
Búist við allt að miljón ferðamönnum til Frakklands í sumar vegna mótsins.
Viðvörun Bandaríkjanna snýr einnig að Tourr de France og hátíðardegi kaþólsku kirkjunnar í Krakow í Póllandi þar sem búist er við 2,5 milljónum ferðamanna.
Löggæsla í Frakklandi var færð á hæsta viðbúnaðarstig vegna árásanna í nóvember. Það var svo framlengt í annað sinn í vor til að ná yfir EM og Tour de France.
Viðbúnaðarstigið og yfirlýst neyðarástand gerir yfirvöldum kleift að setja fólk sem talið er vera ógn við almenning í stofufangelsi án dóms og laga. Lögreglan hefur einnig getað gert árásir á heimili fólks án dómsúrskurðar, en sú heimild fellur úr gildi með nýrri framlengingu.