ISIS kallar eftir hryðjuverkaárásum á Vesturveldin í næsta mánuði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2016 21:18 Skilaboð sem sögð eru vera frá talsmanni ISIS kalla eftir því að stuðningsmenn ISIS fremji hryðjuverk í föstumánuði múslima sem hefst í byrjun júní. Vísir/Getty Opinber talsmaður ISIS kallar eftir því að fylgismenn hryðjuverkasamtakanna láti til skarar skríða og fremji hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu á meðan Ramadan, föstumánuður múslima, stendur yfir en hann hefst 6. júní næstkomandi. Skilaboðin eru sögð koma frá Abu Muhammad al-Adnani, háttsettum liðsmanni ISIS sem gjarnan er nefndur talsmaður samtakanna. Skilaboðunum var dreift á samfélagsmiðlinum Twitter en samkvæmt frétt Reuters hefur ekki takist að sannreyna hvort að skilaboðin komi í raun og veru frá ISIS. Þó er bent á að skilaboðunum hafi verið dreift á Twitter af þeim sem áður hafa dreift yfirlýsingum frá ISIS. Í skilaboðunum eru stuðningsmenn ISIS í Bandaríkjunum og Evrópu hvattir til þess að láta til skarar skríða gegn yfirvöldum og almennum borgum fremur en að freista þess að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi en þrengt hefur að yfirráðarsvæði ISIS þar í landi sem og í Írak eftir harðar loftárásir Bandaríkjanna og fleiri ríkja á skotmörk tengd ISIS. ISIS lýstu yfir ábyrgð sinni á hinum mannskæðu hryðjuverkunum í París á síðasta ári og Brussel á þessu ári og óttast er að innan Evrópu leynist hryðjuverkasellur á borð við þær sem frömdu árásirnar. Hefur öryggisgæsla á EM í knattspyrnu í sumar til að mynda verið hert gríðarlega vegna ótta um að gerðar verði hryðjuverkaárásir á meðan keppninni stendur. Í skilaboðinum er ekki minnst á flugvél EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið. Yfirvöld í Egyptalandi segjast gruna að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Engin samtök hafa hins vegar lýst yfir ábyrgð. Enn er leitað að flugritum vélarinnar svo varpa megi ljósi á það hvað hafi grandað vélinni. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Opinber talsmaður ISIS kallar eftir því að fylgismenn hryðjuverkasamtakanna láti til skarar skríða og fremji hryðjuverk í Bandaríkjunum og Evrópu á meðan Ramadan, föstumánuður múslima, stendur yfir en hann hefst 6. júní næstkomandi. Skilaboðin eru sögð koma frá Abu Muhammad al-Adnani, háttsettum liðsmanni ISIS sem gjarnan er nefndur talsmaður samtakanna. Skilaboðunum var dreift á samfélagsmiðlinum Twitter en samkvæmt frétt Reuters hefur ekki takist að sannreyna hvort að skilaboðin komi í raun og veru frá ISIS. Þó er bent á að skilaboðunum hafi verið dreift á Twitter af þeim sem áður hafa dreift yfirlýsingum frá ISIS. Í skilaboðunum eru stuðningsmenn ISIS í Bandaríkjunum og Evrópu hvattir til þess að láta til skarar skríða gegn yfirvöldum og almennum borgum fremur en að freista þess að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi en þrengt hefur að yfirráðarsvæði ISIS þar í landi sem og í Írak eftir harðar loftárásir Bandaríkjanna og fleiri ríkja á skotmörk tengd ISIS. ISIS lýstu yfir ábyrgð sinni á hinum mannskæðu hryðjuverkunum í París á síðasta ári og Brussel á þessu ári og óttast er að innan Evrópu leynist hryðjuverkasellur á borð við þær sem frömdu árásirnar. Hefur öryggisgæsla á EM í knattspyrnu í sumar til að mynda verið hert gríðarlega vegna ótta um að gerðar verði hryðjuverkaárásir á meðan keppninni stendur. Í skilaboðinum er ekki minnst á flugvél EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið. Yfirvöld í Egyptalandi segjast gruna að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Engin samtök hafa hins vegar lýst yfir ábyrgð. Enn er leitað að flugritum vélarinnar svo varpa megi ljósi á það hvað hafi grandað vélinni.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Afar mikill viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar á EM í Frakklandi Öryggisgæslan í kringum Evrópumótið í knattspyrnu er gríðarlega umfangsmikil að sögn Víðis Reynissonar, öryggisfulltrúa KSÍ. 15. apríl 2016 06:00