Cristiano Ronaldo róar stuðningsmenn Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 15:45 Cristiano Ronaldo fær hér hjálp við að standa á fætur. Vísir/Getty Stuðningsmenn Real Madrid tóku örugglega andköf í dag þegar þeir sáu myndband frá æfingu Real Madrid liðsins en spænska liðið er nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi. Á myndbandinu sést Cristiano Ronaldo meiðast og þeir svartsýnustu voru án efa byrjaðir að ímynda sér úrslitaleikinn á San Siro án síns besta leikmanns. Cristiano Ronaldo lenti í samstuði við varamarkvörðinn Kiko Casilla og lá eftir í grasinu, að því virðist sárþjáður. Læknar Real Madrid hlupu til og hópuðust að stjörnunni en allir á svæðinu höfðu greinilega miklar áhyggjur af stöðunni á portúgalska landsliðsmanninum. Ronaldo var grenilega svekktur og það leit út fyrir að meiðslin gætu verið alvarleg. Hann stóð samt upp og gekk óstuddur af æfingunni. Áður en spænsku fjölmiðlarnir voru búnir að slá því upp að Cristiano Ronaldo væri að fara að missa af úrslitaleiknum á laugardagskvöldið þá ákvað Ronaldo að stíga fram og fullvissa stuðningsmenn Real Madrid og aðra um að hafa ekki áhyggjur. Cristiano Ronaldo sagði að mönnum hafi vissulega brugðið en eftir skoðun lækna hafi það komið í ljós að hann væri ekki mikið meiddur og því leikfær á laugardaginn. Varamarkvörðurinn Kiko Casilla létti örugglega manna mest við að heyra þessar fréttir enda það hefði ekki verið gott fyrir hann að hafa það á samviskunni að hafa slasað mikilvægasta leikmann Real Madrid liðsins. Cristiano Ronaldo hefur skorað 16 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili en meiðsli kostuðu hann fyrri undanúrslitaleikinn á móti Manchester City. Það er ljóst að Real Madrid þarf á honum að halda ætli liðið að vinna úrslitaleikinn á móti Atletico Madrid eftir fjóra daga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira
Stuðningsmenn Real Madrid tóku örugglega andköf í dag þegar þeir sáu myndband frá æfingu Real Madrid liðsins en spænska liðið er nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi. Á myndbandinu sést Cristiano Ronaldo meiðast og þeir svartsýnustu voru án efa byrjaðir að ímynda sér úrslitaleikinn á San Siro án síns besta leikmanns. Cristiano Ronaldo lenti í samstuði við varamarkvörðinn Kiko Casilla og lá eftir í grasinu, að því virðist sárþjáður. Læknar Real Madrid hlupu til og hópuðust að stjörnunni en allir á svæðinu höfðu greinilega miklar áhyggjur af stöðunni á portúgalska landsliðsmanninum. Ronaldo var grenilega svekktur og það leit út fyrir að meiðslin gætu verið alvarleg. Hann stóð samt upp og gekk óstuddur af æfingunni. Áður en spænsku fjölmiðlarnir voru búnir að slá því upp að Cristiano Ronaldo væri að fara að missa af úrslitaleiknum á laugardagskvöldið þá ákvað Ronaldo að stíga fram og fullvissa stuðningsmenn Real Madrid og aðra um að hafa ekki áhyggjur. Cristiano Ronaldo sagði að mönnum hafi vissulega brugðið en eftir skoðun lækna hafi það komið í ljós að hann væri ekki mikið meiddur og því leikfær á laugardaginn. Varamarkvörðurinn Kiko Casilla létti örugglega manna mest við að heyra þessar fréttir enda það hefði ekki verið gott fyrir hann að hafa það á samviskunni að hafa slasað mikilvægasta leikmann Real Madrid liðsins. Cristiano Ronaldo hefur skorað 16 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili en meiðsli kostuðu hann fyrri undanúrslitaleikinn á móti Manchester City. Það er ljóst að Real Madrid þarf á honum að halda ætli liðið að vinna úrslitaleikinn á móti Atletico Madrid eftir fjóra daga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Sjá meira