Davíð skrifar ekki leiðara Morgunblaðsins í kosningabaráttunni Erla Björg Gunnarsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 10. júní 2016 10:00 Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins VÍSIR/Anton Brink Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum fari svo að hann hljóti ekki kjör sem forseti. Um þetta hefur verið hávær orðrómur undanfarnar vikur en í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag tekur Davíð af allan vafa um þetta. „Nei þetta kemur ekki til greina. Ég hætti í stjórnmálum fyrir ellefu árum síðan og var ekki einn af þeim sem var þvingaður úr stjórnmálum. Mig hefur aldrei langað til að súa til baka. Mér þótti óskaplega gaman að vera borgarstjóri, ég var ungur og hafði gaman af því. En mig hefur aldrei langað til að verða það aftur. Ég hafði gaman af því að vera forsætisráðherra en aldrei langað að fara þangað aftur. Mér fannst gaman að vera jólasveinn á jólaböllum en mig langar ekkert að fara í það aftur,“ segir Davíð. Davíð sér aftur á móti fyrir sér að setjast aftur í ritstjórastól Morgunblaðsins að forsetakosningum loknum. „Já já já. Ég held að það sé ofboðslega gott að vera starfsmaður Morgunblaðsins í þessum kosningum. Það er svo auðvelt að taka afstöðu. Ef að starfsfólkið kann vel við mig, sem kannski einhver kann, þá kannski kjósa þau mig. Og ef einhver þolir mig ekki þá geta þau sagst kjósa mig svo kallinn komi ekki uppeftir aftur. Nei ég segi þetta svona til gamans.“ Síðustu vikur hefur ekki bara verið hávær orðrómur um að Davíð hyggi á endurkomu í stjórnmálin, hvernig svo sem forsetakosningarnar fara, en líka að hann skrifi sjálfur leiðara Morgunblaðsins á meðan kosningabaráttunni stendur. Þessum orðrómi vísar Davíð til föðurhúsanna. Hann segir að leiðaraskrif samhliða kosningabaráttu myndu reynast honum um of. „Ég vil nú ekki að hann Haraldur, minn góði vinur, heyri það en ég er ekki einu sinni að lesa þá [leiðarana] núna. Ég bara tók mér frí frá því, ekki bara að skrifa þá heldur líka að lesa þá. Þetta má ég ekki segja en er búinn að missa það út úr mér núna. Ég er viss um að þeir eru ágætir og fínir hjá Haraldi. Hann er mjög flinkur en ég er bara í öðru. Ég get ekki bætt þessu við,“ segir Davíð og á þá við Harald Johannessen, annan ritstjóra Morgunblaðsins. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins ræddu saman forsetaframbjóðendurnir Davíð, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Davíð ræddi meðal annars móður sína, föður og eiginkonu, Ástríði Thorarensen sem hann segir hafa staðið með sér í gegnum stjórnmálabröltið í öll þessi ár. „Stundum hefur hún sagt að hún hafi bara ætlað að giftast 9 til 5 manni en sitji uppi með karl sem getur aldrei verið til friðs. Ef ég yrði kosinn núna myndi hún gera það mjög vel. En ef ég kæmi heim á kosninganóttu og hefði ekki unnið – sko – sú yrði kát.“Hlusta má á allt viðtalið við Davíð, Elísabetu og Hildi í hlaðvarpi Vísis.is Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00 Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00 Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum fari svo að hann hljóti ekki kjör sem forseti. Um þetta hefur verið hávær orðrómur undanfarnar vikur en í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag tekur Davíð af allan vafa um þetta. „Nei þetta kemur ekki til greina. Ég hætti í stjórnmálum fyrir ellefu árum síðan og var ekki einn af þeim sem var þvingaður úr stjórnmálum. Mig hefur aldrei langað til að súa til baka. Mér þótti óskaplega gaman að vera borgarstjóri, ég var ungur og hafði gaman af því. En mig hefur aldrei langað til að verða það aftur. Ég hafði gaman af því að vera forsætisráðherra en aldrei langað að fara þangað aftur. Mér fannst gaman að vera jólasveinn á jólaböllum en mig langar ekkert að fara í það aftur,“ segir Davíð. Davíð sér aftur á móti fyrir sér að setjast aftur í ritstjórastól Morgunblaðsins að forsetakosningum loknum. „Já já já. Ég held að það sé ofboðslega gott að vera starfsmaður Morgunblaðsins í þessum kosningum. Það er svo auðvelt að taka afstöðu. Ef að starfsfólkið kann vel við mig, sem kannski einhver kann, þá kannski kjósa þau mig. Og ef einhver þolir mig ekki þá geta þau sagst kjósa mig svo kallinn komi ekki uppeftir aftur. Nei ég segi þetta svona til gamans.“ Síðustu vikur hefur ekki bara verið hávær orðrómur um að Davíð hyggi á endurkomu í stjórnmálin, hvernig svo sem forsetakosningarnar fara, en líka að hann skrifi sjálfur leiðara Morgunblaðsins á meðan kosningabaráttunni stendur. Þessum orðrómi vísar Davíð til föðurhúsanna. Hann segir að leiðaraskrif samhliða kosningabaráttu myndu reynast honum um of. „Ég vil nú ekki að hann Haraldur, minn góði vinur, heyri það en ég er ekki einu sinni að lesa þá [leiðarana] núna. Ég bara tók mér frí frá því, ekki bara að skrifa þá heldur líka að lesa þá. Þetta má ég ekki segja en er búinn að missa það út úr mér núna. Ég er viss um að þeir eru ágætir og fínir hjá Haraldi. Hann er mjög flinkur en ég er bara í öðru. Ég get ekki bætt þessu við,“ segir Davíð og á þá við Harald Johannessen, annan ritstjóra Morgunblaðsins. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins ræddu saman forsetaframbjóðendurnir Davíð, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Davíð ræddi meðal annars móður sína, föður og eiginkonu, Ástríði Thorarensen sem hann segir hafa staðið með sér í gegnum stjórnmálabröltið í öll þessi ár. „Stundum hefur hún sagt að hún hafi bara ætlað að giftast 9 til 5 manni en sitji uppi með karl sem getur aldrei verið til friðs. Ef ég yrði kosinn núna myndi hún gera það mjög vel. En ef ég kæmi heim á kosninganóttu og hefði ekki unnið – sko – sú yrði kát.“Hlusta má á allt viðtalið við Davíð, Elísabetu og Hildi í hlaðvarpi Vísis.is
Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00 Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00 Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00
Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00
Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00