Búist við fjölmennum mótmælum þegar Trump heimsækir Anaheim í Kaliforníu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2016 23:44 Frá mótmælum gegn Trump í Washington fyrr í mánuðinum. vísir/getty Donald Trump, frambjóðandi repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun á morgun heimsækja borgina Anaheim í Kaliforníu. Búist er við fjölmennum mótmælum vegna komu frambjóðandans til borgarinnar en innflytjendur af rómönsk-amerískum uppruna sem búa í Anaheim eru afar ósáttir við heimsókn Trump. Anaheim er ef til vill þekktast fyrir Disneyland-skemmtigarðinn en síðustu ár hafa mótmæli og óeirðir orðið æ algengari í borginni. Ástæðan er sú að rómönsk-amerísku innflytjendurnir, sem eru í minnihluta í Anaheim, berjast fyrir auknum réttindum og meira umburðarlyndi gagnvart innflytjendum í samfélaginu. Eins og kunnugt er hefur orðræða Trump í kosningabaráttu sinni síst einkennst af umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og hyggst þessi minnihlutahópur í Anaheim því láta til sín taka. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir Gustavo Arellano, sem er vel þekktur aktívisti í Anaheim, að með komu sinni til borgarinnar sé Trump í raun að sækja í glundroðann. „Ég fæ í magann bara við að heyra nafnið á manninum,“ er haft eftir Ada Briceño öðrum aktívista í Anaheim. „Ég er handviss um að það komi mikill fjöldi saman hér á morgun. Fólk mun koma því það er reitt. Þetta kemur úr grasrótinni og ég veit ekki til þess að það séu einhver samtök að skipuleggja þessi mótmæli.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjallar um fáránleika forvalsins John Oliver segir það að Donald Trump tali af viti sýna fram á bilað kerfi. 23. maí 2016 11:45 Trump á í basli með hvítar konur Hvítar konur sem hingað til hafa jafnvel ávalt kosið frambjóðenda Repúblikana eru tvístígandi vegna Trump. 21. maí 2016 16:59 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar snúa heim frá Grænlandi Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Donald Trump, frambjóðandi repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun á morgun heimsækja borgina Anaheim í Kaliforníu. Búist er við fjölmennum mótmælum vegna komu frambjóðandans til borgarinnar en innflytjendur af rómönsk-amerískum uppruna sem búa í Anaheim eru afar ósáttir við heimsókn Trump. Anaheim er ef til vill þekktast fyrir Disneyland-skemmtigarðinn en síðustu ár hafa mótmæli og óeirðir orðið æ algengari í borginni. Ástæðan er sú að rómönsk-amerísku innflytjendurnir, sem eru í minnihluta í Anaheim, berjast fyrir auknum réttindum og meira umburðarlyndi gagnvart innflytjendum í samfélaginu. Eins og kunnugt er hefur orðræða Trump í kosningabaráttu sinni síst einkennst af umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og hyggst þessi minnihlutahópur í Anaheim því láta til sín taka. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir Gustavo Arellano, sem er vel þekktur aktívisti í Anaheim, að með komu sinni til borgarinnar sé Trump í raun að sækja í glundroðann. „Ég fæ í magann bara við að heyra nafnið á manninum,“ er haft eftir Ada Briceño öðrum aktívista í Anaheim. „Ég er handviss um að það komi mikill fjöldi saman hér á morgun. Fólk mun koma því það er reitt. Þetta kemur úr grasrótinni og ég veit ekki til þess að það séu einhver samtök að skipuleggja þessi mótmæli.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjallar um fáránleika forvalsins John Oliver segir það að Donald Trump tali af viti sýna fram á bilað kerfi. 23. maí 2016 11:45 Trump á í basli með hvítar konur Hvítar konur sem hingað til hafa jafnvel ávalt kosið frambjóðenda Repúblikana eru tvístígandi vegna Trump. 21. maí 2016 16:59 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar snúa heim frá Grænlandi Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Sjá meira
Fjallar um fáránleika forvalsins John Oliver segir það að Donald Trump tali af viti sýna fram á bilað kerfi. 23. maí 2016 11:45
Trump á í basli með hvítar konur Hvítar konur sem hingað til hafa jafnvel ávalt kosið frambjóðenda Repúblikana eru tvístígandi vegna Trump. 21. maí 2016 16:59
Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila