Ólafur kvaddi Pepsi-mörkin með frábærri greiningu á vandamálum KR Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 08:45 Stuttum ferli Ólafs Kristjánssonar í Pepsi-mörkunum lauk í gærkvöldi en hann getur ekki haldið áfram í þættinum þar sem hann var í gær formlega ráðinn næsti þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers eins og Vísir greindi frá. Þetta verður annað danska félagið sem Ólafur stýrir en honum var fyrr á árinu sagt upp störfum hjá Nordsjælland þegar nýr eigendahópur tók við félaginu og réð þjálfarann sem Ólafur leysti af hólmi.Sjá einnig:Þarf núna ekki að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra Ólafur kvaddi Pepsi-mörkin með stæl og mundaði teiknitölvuna þegar hann greindi nákvæmlega það sem KR-liðið er að gera vel og illa. KR er í áttunda sæti eftir fimm umferðir með sex stig, aðeins búið að vinna einn leik og ekki búið að skora nema fjögur mörk. Til viðmiðs má benda á að Hrvoje Tokic, framherji nýliða Ólafsvíkur, hefur skorað fleiri mörk en allt KR-liðið til samans. Ólafur er ánægður með margt í uppspili KR sem var auðvitað rænt stigi í tapleiknum gegn Breiðabliki þegar fáránleg rangstaða var dæmd á Indriða Sigurðsson þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. Ólafi finnst þó miðjumenn liðsins vera of líkir og átti Breiðablik auðvelt með að verjast vesturbæingum síðustu 20 mínúturnar þegar uppspil KR var ekki nógu gott. Þessa fimm mínútna frábæru greiningu á vandamálum KR má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson tekur við Randers Fær annað tækifæri í dönsku úrvalsdeildinni eftir að vera látinn fara frá Nordsjælland. 23. maí 2016 08:25 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Stuttum ferli Ólafs Kristjánssonar í Pepsi-mörkunum lauk í gærkvöldi en hann getur ekki haldið áfram í þættinum þar sem hann var í gær formlega ráðinn næsti þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers eins og Vísir greindi frá. Þetta verður annað danska félagið sem Ólafur stýrir en honum var fyrr á árinu sagt upp störfum hjá Nordsjælland þegar nýr eigendahópur tók við félaginu og réð þjálfarann sem Ólafur leysti af hólmi.Sjá einnig:Þarf núna ekki að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra Ólafur kvaddi Pepsi-mörkin með stæl og mundaði teiknitölvuna þegar hann greindi nákvæmlega það sem KR-liðið er að gera vel og illa. KR er í áttunda sæti eftir fimm umferðir með sex stig, aðeins búið að vinna einn leik og ekki búið að skora nema fjögur mörk. Til viðmiðs má benda á að Hrvoje Tokic, framherji nýliða Ólafsvíkur, hefur skorað fleiri mörk en allt KR-liðið til samans. Ólafur er ánægður með margt í uppspili KR sem var auðvitað rænt stigi í tapleiknum gegn Breiðabliki þegar fáránleg rangstaða var dæmd á Indriða Sigurðsson þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. Ólafi finnst þó miðjumenn liðsins vera of líkir og átti Breiðablik auðvelt með að verjast vesturbæingum síðustu 20 mínúturnar þegar uppspil KR var ekki nógu gott. Þessa fimm mínútna frábæru greiningu á vandamálum KR má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson tekur við Randers Fær annað tækifæri í dönsku úrvalsdeildinni eftir að vera látinn fara frá Nordsjælland. 23. maí 2016 08:25 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Ólafur Kristjánsson tekur við Randers Fær annað tækifæri í dönsku úrvalsdeildinni eftir að vera látinn fara frá Nordsjælland. 23. maí 2016 08:25