Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:51 Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í dag. Vísir/Anton „Þetta brýtur í bága við stjórnskipan á Íslandi og þar af leiðandi þykir okkur þetta alveg sérstaklega mikilvægt og alvarlegt mál,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en hún starfar ásamt samtökunum No Borders sem hafa mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Henry Okafor. Samtökin boðuðu til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilefni mótmælanna er brottvísun hælisleitandans Eze en samtökin telja brottvísunina ólögmæta og vilja að Eze verði fluttur til Íslands að nýju. Hann var fluttur með flugi til Svíþjóðar frá Íslandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Samtökin No Borders Iceland báðu um fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í því skyni að ræða málið. Kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sem sagði að mál Eze gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina. Þrátt fyrir þetta var Eze vísað úr landi á grundvelli hennar. Innanríkisráðherra sagðist ekki geta rætt mál hælisleitandans við samtökin og því var boðað til mótmælanna í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernir „Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri.“ Jórunn er önnur tveggja kvenna sem handteknar voru í flugvélinni sem flutti Eze úr landi í síðustu viku en þær neituðu að setjast niður fyrr en Eze yrði fjarlægður úr vélinni. Þær báðu aðra farþega um að gera slíkt hið sama. Þeim varð ekki að ósk sinni. Telja brottvísunina ólöglega „Okkar kröfur eru þær að Eze verði sóttur tilbaka til Svíþjóðar hið snarasta,“ útskýrir Jórunn. „Hann á yfir höfði sér að vera sendur aftur til Nígeríu aftur á morgun. Þar hefur hann orðið fyrir ásóknum Boko Haram, hann var hogginn í höfuðið og bróðir hans var drepinn af þeim. Þannig að það þarf að koma í veg fyrir óafturkræfar afleiðingar, svo sem að hann lendi í þeirra haldi eða drepinn ef hann verður sendur aftur til Nígeríu. Það er hið fyrsta. Svo viljum við að það verði formlega hætt við brottvísunina og ólögmæti hennar viðurkennt. Ég myndi persónulega vilja sjá í framhaldinu rannsókn á öllu þessu ákvörðunarferli sem verður til þess að honum varð vísað brott á ólöglegan máta.“ Mótmælin fóru fram í innanríkisráðuneytinu í dag og hófust klukkan hálf eitt. „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessari ólöglegu brottvísun Eze Okafor sem var framkvæmd með alltof skömmum fyrirvara og gegn ákvörðun kærunefndar útlendingamála sem hafði komist að því að það væri of seint að brottvísa honum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en svo ákveður Útlendingastofnun að fara á móti því og vísa honum samt úr landi á grundvelli hennar.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Þetta brýtur í bága við stjórnskipan á Íslandi og þar af leiðandi þykir okkur þetta alveg sérstaklega mikilvægt og alvarlegt mál,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en hún starfar ásamt samtökunum No Borders sem hafa mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Henry Okafor. Samtökin boðuðu til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilefni mótmælanna er brottvísun hælisleitandans Eze en samtökin telja brottvísunina ólögmæta og vilja að Eze verði fluttur til Íslands að nýju. Hann var fluttur með flugi til Svíþjóðar frá Íslandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Samtökin No Borders Iceland báðu um fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í því skyni að ræða málið. Kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sem sagði að mál Eze gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina. Þrátt fyrir þetta var Eze vísað úr landi á grundvelli hennar. Innanríkisráðherra sagðist ekki geta rætt mál hælisleitandans við samtökin og því var boðað til mótmælanna í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernir „Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri.“ Jórunn er önnur tveggja kvenna sem handteknar voru í flugvélinni sem flutti Eze úr landi í síðustu viku en þær neituðu að setjast niður fyrr en Eze yrði fjarlægður úr vélinni. Þær báðu aðra farþega um að gera slíkt hið sama. Þeim varð ekki að ósk sinni. Telja brottvísunina ólöglega „Okkar kröfur eru þær að Eze verði sóttur tilbaka til Svíþjóðar hið snarasta,“ útskýrir Jórunn. „Hann á yfir höfði sér að vera sendur aftur til Nígeríu aftur á morgun. Þar hefur hann orðið fyrir ásóknum Boko Haram, hann var hogginn í höfuðið og bróðir hans var drepinn af þeim. Þannig að það þarf að koma í veg fyrir óafturkræfar afleiðingar, svo sem að hann lendi í þeirra haldi eða drepinn ef hann verður sendur aftur til Nígeríu. Það er hið fyrsta. Svo viljum við að það verði formlega hætt við brottvísunina og ólögmæti hennar viðurkennt. Ég myndi persónulega vilja sjá í framhaldinu rannsókn á öllu þessu ákvörðunarferli sem verður til þess að honum varð vísað brott á ólöglegan máta.“ Mótmælin fóru fram í innanríkisráðuneytinu í dag og hófust klukkan hálf eitt. „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessari ólöglegu brottvísun Eze Okafor sem var framkvæmd með alltof skömmum fyrirvara og gegn ákvörðun kærunefndar útlendingamála sem hafði komist að því að það væri of seint að brottvísa honum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en svo ákveður Útlendingastofnun að fara á móti því og vísa honum samt úr landi á grundvelli hennar.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent