Vilja halda gjaldeyrisútboð í næsta mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2016 18:04 Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið sé liður í aðgerðaáætlun um losun fjármagnshafta sem kynnt var í júní í fyrra. Fyrsta skrefið sé búið og aflandskrónurnar séu næstar. „Aflandskrónueignir eru nú yfir 300 milljarðar króna og er líklegt talið að eigendur þeirra kysu að umbreyta þeim í gjaldeyri ef slíkt væri heimilt. Það kynni að hafa neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð og fjármálalegan stöðugleika. Dæmi um slíkar eignir eru innstæður, fjármunir á fjárvörslureikningi, skuldabréf og víxlar.“ Í tilkynningunni segir að aflandskrónueignir verði áfram háðar takmörkunum en megintilgangur frumvarps Bjarna hafi verið að aðgreina þær eignir nánar og með tryggilegum hætti. Verði frumvarpið að lögum stendur til að Seðlabanki Íslands haldi gjaldeyrisútboð í næsta mánuði. Þar verði aflandskrónueigendum gefinn kostur á að skipta þeim í evrur. Þær eignir sem ekki verða nýttar í útboðinu muni sæta þeim takmörkunum sem boðaðar séu í frumvarpinu. „Í tæp átta ár hafa fjármagnshöftin takmarkað áhættudreifingu í eignasöfnum innlendra aðila og heft möguleika fyrirtækja til að nýta samstarfsverkefni við erlenda aðila og ávöxtunartækifæri erlendis. Efnahagslegt óhagræði sem af þessu hlýst fer vaxandi með tímanum. Þessi liður í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta leggur grunninn að næstu skrefum í átt til losunar gjaldeyrishafta og munu þau snúa að heimilum og fyrirtækjum á Íslandi.“ Alþingi Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi á Alþingi sem markar næstu skref við losun fjármagnshafta á Íslandi. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frumvarpið sé liður í aðgerðaáætlun um losun fjármagnshafta sem kynnt var í júní í fyrra. Fyrsta skrefið sé búið og aflandskrónurnar séu næstar. „Aflandskrónueignir eru nú yfir 300 milljarðar króna og er líklegt talið að eigendur þeirra kysu að umbreyta þeim í gjaldeyri ef slíkt væri heimilt. Það kynni að hafa neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð og fjármálalegan stöðugleika. Dæmi um slíkar eignir eru innstæður, fjármunir á fjárvörslureikningi, skuldabréf og víxlar.“ Í tilkynningunni segir að aflandskrónueignir verði áfram háðar takmörkunum en megintilgangur frumvarps Bjarna hafi verið að aðgreina þær eignir nánar og með tryggilegum hætti. Verði frumvarpið að lögum stendur til að Seðlabanki Íslands haldi gjaldeyrisútboð í næsta mánuði. Þar verði aflandskrónueigendum gefinn kostur á að skipta þeim í evrur. Þær eignir sem ekki verða nýttar í útboðinu muni sæta þeim takmörkunum sem boðaðar séu í frumvarpinu. „Í tæp átta ár hafa fjármagnshöftin takmarkað áhættudreifingu í eignasöfnum innlendra aðila og heft möguleika fyrirtækja til að nýta samstarfsverkefni við erlenda aðila og ávöxtunartækifæri erlendis. Efnahagslegt óhagræði sem af þessu hlýst fer vaxandi með tímanum. Þessi liður í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta leggur grunninn að næstu skrefum í átt til losunar gjaldeyrishafta og munu þau snúa að heimilum og fyrirtækjum á Íslandi.“
Alþingi Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira