Hermann: Það er búið að sparka í liggjandi menn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2016 18:20 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis. Vísir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn ÍA í fyrsta leik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í dag. Það hefur mikið gengið á í vikunni hjá Hermanni og Fylkismönnum eftir að Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna á mánudag. „Það er búið að sparka í liggjandi menn og þetta var frábært hjá mínum mönnum,“ sagði Hermann í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta var frábær leikur hjá okkur, frá upphafi til enda. Ég er hrikalega ánægður með baráttuna í okkar mönnum og hvernig okkur tókst að leysa verkefnið úti á vellinum.“ „Við sköpuðum fullt af færum og á góðum degi hefðum við getað skorað nokkur í viðbót. En það sem stendur upp úr er það sem við gerðum úti á vellinum. Hver einasti leikmaður lagði sig fram og á heiður skilinn fyrir frammistöðuna.“ „Við stjórnuðum spilinu og það sást á mönnum að þeir nutu þess að spila fótbolta og vera til,“ sagði Hermann sem hefur ekki áhyggjur af því að mönnum tókst ekki að nýta færin nægilega vel í dag. „Svo lengi sem við fáum færi og erum að vinna okkar baráttur - erum líka silkislakir á boltanum - þá er þetta hrikalega skemmtilegt. Við vorum rosalega flottir í dag.“ Fylkir á Fjölni á heimavelli í næsta leik en Hermann segir alla einbeitingu vera á hans eigin leikmönnum. „Við erum að hugsa um hvað við getum gert vel. Ef við eru einbeittir að því þá munum við taka fullt af stigum í sumar. Auðvitað verður boltinn að fara yfir línuna en ef við höldum áfram að skapa okkur færi þá koma mörkin.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 1-1 | Fylkismenn nældu í fyrsta stig sumarsins - Sjáðu mörkin Fylkismenn kræktu í fyrsta stig sitt á tímabilinu í dag í 1-1 jafntefli gegn ÍA upp á Skaga í dag en Árbæingar voru óheppnir að næla ekki í öll þrjú stigin. 21. maí 2016 18:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn ÍA í fyrsta leik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í dag. Það hefur mikið gengið á í vikunni hjá Hermanni og Fylkismönnum eftir að Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik liðanna á mánudag. „Það er búið að sparka í liggjandi menn og þetta var frábært hjá mínum mönnum,“ sagði Hermann í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta var frábær leikur hjá okkur, frá upphafi til enda. Ég er hrikalega ánægður með baráttuna í okkar mönnum og hvernig okkur tókst að leysa verkefnið úti á vellinum.“ „Við sköpuðum fullt af færum og á góðum degi hefðum við getað skorað nokkur í viðbót. En það sem stendur upp úr er það sem við gerðum úti á vellinum. Hver einasti leikmaður lagði sig fram og á heiður skilinn fyrir frammistöðuna.“ „Við stjórnuðum spilinu og það sást á mönnum að þeir nutu þess að spila fótbolta og vera til,“ sagði Hermann sem hefur ekki áhyggjur af því að mönnum tókst ekki að nýta færin nægilega vel í dag. „Svo lengi sem við fáum færi og erum að vinna okkar baráttur - erum líka silkislakir á boltanum - þá er þetta hrikalega skemmtilegt. Við vorum rosalega flottir í dag.“ Fylkir á Fjölni á heimavelli í næsta leik en Hermann segir alla einbeitingu vera á hans eigin leikmönnum. „Við erum að hugsa um hvað við getum gert vel. Ef við eru einbeittir að því þá munum við taka fullt af stigum í sumar. Auðvitað verður boltinn að fara yfir línuna en ef við höldum áfram að skapa okkur færi þá koma mörkin.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 1-1 | Fylkismenn nældu í fyrsta stig sumarsins - Sjáðu mörkin Fylkismenn kræktu í fyrsta stig sitt á tímabilinu í dag í 1-1 jafntefli gegn ÍA upp á Skaga í dag en Árbæingar voru óheppnir að næla ekki í öll þrjú stigin. 21. maí 2016 18:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 1-1 | Fylkismenn nældu í fyrsta stig sumarsins - Sjáðu mörkin Fylkismenn kræktu í fyrsta stig sitt á tímabilinu í dag í 1-1 jafntefli gegn ÍA upp á Skaga í dag en Árbæingar voru óheppnir að næla ekki í öll þrjú stigin. 21. maí 2016 18:45