Það sem við gerum best Jens Garðar Helgason skrifar 24. maí 2016 07:00 Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum. Íslenskur sjávarútvegur er sá eini meðal ríkja OECD sem er nettógreiðandi til samfélagsins. Í öllum öðrum ríkjum OECD er sjávarútvegur meira og minna ríkisstyrktur eins og landbúnaður. Raunar er hann oft notaður sem eins konar aukabúgrein við ferðaþjónustu, tæki til að skapa líf í höfnum og skemmta túristum. Víða annar staðar er hann svo notaður nær eingöngu sem eins konar byggðatæki. Á Íslandi er reynt að koma til móts við þessar kröfur en við sem komum að sjávarútvegi á Íslandi erum stolt af því að hér á landi eru meiri og strangari kröfur gerðar til atvinnugreinarinnar. Skilar samfélaginu miklu Sjávarútvegsfyrirtæki eru meðal þeirra lögaðila sem greiða allra hæstu skatta til samfélagsins og það þótt veiðigjöld séu ekki talin með. Þegar þau eru tekin inn í myndina raða sjávarútvegsfyrirtæki sér í nær öll efstu sætin þegar kemur að skatttekjum samfélagsins; tekjum sem síðar eru notaðar til að standa undir kostnaði við rekstur samfélags okkar og velferðar. Reyndar er það svo að nær allar greiningar í heiminum benda til þess að þegar kemur að sjávarútvegi hafi okkur Íslendingum tekist betur en öðrum þjóðum við að skapa arðsama, nútímalega og sjálfbæra atvinnugrein. Vel rekin atvinnugrein Sjávarútvegur á Íslandi er þar fyrir utan sú atvinnugrein sem þykir best rekin á Íslandi og skapa mest verðmæti út frá sér. Ef rifjað er upp dæmi í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gerði í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um Ísland kom fram að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls – sjávarútvegur. Í ljósi þessa má spyrja sig hvers vegna fiskveiðistjórn íslensku þjóðarinnar sé það kerfi sem sumir telja að helst þurfi að breyta á Íslandi. Íslenskur sjávarútvegur þykir nefnilega til marks um að Íslendingar geta gert vel þegar kemur að harðri alþjóðlegri samkeppni og skapað öfluga þekkingargrein. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum. Íslenskur sjávarútvegur er sá eini meðal ríkja OECD sem er nettógreiðandi til samfélagsins. Í öllum öðrum ríkjum OECD er sjávarútvegur meira og minna ríkisstyrktur eins og landbúnaður. Raunar er hann oft notaður sem eins konar aukabúgrein við ferðaþjónustu, tæki til að skapa líf í höfnum og skemmta túristum. Víða annar staðar er hann svo notaður nær eingöngu sem eins konar byggðatæki. Á Íslandi er reynt að koma til móts við þessar kröfur en við sem komum að sjávarútvegi á Íslandi erum stolt af því að hér á landi eru meiri og strangari kröfur gerðar til atvinnugreinarinnar. Skilar samfélaginu miklu Sjávarútvegsfyrirtæki eru meðal þeirra lögaðila sem greiða allra hæstu skatta til samfélagsins og það þótt veiðigjöld séu ekki talin með. Þegar þau eru tekin inn í myndina raða sjávarútvegsfyrirtæki sér í nær öll efstu sætin þegar kemur að skatttekjum samfélagsins; tekjum sem síðar eru notaðar til að standa undir kostnaði við rekstur samfélags okkar og velferðar. Reyndar er það svo að nær allar greiningar í heiminum benda til þess að þegar kemur að sjávarútvegi hafi okkur Íslendingum tekist betur en öðrum þjóðum við að skapa arðsama, nútímalega og sjálfbæra atvinnugrein. Vel rekin atvinnugrein Sjávarútvegur á Íslandi er þar fyrir utan sú atvinnugrein sem þykir best rekin á Íslandi og skapa mest verðmæti út frá sér. Ef rifjað er upp dæmi í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gerði í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um Ísland kom fram að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls – sjávarútvegur. Í ljósi þessa má spyrja sig hvers vegna fiskveiðistjórn íslensku þjóðarinnar sé það kerfi sem sumir telja að helst þurfi að breyta á Íslandi. Íslenskur sjávarútvegur þykir nefnilega til marks um að Íslendingar geta gert vel þegar kemur að harðri alþjóðlegri samkeppni og skapað öfluga þekkingargrein. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar