má sjá stuðningsmyndband Obama: Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43 Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Barack Obama hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton, en allt stefnir í að hún verði forsetaefni Demókrata. Hún hefur þegar tryggt sér nægilegan fjölda fulltrúa til þess að hljóta útnefningu Demókrata. „Í dag vil ég bæta rödd minni við,“ sagði Obama í sérstöku stuðningsmyndbandi og benti á að síðastliðið ár hafi margar milljónir Bandaríkjamanna fengið að láta rödd sína heyrast í kosningum um tilnefningar stóru flokkanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég vil óska Hillary Clinton til hamingju með sögulegan áfanga.“ Hann sagðist vita vel hversu erfitt starf forseta Bandaríkjanna er og því viti hann hversu hæf Hillary er í embættið. „Ég hef séð vilja hennar til að gefa öllum íbúum landsins tækifæri, sama hversu erfið baráttan er,“ sagði Obama. „Ég er spenntur og ég get ekki beðið eftir að komast þarna út og berjast með Hillary.“ Hrósaði Sanders fyrir öfluga baráttuObama nefndi Sanders í myndbandinu sínu og hrósaði honum fyrir öfluga baráttu. Forsetinn sagði það honum að þakka að margir sem hefðu ekki sýnt kosningum áhuga áður hefðu gert það nú. Hann sló á áhyggjur þeirra sem telja Demókrata ganga tvístraða til kosninga gegn Repúblikunum og vísaði í að eftir niðurstöður forkosninga árið 2008 hefðu efasemdaraddir sagt hið sama. Obama fundaði með Sanders í dag en Sanders sagðist í kjölfarið ætla að starfa með Clinton að því að sigra Repúblikana. Obama og Clinton háðu baráttu um forsetatilnefningu Demókrata árið 2008 og fór það svo að Obama bar sigur úr býtum með nokkrum meirihluta atkvæða. Kosningabaráttan var söguleg það árið enda hafði aldrei svartur maður gegnt embætti forseta. Verði Clinton forsetaefni Demókrata er baráttan ekki síður söguleg enda hefur kona aldrei verið forsetaefni annars stóru flokkanna og hvað þá gegnt embætti forseta. Obama fékk Clinton í lið með sér þegar hann myndaði ríkisstjórn sína í kjölfar sigurs í kosningunum 2008. Sögur herma að hann hafi þurft að ganga ansi lengi á eftir Clinton sem þótti ákjósanlegur kostur í embætti utanríkisráðherra vegna víðtækrar reynslu sinnar erlendis, bæði sem diplómati og sem forsetafrú í tíð eiginmanns hennar Bills Clinton. Clinton hefur þegar hafið baráttu sína gegn forsetaefni Repúblikana, Donald Trump. Sá síðarnefndi tísti um stuðning Obama. „Obama var að enda við að lýsa yfir stuðningi við hina kræklóttu Hillary. Hann vill fjögur ár enn af Obama – en enginn annar vill það!“ tísti Trump. Obama just endorsed Crooked Hillary. He wants four more years of Obama—but nobody else does!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 9, 2016 Clinton, eða öllu heldur starfsmenn hennar, svöruðu með beinskeyttum og grjóthörðum hætti: „Eyddu aðganginum þínum." Svar Clinton hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs og þykir þar flestum hún hafa skotið Trump ref fyrir rass.Delete your account. https://t.co/Oa92sncRQY— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 9, 2016 Hér má sjá stuðningsmyndband Obama:
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43 Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Obama heimsótti Hiroshima Barack Obama varð í dag fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Hiroshima í Japan. 27. maí 2016 10:43
Sanders heitir því að vinna með Clinton í baráttunni við Trump Þó ekki enn hættur baráttunni um útefningu Demókrata. 9. júní 2016 18:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent