Davíð skrifar ekki leiðara Morgunblaðsins í kosningabaráttunni Erla Björg Gunnarsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 10. júní 2016 10:00 Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins VÍSIR/Anton Brink Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum fari svo að hann hljóti ekki kjör sem forseti. Um þetta hefur verið hávær orðrómur undanfarnar vikur en í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag tekur Davíð af allan vafa um þetta. „Nei þetta kemur ekki til greina. Ég hætti í stjórnmálum fyrir ellefu árum síðan og var ekki einn af þeim sem var þvingaður úr stjórnmálum. Mig hefur aldrei langað til að súa til baka. Mér þótti óskaplega gaman að vera borgarstjóri, ég var ungur og hafði gaman af því. En mig hefur aldrei langað til að verða það aftur. Ég hafði gaman af því að vera forsætisráðherra en aldrei langað að fara þangað aftur. Mér fannst gaman að vera jólasveinn á jólaböllum en mig langar ekkert að fara í það aftur,“ segir Davíð. Davíð sér aftur á móti fyrir sér að setjast aftur í ritstjórastól Morgunblaðsins að forsetakosningum loknum. „Já já já. Ég held að það sé ofboðslega gott að vera starfsmaður Morgunblaðsins í þessum kosningum. Það er svo auðvelt að taka afstöðu. Ef að starfsfólkið kann vel við mig, sem kannski einhver kann, þá kannski kjósa þau mig. Og ef einhver þolir mig ekki þá geta þau sagst kjósa mig svo kallinn komi ekki uppeftir aftur. Nei ég segi þetta svona til gamans.“ Síðustu vikur hefur ekki bara verið hávær orðrómur um að Davíð hyggi á endurkomu í stjórnmálin, hvernig svo sem forsetakosningarnar fara, en líka að hann skrifi sjálfur leiðara Morgunblaðsins á meðan kosningabaráttunni stendur. Þessum orðrómi vísar Davíð til föðurhúsanna. Hann segir að leiðaraskrif samhliða kosningabaráttu myndu reynast honum um of. „Ég vil nú ekki að hann Haraldur, minn góði vinur, heyri það en ég er ekki einu sinni að lesa þá [leiðarana] núna. Ég bara tók mér frí frá því, ekki bara að skrifa þá heldur líka að lesa þá. Þetta má ég ekki segja en er búinn að missa það út úr mér núna. Ég er viss um að þeir eru ágætir og fínir hjá Haraldi. Hann er mjög flinkur en ég er bara í öðru. Ég get ekki bætt þessu við,“ segir Davíð og á þá við Harald Johannessen, annan ritstjóra Morgunblaðsins. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins ræddu saman forsetaframbjóðendurnir Davíð, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Davíð ræddi meðal annars móður sína, föður og eiginkonu, Ástríði Thorarensen sem hann segir hafa staðið með sér í gegnum stjórnmálabröltið í öll þessi ár. „Stundum hefur hún sagt að hún hafi bara ætlað að giftast 9 til 5 manni en sitji uppi með karl sem getur aldrei verið til friðs. Ef ég yrði kosinn núna myndi hún gera það mjög vel. En ef ég kæmi heim á kosninganóttu og hefði ekki unnið – sko – sú yrði kát.“Hlusta má á allt viðtalið við Davíð, Elísabetu og Hildi í hlaðvarpi Vísis.is Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00 Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00 Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum fari svo að hann hljóti ekki kjör sem forseti. Um þetta hefur verið hávær orðrómur undanfarnar vikur en í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag tekur Davíð af allan vafa um þetta. „Nei þetta kemur ekki til greina. Ég hætti í stjórnmálum fyrir ellefu árum síðan og var ekki einn af þeim sem var þvingaður úr stjórnmálum. Mig hefur aldrei langað til að súa til baka. Mér þótti óskaplega gaman að vera borgarstjóri, ég var ungur og hafði gaman af því. En mig hefur aldrei langað til að verða það aftur. Ég hafði gaman af því að vera forsætisráðherra en aldrei langað að fara þangað aftur. Mér fannst gaman að vera jólasveinn á jólaböllum en mig langar ekkert að fara í það aftur,“ segir Davíð. Davíð sér aftur á móti fyrir sér að setjast aftur í ritstjórastól Morgunblaðsins að forsetakosningum loknum. „Já já já. Ég held að það sé ofboðslega gott að vera starfsmaður Morgunblaðsins í þessum kosningum. Það er svo auðvelt að taka afstöðu. Ef að starfsfólkið kann vel við mig, sem kannski einhver kann, þá kannski kjósa þau mig. Og ef einhver þolir mig ekki þá geta þau sagst kjósa mig svo kallinn komi ekki uppeftir aftur. Nei ég segi þetta svona til gamans.“ Síðustu vikur hefur ekki bara verið hávær orðrómur um að Davíð hyggi á endurkomu í stjórnmálin, hvernig svo sem forsetakosningarnar fara, en líka að hann skrifi sjálfur leiðara Morgunblaðsins á meðan kosningabaráttunni stendur. Þessum orðrómi vísar Davíð til föðurhúsanna. Hann segir að leiðaraskrif samhliða kosningabaráttu myndu reynast honum um of. „Ég vil nú ekki að hann Haraldur, minn góði vinur, heyri það en ég er ekki einu sinni að lesa þá [leiðarana] núna. Ég bara tók mér frí frá því, ekki bara að skrifa þá heldur líka að lesa þá. Þetta má ég ekki segja en er búinn að missa það út úr mér núna. Ég er viss um að þeir eru ágætir og fínir hjá Haraldi. Hann er mjög flinkur en ég er bara í öðru. Ég get ekki bætt þessu við,“ segir Davíð og á þá við Harald Johannessen, annan ritstjóra Morgunblaðsins. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins ræddu saman forsetaframbjóðendurnir Davíð, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Davíð ræddi meðal annars móður sína, föður og eiginkonu, Ástríði Thorarensen sem hann segir hafa staðið með sér í gegnum stjórnmálabröltið í öll þessi ár. „Stundum hefur hún sagt að hún hafi bara ætlað að giftast 9 til 5 manni en sitji uppi með karl sem getur aldrei verið til friðs. Ef ég yrði kosinn núna myndi hún gera það mjög vel. En ef ég kæmi heim á kosninganóttu og hefði ekki unnið – sko – sú yrði kát.“Hlusta má á allt viðtalið við Davíð, Elísabetu og Hildi í hlaðvarpi Vísis.is
Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00 Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00 Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00
Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00
Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00