Þar höfum við það. Jafnvel gáfuðustu menn heims geta ekki útskýrt gífurlegar vinsældir Donald Trumps í Bandaríkjunum. Stephen Hawking var spurður að því sjónvarpsviðtali við ITV‘s Good Morning Britain hvort hann gæti útskýrt gífurlegt aðdráttarafl Trump og hann svaraði neitandi.
„Það get ég ekki. Hann er demógóg sem virðist höfða til lægsta samnefnara mannlegs eðlis," sagði vélrödd Hawkings í viðtalinu.
Bretar eiga ekki að yfirgefa ESB
Í sama viðtali hvatti Hawking Breta til þess að kjósa fyrir áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Hann segir það skynsamlegast í þágu vísindanna.
„Það eru tvær góðar ástæður fyrir því að vera áfram í Evrópusambandinu. Sú fyrri er að það eykur möguleika Breta fyrir búsetu annars staðar. Fólk getur farið og lært erlendis og útlendingar geta komið hingað og lært.“
Hin ástæðan snýr að öryggi landsins og fjárhagslegum stöðugleika.
„Bara möguleikinn á því að við séum hugsanlega að fara yfirgefa Evrópusambandið hefur valdið hnignun pundsins. Það er spá markaðsins að það muni valda skaða á hagkerfi okkar.“
Stephen Hawking botnar ekkert í vinsældum Donald Trump

Tengdar fréttir

Bandarískir kjósendur ósáttir við útnefningarferli flokkanna
Um sjötíu prósent Bandaríkjamanna eru pirruð á forkosningaferlinu ógnarlanga. Um fjörutíu prósent þeirra telja tveggja flokka kerfið meingallað og aðeins fjögur prósent bera mikið traust til þjóðþingsins.

Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn
Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag.

Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group
Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu.