Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem fór fram í London í vikunni en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu.
Hrafnhildur byrjaði mótið af krafti þegar hún vann silfurverðlaun í 100 metra bringusundi á fimmtudaginn en hún setti nýtt Íslandsmet í leiðinni.
Var það besti árangur íslenskrar sundkonu á EM en Hrafnhildur fylgdi því eftir með bronsverðlaunum í 200 metra bringusundi á föstudaginn.
Hrafnhildur nældi síðan í silfur í 50 metra bringusundi fyrr í dag en það voru þriðju verðlaun hennar á þessu móti.
Hrafnhildur endaði því með þrjá verðlaunapeninga en hún vann fleiri verðlaunapeninga en lönd á borð við Rússland (2), Belgía(2), Finnland (2), Noreg (1) og Portúgal (1).
Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti


Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
