Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Víkingur Ó. 5-1 | Fjölnismenn með stórsigur gegn Ólsurum | Sjáðu mörkin Smári Jökull Jónsson á Fjölnisvelli skrifar 22. maí 2016 22:15 Gunnar Már Guðmundsson skoraði fyrir Fjölni. vísir/vilhelm Fjölnir var 5-1 stórsigur gegn Víkingi frá Ólafsvík í Grafarvoginum í kvöld. Fjölnir náði þar með í sinn þriðja sigur en Víkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni þetta árið.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Fjölnisvelli og tók meðfylgjandi myndir. Fjölnismenn komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Martin Lund Pedersen og Gunnari Má Guðmundssyni. Í upphafi seinni hálfleiks náði Hrvoje Tokic að minnka muninn en Viðar Ari Jónsson skoraði glæsilegt mark strax í kjölfarið. Við þetta var allt loft úr Víkingum og þeir Hans Viktor Guðmundsson og Marcus Solberg náðu að bæta við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 5-1 og fyrsti ósigur Ólsara staðreynd. Fjölnismenn eru komnir með 9 stig eftir sigurinn og sitja í 4.sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Breiðablik og FH en Hafnfirðingar eiga leik til góða.Af hverju vann Fjölnir?Fyrstu 25 mínútur leiksins voru fremur tíðindalitlar en eftir að Fjölnismenn komust í 1-0 voru þeir einfaldlega mun sterkara liðið. Þeir voru mun grimmari í öllum sínum aðgerðum og sóknarleikurinn allt annar en gegn FH í síðustu umferð. Heimamenn nýttu sér mistök Víkinga til hins ítrasta og hefðu getað skorað fleiri mörk. Ágúst Gylfason hefur greinilega lesið vel yfir sínum mönnum eftir FH-leikinn og náð að undirbúa liðið vel fyrir leikinn í kvöld. Þeir áttu svar við öllum tilraunum Víkinga og vörn þeirra var þétt svo gott sem allan leikinn. Sóknarleikurinn var markviss og skyndisóknirnar hættulegar. Fjölnismenn fengu framlag frá mörgum mönnum í kvöld og heilt yfir leit liðið mjög vel út. Baráttan var til fyrirmyndar enda var baráttuhundurinn Ágúst mjög sáttur eftir leikinn.Hverjir stóðu upp úr?Viðar Ari Jónsson átti frábæran leik fyrir Fjölnismenn. Hann átti stóran þátt í öðru markinu, skoraði þriðja markið með stórglæsilegu skoti og gerði vel í fjórða markinu sömuleiðis. Magnaður leikur hjá þessum unga leikmanni sem var að skora sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni. Guðmundur Karl Guðmundsson átti sömuleiðis fínan leik fyrir heimamenn. Hann var sívinnandi, skapaði oft á tíðum hættu og lagði upp tvö mörk. Vörn heimamanna var traust og miðverðirnir Salquist og Ivanovski náðu vel saman. Gömlu refirnir Ólafur Páll og Gunnar Már eru gríðar mikilvægir í þessu liði og spili þeir vel má eiga von á góðum leik hjá Fjölni. Sú var raunin í dag. Fátt stóð upp úr hjá Víkingum. Þeir léku vel undir getu og erfitt að taka eitthvað jákvætt úr þeirra leik í dag.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Víkinga gekk afar illa. Þeir sköpuðu sér fá færi og voru undir í baráttunni á miðjunni. Hrvoje Tokic fékk ekki úr miklu að moða þó svo að hann hafi náð inn einu marki eftir fast leikatriði. Pressa Víkinga gekk sömuleiðis illa. Þeir byrjuðu á að mæta Fjölnismönnum framarlega en heimamenn náðu að spila sig framhjá pressuvörninni. Eftir góða byrjun á seinni hálfleik fengu gestirnir algjört kjaftshögg þegar Viðar Ari skoraði strax í kjölfarið og Víkingar virtust gefast upp eftir það. Vissulega voru mörk Viðars Ara og Hans Viktors glæsileg en vörn Víkinga var oft á tíðum sofandi og gerðu heimamönnum auðvelt fyrir.Hvað gerist næst?Næst á dagskrá eru bikarleikir. Bæði liðin eiga leiki gegn úrvalsdeildarliðum, Fjölnismenn heimaleik gegn Val en Víkingar fara í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni. Víkingar þurfa augljóslega að skoða sinn leik niður í kjölinn áður en þeir mæta á Samsung-völlinn en Fjölnismenn ætla sér vafalaust að byggja á þessum góða sigri í kvöld. Þeir verða þó að passa sig að dvelja ekki of lengi við leikinn í kvöld því Valsarar mæta sömuleiðis fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur gegn Þrótturum. Með sigrinum í kvöld eru Fjölnismenn komnir með 9 stig í Pepsi-deildinni og eru einu stigi á eftir Ólsurum. Fjölnismenn eru komnir með níu stig í Pepsi-deildinni.vísir/pjeturÁgúst: Áttum glimrandi leik Ágúst Gylfason var verulega sáttur eftir sigurinn gegn Víkingi Ólafsvík í kvöld og framfarirnar frá því í leiknum gegn FH í síðustu umferð. „Ég var mjög ánægður með strákana í dag, frábær leikur hjá okkur. Við gerðum það sem við lögðum upp með og skoruðum frábær fimm mörk. Það var frábært að fá sigur í dag. Ég var ánægður með áhorfendur og alla umgjörðina. Þetta var okkar dagur í dag,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum. „Við komum okkur inn í teiginn og skoruðum mörk. Við höfum náð að koma okkur inn í teig andstæðinganna en ekki náð að reka endahnútinn á það. En það virkaði í dag og það komu fimm sæt mörk. Hansi (Hans Viktor) og Viddi (Viðar Ari) skoruðu frábær mörk og hin þrjú voru flott líka. Það skilaði sér í leikinn sem við höfum verið að gera á æfingum,“ bætti Ágúst við. Víkingar komu taplausir í leikinn í dag en áttu fá svör við góðum leik heimamanna. „Við vorum búnir að finna einhverja veikleika. En við spiluðum bara okkar leik og spáðum ekki mikið í mótherjana. Við áttum glimrandi leik og það var flottur karakter í liðinu. Það skilaði okkur þremur stigum." Fjölnismenn kynntu nýtt nafn á heimavelli sínum sem hér eftir mun heita Extra-völlurinn. Ágúst talaði sérstaklega um það í viðtalinu eftir leik. „Það eru þessir litlu hlutir sem eru að virka fyrir okkur. Þetta er einn hluti af þessu, flott nafn á vellinum. Við gerðum extra í dag,“ sagði Ágúst brosandi að lokum.Ejub og strákarnir hans fengu skell í Grafarvoginum.vísir/vilhelmEjub: Við litum út eins og 1.deildar lið Ejub Purisevic þjálfari Víkings var fámáll eftir leik og sagði fátt hafa gengið upp hjá sínum mönnum í dag „Við töpum 5-1 og vorum einfaldlega ekki tilbúnir í leikinn. Fjölnir er með rosalega gott lið og voru tilbúnir að refsa okkur,“ sagði svekktur Ejub í samtali við Vísi eftir leik. Fjölnismenn virtust eiga svör við öllum tilraunum Víkinga en Ejub hafði engar skýringar á reiðum höndum. „Það gekk ekkert upp og við vorum aldrei tilbúnir í leikinn. Við gerðum allt of mikið af mistökum og litum út eins og 1.deildar lið. Það kemur í ljós hvaða áhrif þetta hefur, við munum tapa fleiri leikjum en þessum,“ bætti Ejub við. „Næst er bikarleikur og svo leikur í deildinni gegn FH. Við kannski lærum af þessum leik,“ sagði Ejub að lokum.Viðar Ari: Hef gert þetta áður Viðar Ari Jónsson átti mjög góðan leik í kvöld. Hann skoraði glæsilegt mark og átti auk þess þátt í tveimur öðrum. Hann var mjög ánægður þegar Vísir náði tali af honum í leikslok. „Ég er hrikalega sáttur með þetta allt. Með liðið, við stöndum okkur gríðarlega vel og það sást úti á velli. Mér fannst við vera grimmir og baráttan í lagi. Við mættum frá fyrstu mínútu, gefum þeim aldrei séns og vorum með yfirhöndina allan leikinn,“ sagði Viðar í samtali við Vísi. Viðar sagði liðið hafa spilað mun betur en gegn FH í síðustu umferð. „Við voru samstilltir frá fyrstu mínútu. Við hefðum átt að gera þetta á móti FH en í dag var eitthvað sem small. Svona á þetta að vera.“ „Ég hef gert þetta áður, fyrir utan teig með vinstri,“ sagði Viðar aðspurður um hvort hann hefði skorað svona fallegt mark áður. „Það er ljúft að setja hann svona. Það er allt hægt í þessu. Nú set ég Gumma Kalla í bakvörðinn og ég fer á kantinn og þá fer eitthvað að gerast. Ég lofa ykkur því,“ sagði kampakátur Viðar Ari Jónsson í leikslok sem var að skora sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni.Mörkin úr leiknum Stuðningsmenn Fjölnis voru í góðum gír.vísir/vilhelm Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Fjölnir var 5-1 stórsigur gegn Víkingi frá Ólafsvík í Grafarvoginum í kvöld. Fjölnir náði þar með í sinn þriðja sigur en Víkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni þetta árið.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Fjölnisvelli og tók meðfylgjandi myndir. Fjölnismenn komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Martin Lund Pedersen og Gunnari Má Guðmundssyni. Í upphafi seinni hálfleiks náði Hrvoje Tokic að minnka muninn en Viðar Ari Jónsson skoraði glæsilegt mark strax í kjölfarið. Við þetta var allt loft úr Víkingum og þeir Hans Viktor Guðmundsson og Marcus Solberg náðu að bæta við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 5-1 og fyrsti ósigur Ólsara staðreynd. Fjölnismenn eru komnir með 9 stig eftir sigurinn og sitja í 4.sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Breiðablik og FH en Hafnfirðingar eiga leik til góða.Af hverju vann Fjölnir?Fyrstu 25 mínútur leiksins voru fremur tíðindalitlar en eftir að Fjölnismenn komust í 1-0 voru þeir einfaldlega mun sterkara liðið. Þeir voru mun grimmari í öllum sínum aðgerðum og sóknarleikurinn allt annar en gegn FH í síðustu umferð. Heimamenn nýttu sér mistök Víkinga til hins ítrasta og hefðu getað skorað fleiri mörk. Ágúst Gylfason hefur greinilega lesið vel yfir sínum mönnum eftir FH-leikinn og náð að undirbúa liðið vel fyrir leikinn í kvöld. Þeir áttu svar við öllum tilraunum Víkinga og vörn þeirra var þétt svo gott sem allan leikinn. Sóknarleikurinn var markviss og skyndisóknirnar hættulegar. Fjölnismenn fengu framlag frá mörgum mönnum í kvöld og heilt yfir leit liðið mjög vel út. Baráttan var til fyrirmyndar enda var baráttuhundurinn Ágúst mjög sáttur eftir leikinn.Hverjir stóðu upp úr?Viðar Ari Jónsson átti frábæran leik fyrir Fjölnismenn. Hann átti stóran þátt í öðru markinu, skoraði þriðja markið með stórglæsilegu skoti og gerði vel í fjórða markinu sömuleiðis. Magnaður leikur hjá þessum unga leikmanni sem var að skora sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni. Guðmundur Karl Guðmundsson átti sömuleiðis fínan leik fyrir heimamenn. Hann var sívinnandi, skapaði oft á tíðum hættu og lagði upp tvö mörk. Vörn heimamanna var traust og miðverðirnir Salquist og Ivanovski náðu vel saman. Gömlu refirnir Ólafur Páll og Gunnar Már eru gríðar mikilvægir í þessu liði og spili þeir vel má eiga von á góðum leik hjá Fjölni. Sú var raunin í dag. Fátt stóð upp úr hjá Víkingum. Þeir léku vel undir getu og erfitt að taka eitthvað jákvætt úr þeirra leik í dag.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Víkinga gekk afar illa. Þeir sköpuðu sér fá færi og voru undir í baráttunni á miðjunni. Hrvoje Tokic fékk ekki úr miklu að moða þó svo að hann hafi náð inn einu marki eftir fast leikatriði. Pressa Víkinga gekk sömuleiðis illa. Þeir byrjuðu á að mæta Fjölnismönnum framarlega en heimamenn náðu að spila sig framhjá pressuvörninni. Eftir góða byrjun á seinni hálfleik fengu gestirnir algjört kjaftshögg þegar Viðar Ari skoraði strax í kjölfarið og Víkingar virtust gefast upp eftir það. Vissulega voru mörk Viðars Ara og Hans Viktors glæsileg en vörn Víkinga var oft á tíðum sofandi og gerðu heimamönnum auðvelt fyrir.Hvað gerist næst?Næst á dagskrá eru bikarleikir. Bæði liðin eiga leiki gegn úrvalsdeildarliðum, Fjölnismenn heimaleik gegn Val en Víkingar fara í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni. Víkingar þurfa augljóslega að skoða sinn leik niður í kjölinn áður en þeir mæta á Samsung-völlinn en Fjölnismenn ætla sér vafalaust að byggja á þessum góða sigri í kvöld. Þeir verða þó að passa sig að dvelja ekki of lengi við leikinn í kvöld því Valsarar mæta sömuleiðis fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur gegn Þrótturum. Með sigrinum í kvöld eru Fjölnismenn komnir með 9 stig í Pepsi-deildinni og eru einu stigi á eftir Ólsurum. Fjölnismenn eru komnir með níu stig í Pepsi-deildinni.vísir/pjeturÁgúst: Áttum glimrandi leik Ágúst Gylfason var verulega sáttur eftir sigurinn gegn Víkingi Ólafsvík í kvöld og framfarirnar frá því í leiknum gegn FH í síðustu umferð. „Ég var mjög ánægður með strákana í dag, frábær leikur hjá okkur. Við gerðum það sem við lögðum upp með og skoruðum frábær fimm mörk. Það var frábært að fá sigur í dag. Ég var ánægður með áhorfendur og alla umgjörðina. Þetta var okkar dagur í dag,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum. „Við komum okkur inn í teiginn og skoruðum mörk. Við höfum náð að koma okkur inn í teig andstæðinganna en ekki náð að reka endahnútinn á það. En það virkaði í dag og það komu fimm sæt mörk. Hansi (Hans Viktor) og Viddi (Viðar Ari) skoruðu frábær mörk og hin þrjú voru flott líka. Það skilaði sér í leikinn sem við höfum verið að gera á æfingum,“ bætti Ágúst við. Víkingar komu taplausir í leikinn í dag en áttu fá svör við góðum leik heimamanna. „Við vorum búnir að finna einhverja veikleika. En við spiluðum bara okkar leik og spáðum ekki mikið í mótherjana. Við áttum glimrandi leik og það var flottur karakter í liðinu. Það skilaði okkur þremur stigum." Fjölnismenn kynntu nýtt nafn á heimavelli sínum sem hér eftir mun heita Extra-völlurinn. Ágúst talaði sérstaklega um það í viðtalinu eftir leik. „Það eru þessir litlu hlutir sem eru að virka fyrir okkur. Þetta er einn hluti af þessu, flott nafn á vellinum. Við gerðum extra í dag,“ sagði Ágúst brosandi að lokum.Ejub og strákarnir hans fengu skell í Grafarvoginum.vísir/vilhelmEjub: Við litum út eins og 1.deildar lið Ejub Purisevic þjálfari Víkings var fámáll eftir leik og sagði fátt hafa gengið upp hjá sínum mönnum í dag „Við töpum 5-1 og vorum einfaldlega ekki tilbúnir í leikinn. Fjölnir er með rosalega gott lið og voru tilbúnir að refsa okkur,“ sagði svekktur Ejub í samtali við Vísi eftir leik. Fjölnismenn virtust eiga svör við öllum tilraunum Víkinga en Ejub hafði engar skýringar á reiðum höndum. „Það gekk ekkert upp og við vorum aldrei tilbúnir í leikinn. Við gerðum allt of mikið af mistökum og litum út eins og 1.deildar lið. Það kemur í ljós hvaða áhrif þetta hefur, við munum tapa fleiri leikjum en þessum,“ bætti Ejub við. „Næst er bikarleikur og svo leikur í deildinni gegn FH. Við kannski lærum af þessum leik,“ sagði Ejub að lokum.Viðar Ari: Hef gert þetta áður Viðar Ari Jónsson átti mjög góðan leik í kvöld. Hann skoraði glæsilegt mark og átti auk þess þátt í tveimur öðrum. Hann var mjög ánægður þegar Vísir náði tali af honum í leikslok. „Ég er hrikalega sáttur með þetta allt. Með liðið, við stöndum okkur gríðarlega vel og það sást úti á velli. Mér fannst við vera grimmir og baráttan í lagi. Við mættum frá fyrstu mínútu, gefum þeim aldrei séns og vorum með yfirhöndina allan leikinn,“ sagði Viðar í samtali við Vísi. Viðar sagði liðið hafa spilað mun betur en gegn FH í síðustu umferð. „Við voru samstilltir frá fyrstu mínútu. Við hefðum átt að gera þetta á móti FH en í dag var eitthvað sem small. Svona á þetta að vera.“ „Ég hef gert þetta áður, fyrir utan teig með vinstri,“ sagði Viðar aðspurður um hvort hann hefði skorað svona fallegt mark áður. „Það er ljúft að setja hann svona. Það er allt hægt í þessu. Nú set ég Gumma Kalla í bakvörðinn og ég fer á kantinn og þá fer eitthvað að gerast. Ég lofa ykkur því,“ sagði kampakátur Viðar Ari Jónsson í leikslok sem var að skora sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni.Mörkin úr leiknum Stuðningsmenn Fjölnis voru í góðum gír.vísir/vilhelm
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira